SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 10
10 20. febrúar 2011
F
annst ekki fleirum en mér það bæði hallærislegt og
pínlegt þegar við ræðuhöld og lúðrablástur var greint
frá því á fimmtudag að skrifað hefði verið undir samn-
ing um kísilver í Helguvík og næmi heildarfjárfestingin
110 milljónum evra, eða um 17,6 milljörðum króna?
Undirbúningur verkefnisins mun hafa staðið í fjögur ár og
halda menn virkilega að það sé einhver tilviljun að þau Stein-
grímur J. og Katrín Júlíusdóttir mæta í Reykjanesbæ á fimmtu-
dag, daginn eftir að Icesave var samþykkt á Alþingi, til þess að
undirrita samning um er-
lenda fjárfestingu á Íslandi?
Staðreyndin er sögð vera sú
að þessir samningar hafi um
hríð verið frágengnir og til-
búnir til undirskriftar, en
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hafi talið að það
þjónaði ekki málstaðnum að
skrifa undir fyrr en Alþingi
hefði samþykkt Icesave. Þetta
kallast ekkert annað en
skrípalæti fjármálaráðherra,
eða hvað? Hann hefur sagt að
engin erlend fjárfesting fáist
til landsins nema Icesave sé
út af borðinu og því var
fimmtudagurinn svo góður í
áróðursskyni.
Ekkert í máli oddvita rík-
isstjórnarinnar kom á óvart á
Alþingi á miðvikudag; allt
gamlar og útjaskaðar klisjur
sem enn hafa ekki orðið að
áhrínsorðum, þrátt fyrir hótanir í garð þjóðarinnar í langan
tíma. Fjármálaráðherrann sagði m.a.: „Menn verða stórir af því
(að semja – innsk. AB) en ekki því að halda tilgangslausu stríði
áfram stríðsins vegna.“ Og forsætisráðherrann hljómaði vita-
skuld eins og gamalrispuð vínilplata þegar hún sagði að þeir sem
höfnuðu Icesave-samningnum sem fyrir lægi tefldu þjóðarhag í
mikla tvísýnu. Kannast menn við klisjuna?
Ekki verður annað sagt en forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, hafi úr töluverðu safni góðra röksemda að velja, nú
þegar hann íhugar hvort hann eigi að vísa lögunum um Icesave
til þjóðarinnar, eins og hann gerði í ársbyrjun í fyrra.
Hann hefur 41 þúsund undirskriftir, sem þeir sem stóðu að
kjósum.is söfnuðu á örfáum dögum.
Þetta eru tæplega 10 þúsund fleiri undirskriftir en ábúandinn
á Bessastöðum hafði úr að moða þegar hann ákvað á sínum tíma
að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sumarið
2004, á þeim forsendum að gjá hefði myndast milli þings og
þjóðar.
Þá getur forseti Íslands horft til þess að atkvæði um tvær til-
lögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave féllu þannig á Al-
þingi á miðvikudaginn að 30 þingmenn sögðu já við báðum til-
lögunum og 33 þingmenn sögðu nei. Því verður ekki sagt að
mikill munur sé á þeim inni á Alþingi sem vilja vísa málinu í
þjóðaratkvæðagreiðslu og hinum sem vilja upp á sitt eindæmi fá
að ákveða skuldbindingar og áhættu langt fram í tímann fyrir
okkur sjálf, börn okkar, barnabörn og ófædd börn.
Loks getur forsetinn litið til þeirrar staðreyndar að í atkvæða-
greiðslunni um sjálft Icesave-frumvarpið féllu atkvæði þannig
að 44 sögðu já, 16 sögðu nei og þrír sátu hjá. Við ígrundun á
þeirri niðurstöðu hlýtur forsetinn að líta til þess að þótt hluti
þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði með samn-
ingnum, vegna þess að þingmennirnir töldu, samkvæmt eigin
útskýringum, að ekki yrði komist lengra ef á annað borð ætti að
semja um málið, höfðu hinir sömu þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins áður greitt atkvæði með því að málinu yrði vísað í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Því hygg ég, þegar upp verður staðið, að ekki þurfi að setja svo
mikinn valkvíða að forsetanum og þetta verði honum eftir allt
fremur einfalt úrlausnarefni. Að sjálfsögðu ákveður hann að vísa
Icesave-lögunum til þjóðarinnar. Svo fær forsetinn vitanlega
beinan aðgang að kastljósi heimspressunnar, eina ferðina enn,
sem hann getur litið á sem sérstaka bónusgreiðslu fyrir rétta
ákvörðun. Ekki leiðist forsetanum það!
Sjónarspil
ráðherrans
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ólafur Ragnar
Grímsson
Steingrímur J.
Sigfússon
’
Svo fær forset-
inn vitanlega
beinan aðgang
að kastljósi heims-
pressunnar, eina
ferðina enn.
Ekki leiðist forset-
anum það!
7.15 Klukkan hringir. Freist-
ast til að lúra 15 mín í viðbót.
7.30 Laga sterkt ilmandi kaffi
og Stefán Franz, yngri sonur
minn, vaknar og verður glaður
að sjá að afmælisboðskortin sem
hann bjó til daginn áður hafa
verið prentuð út samkvæmt fyr-
irmælum hans. Hann verður sjö
ára 23. febrúar.
7.45 Góð sturta með skrúbb-
hanskanum sem keyptur var í S-
Kóreu ekki alls fyrir löngu í sýn-
ingarferðalagi með dansverkið
Systur. Pars Pro Toto sýndi þar á
SIDance festival. Fór yfir helstu
verk dagsins í sturtunni. Mjög
gott að fá hugmyndir í flæðandi
vatni.
