SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 16
16 20. febrúar 2011
Það er skammt stórra högga á milli hjá Láru Jóhönnu
hvað hlutverkin varðar. Frá höfuðskáldinu Shakespeare
liggur leiðin í farsann Nei, ráðherra!, sem frumsýndur
verður á föstudag. Þar fer Lára með hlutverk hjákonu
ráðherra nokkurs en turtildúfurnar lenda í nokkuð
óvæntum og flóknum aðstæðum, svo ekki sé meira sagt.
„Farsinn já,“ segir Lára og hlær. „Við fengum engan kúrs
í því að leika farsa í skólanum svo ég renndi alveg blint í
sjóinn. Við erum tvö í sýningunni sem erum nýútskrifuð
og við kyssum hreinlega skóna hans Sigga Sigurjóns [Sig-
urðar Sigurjónssonar] sem er auðvitað mikill grínmeist-
ari. Það er frábært að vera með svona reynda leikara sem
kunna þetta og gauka stundum að manni góðum punkt-
um. Sömuleiðis er mjög gott að vinna með Magnúsi Geir
[Þórðarsyni] sem leikstýrir. Hann segir aldrei „af því
bara“, heldur leitast alltaf við að útskýra málin og kom-
ast að sameiginlegri niðurstöðu. Það er mjög þægilegt
þegar maður er að reyna að fóta sig í þessu.“
Hún segist því læra mikið þessa dagana. „Þetta er
svakalega góður skóli. Stundum er svo mikill hamagang-
ur og læti á sama tíma og maður er með hjartað úti að lifa
sig inn í leikinn að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að
gera næst. Maður þarf líka að hafa stjórn sem leikari og
það riðlast stundum aðeins, en þetta er allt að koma.“
Eins og Lára Jóhanna nefnir hefur hún ekki verið eini
nýliðinn á sviðinu í Borgarleikhúsinu þetta leikárið. Auk
hennar var ráðinn til leikfélagsins Hilmar Guðjónsson
sem var með henni í bekk í Leiklistarskólanum og er
kærasti hennar og sambýlismaður. Hilmar hefur verið
með í öllum sýningunum sem Lára hefur farið með hlut-
verk í hjá leikhúsinu, svo þau eru meira og minna saman
allan sólarhringinn. „Við erum vön því og erum bara dá-
lítið góð í því að vinna saman. Eiginlega hefur það aldrei
verið öðruvísi svo ég hef engan samanburð. Vissulega
tölum við mikið um leiklist heima en hjálpumst líka að
við það sem við erum að gera. Það er alveg frábært að
hafa einhvern sem maður veit að er alltaf hreinskilinn.“
Að velja sprek í bálið
Ekki bíða minni áskoranir Láru eftir að búið verður að
frumsýna Nei, ráðherra! því ákveðið hefur verið að hún
fari með hlutverk Dórótheu í söngleiknum Galdrakarlinn
í Oz sem fer á fjalirnar í haust. „Það verður bara gaman
að fá að leika og syngja og jafnvel dansa svolítið. Ég er
byrjuð að skoða lögin og Bergur [Þór Ingólfsson] leik-
stjóri er að leggja lokahönd á þýðingu sem ég hef fengið
að kíkja aðeins á og er rosa skemmtileg.“
Það er ekki hjá því komist að spyrja Láru hvort hún sé
ekkert hrædd við að feta í fótspor Judy Garland, sem
gerði Dórótheu ógleymanlega í þekktri kvikmynd um
Galdrakarlinn í Oz. „Jesús minn, jú þegar þú segir það,“
svarar Lára. „Ég er ég skíthrædd við það. Það er auðvitað
Dóróthean sem allir sjá fyrir sér enda var hún æðisleg í
kvikmyndinni. En þetta er bara annað – þetta er leikritið
og ég held að það kunni ekki góðri lukku að stýra að
reyna að herma eftir henni eða að feta í einhver ákveðin
fótspor. Ég held ég verði bara að gera þetta eins og hlut-
verkið kemur og ég hlakka mikið til að leika í barna-
leikriti. Það er örugglega gott fyrir sálina og hjartað að
leika í svona sýningu.“
Næstu frumsýningu þarf þó að klára áður en að því
kemur og aðspurð segir Lára frumsýningarnar vissulega
stressandi. „En það er líka einhver kraftur sem fylgir því
að frumsýna og það er ofboðslega gaman og hátíðlegt. Ég
veit ekki hvort frumsýningarstressið sé nauðsynlegt því
ég hef aldrei upplifað að sleppa því. En það er örugglega
gott að vissu marki því það er merki um að maður geri
kröfur til sín og allir eru á tánum.“
Kannski er það einmitt það sem heillar við starf leik-
arans. „Það er einhver spennufíkill í manni, en það er líka
eitthvað við það að skapa saman – að reiða sig á mótleik-
arann á sviðinu og öfugt,“ segir Lára. „Áhorfendur eru
líka stór þáttur. Það er eitthvað svo fallegt við það að
leiklistin er ekki til án áhorfenda. Maður má aldrei
gleyma áhorfendunum og verður alltaf að hugsa um
hvernig hægt er að miðla efninu til þeirra á bestan hátt.“
Þar liggur óvissan, eins og Lára útskýrir. „Stundum
smellur allt saman; leikarar, ljós, hljóð og áhorfendur, en
það kemur ekki í ljós fyrr en áhorfendurnir eru komnir.
Einn leikstjóri sagði að það að setja upp leiksýningu væri
eins og að búa til bál. Maður reynir að velja bestu sprekin
og gera aðstæður eins góðar og hægt er en það er ekki fyrr
en áhorfendur koma sem maður veit hvort það hefur tek-
ist – annaðhvort kviknar bál eða ekki. Mér finnst einhver
falleg auðmýkt í þessari hugsun.“
Og auðmýktin er mikilvæg í leikhúsinu, segir Lára.
„Fólkið sem er komið til að horfa valdi að eyða kvöldinu
eða þessari stund í að njóta þess sem leikhópurinn hefur
verið að gera og fyrir því þarf að bera virðingu. Þá gerir
maður sitt besta.“
Lára fjögurra ára að lita á jólunum ásamt
bræðrum sínum Skúla Birni og Barða Má.
Fjögurra ára
ásamt bræðr-
unum tilbúin
að fara að
leika á sum-
arhátíð.
Upprennandi leikkona með dúkku í ævintýrinu
um Rumputuska ásamt Rannveigu Jónsdóttur.
Hópmynd af sumarhátíðarkrökkum á sviðinu. Fremst í
flokki er Lára sjö ára, nýbúin að leika Fóu Feykirófu.
„Ég var svo heppin að ég lenti í frábærum
bekk,“ segir Lára um Leiklistarskólann.
’
Það er einhver
spennufíkill í manni,
en það er líka eitthvað
við það að skapa saman – að
reiða sig á mótleikarann á
sviðinu og öfugt. Áhorfendur
eru líka stór þáttur. Það er
eitthvað svo fallegt við það
að leiklistin er ekki til án
áhorfenda.
Ásamt kærast-
anum Hilmari
Guðjónssyni.
„Geirþrúður eða Gógó er við fyrstu kynni nokkuð ákveðin og örugg ung kona, en þegar til kastanna kemur stendur hún ekki nægi-
lega vel með sjálfri sér. Hún er óttalegur vingull og agaleg fyrirmynd fyrir aðrar ungar konur,“ segir Lára um hlutverk sitt í farsanum.
Systkinin á páskadagsmorgun 1987.