8.25 Fastur liður að veifa
Stebba Franz mínum út um
gluggann á leið í Melaskólann.
Vekur hjá mér góðar kenndir að
sjá hann labba sáttan og ham-
ingjusaman í skólann enda er
Melaskóli góður skóli og hann
elskar kennarann sinn.
8.35 Búin að borða AB-mjólk
með múslí og drekk hina ómiss-
andi forvörn gegn flensu og kvefi
sem er GSE-greipkjarnaolía,
hvannardropar og sólhatt-
sdropar hrært saman í vatn.
Omega-lýsispillur eru einnig
nauðsynleg inntaka í morguns-
árið.
9.00 Geri pilates-æfingar til
að auka styrk og úthald í lífsins
önn. Heildræn vinna líkama,
huga og sálar þar sem styrk-
leikur og mýkt vinna saman.
10.00 Kenni einkatíma í
pilates og er sátt við árangur
kúnnans.
11.00 Íslenska óperan hring-
ir og staðfestir að Svanasöngur
Schuberts í dansi, tóni og söng
verði endursýndur í Íslensku óp-
erunni sunnudaginn 27. febrúar
en sýningin fékk sérdeilis góða
umfjöllun ekki alls fyrir löngu.
Ég hlakka til að taka upp þráðinn
með frábærum listamönnum,
Gerrit og Ágústi, og með ein-
dæmum góðu starfsfólki Ís-
lensku óperunnar.
11.15 Komin í Listdansskóla
Íslands (LÍ) en þar er allt komið á
fullt. Nemendur í framhaldsdeild
LÍ á listdansbraut standa í
ströngu þessa dagana. Fyrir utan
mikla daglega tæknilega vinnu í
dansinum æfa mörg þeirra fyrir
Klassísku sólódanskeppnina sem
verður í Íslensku óperunni 1.
mars kl. 20.00. Þá standa yfir
lagningardagar í MH og verða
þau með sýningu í hátíðarsal
skólans.
13.15 Búin að æfa í tvo tíma
með nokkrum sterkum og efni-
legum nemendum sem taka þátt
í sólókeppninni. Hlakka til að sjá
þau öll dansa í keppninni.
13.30 Gefst stuttur tími í há-
degismat þannig að súpa í bolla
og ristað brauð verða að duga að
þessu sinni. Þuríður skólaritari
drekkur lífrænt kaffi með mér úr
nýju skærgrænu kaffivél skólans
og við förum yfir mætingar
nemenda og spáum í MySchool-
kerfið o.fl.
14.30 Er enn á kósí kaffistofu
Listdansskóla Íslands á gagn-
legum fundi með fagstjórum
skólans, meðal annars er rætt
um framgang nemenda og hvað
mætti betur fara. Búningamál
fyrir sólókeppnina þurfa að
komast á hreint en um 15 nem-
endur LÍ taka þátt í keppninni.
15.15 Endanleg ákvörðun
tekin um hvaða verk eiga að vera
á vorsýningu skólans í Þjóðleik-
húsinu 13. apríl en þá taka allir
nemendur skólans þátt. Nem-
endasýningar LÍ hafa alltaf verið
mjög veglegar og mikið lagt í
þær.
15.30 Tek á móti nýjum pí-
anista sem prófar undirspil hjá
yngstu nemendunum. Stendur
sig vel. Olga hefur séð um undir-
leik í skólanum í áratugi, ennþá
sterk í faginu og einstök.
15.45 Næ í 10 tútú, ball-
erínupils, í hreinsun. Antikpilsin
orðin eins og ný. Hvarflar að mér
að það þurfi kannski að fara að
hreinsa fleiri búninga sem skól-
inn á en búningageymslan er
troðfull.
16.45 Næ í litla minn í Selið í
Melaskóla. Búin að vera mikil
tilhlökkun fyrir bekkjar-
skemmtun sem hefst klukkan
fimm. Allir koma með eitthvað
til að borða. Hef ekki getað sinnt
mömmuhlutverkinu sem skyldi
síðustu vikurnar, vegna mikilla
anna, og er því ánægð að geta
verið með honum í rólegheitum.
17.00 Eigum frábæra bingó-
stund með 1.A og mikið snakk
borðað. Gaman að kynnast for-
eldrum barnanna sem eru í sama
bekk og Stefán Franz.
18.30 Komin heim og ætla að
leggja mig. Áður en ég veit af eru
allir svangir og eitthvað þarf að
borða. Steiki kjúklingabringur í
olíu með töfrakryddi og kebab-
kryddi. Sker niður salat, gúrkur
og hita pítubrauð.
19.45 Fer upp á Grensás,
endurhæfingarstöðina, en þar
liggur systir mín ástkæra, hún
Magga. Hún er í endurhæfingu
eftir mjög slæmt hjólreiðaslys
sem hún varð fyrir 13. maí 2010.
Hún var á glænýju hjóli með allt-
of öflugum bremsum og ekki
með hjálminn í þetta skiptið. Hef
hvatt alla síðan þetta gerðist til
að nota HJÁLMINN. Þetta atvik
minnir mig stöðugt á að hlutirnir
geta breyst á einni sekúndu og
allt er breytingum háð.
21.30 Er á leið heim eftir að
hafa nuddað og gefið Möggu
minni ljósorku með nýja Quant-
um Wave-leysinum mínum.
22.00 Fæ mér pítu og rauð-
vínsglas í hornsófanum en þar er
minn staður á heimilinu. Sofna
seint en sátt.
Dagur í lífi Láru Stefánsdóttur dansara og skólastjóra LÍ
Lára er dansari, dansahöfundur, pilateskennari og skólastjóri Listdans-
skóla Íslands og því nóg um að vera hjá henni.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Gott að fá hugmyndir
í flæðandi vatni