SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 32
32 20. febrúar 2011 F yrir mörgum árum var í útvarpsþætti sagt frá úrtökumóti íþróttamanna. Þeir voru að keppa að því að ná svo kölluðu lágmarki sem þurfti til að komast á Ól- ympíuleika árið eftir. Þessu var efnislega þannig lýst: „Fögnuður áhorfenda náði hámarki þegar nokkrir keppendur náðu lágmarki.“ Þessi gamli þáttur úr Ríkisútvarpinu kom í hugann þegar sást hvað var boðið upp á í Kastljósi fimmtu- dagskvöldsins. Ríkissjónvarpið hefur reynt að þegja undirskriftasöfnun gagnvart Icesave- samningi í hel, rétt eins og síðast þegar til slíks þrautavaraúrræðis var gripið í lok ársins 2009. Það bjargaði þjóðinni frá „samningi“, sem allir, líka þeir sem gerðu samninginn og börðust fyrir honum, segja nú að hafi verið skelfilegur. For- seti synjaði samningslögunum og í kjölfarið fór fram fyrsta kosning á lýðveldistíma byggð á slíkri synjun. Sem sagt sögulegur stóratburður. Ríkisútvarpið, sem kallar sig nú til hátíð- arbrigða „samkomuhús þjóðarinnar“, ákvað að láta eins og kosningarnar færu ekki fram! Kvöldið fyrir þær kosningar var engin umfjöll- un á þeim bæ (utan tæknilegrar umfjöllunar) önnur en sú að flutt var eintalssamræða í Kast- ljósi við Steingrím J. Sigfússon, sem lofaði Ice- savesamninginn og hvatti fólk til að forðast kjörstaðina. Þetta var ótrúleg framganga rík- isfjölmiðils gagnvart þjóðinni. Steingrímur og RÚV fengu makleg málagjöld frá henni daginn eftir. Satt best að segja hafa flestir vísast trúað því að þar með hefði misnotkunin náð hámarki og lágkúran lágmarki eftir þá stígandi að RÚV hafði staðið fyrir makalausri og næsta einstæðri hræðsluherferð strax eftir synjun forseta og gekk útvarpið jafnvel lengra en þau Steingrímur og Jóhanna sem þó höfðu nánast gengið af göfl- unum við tíðindin. En eftir að Ríkissjónvarpið hafði reynt að þegja undirskriftasöfnun í hel og aftur með engum árangri þá skyndilega var slegið upp Kastljósþætti á fimmtudagskvöldinu síðasta. Og tilefnið: Þekktur samfylkingarbloggari hafði lýst þeirri skoðun sinni að hægt væri að svindla í undirskriftasöfnun af þessu tagi. Ekki datt Páli Magnússyni þetta í hug þegar misnotkun Stöðvar tvö náði sögulegu hámarki, sem er reyndar mjög hátt á þeirri stöð, í fárinu gegn fjölmiðlalögum sællar minningar og stöðin og starfsmenn hennar stóðu fyrir undirskriftasöfn- un vegna þess máls. Þá voru svo sannarlega engir þjóðarhagsmunir í húfi. Reyndar hið gagnstæða eins og fram kom síðar í banka- hruninu. En bloggarinn hafði reynt sjálfur að eyðileggja eða gera undirskriftasöfnunina tor- tryggilega með að falsa inn á hana undirskriftir. Slíkt er hægt að gera gagnvart undirskriftasöfn- unum af hvaða tagi sem er. Líka þeim sem eru undirritaðar að því er virðist af hverjum og einum. En sem betur fer eru fáir þannig inn- rættir eins og fram hefur komið við athugun á þessari undirskriftasöfnun. En það athygl- isverða við hið fráleita tiltæki Kastljóssins var að það var ekki bara þessi eini ákafi bloggari sem var á ferðinni með óhróður sinn. Á sam- fylkingarvefnum Eyjunni var sama dag sama iðja og þekktir „almannatenglar“ á hennar veg- um létu þar ljósið skína. Enn er því áberandi að „samkomuhúsið“ er í huga stjórnenda RÚV í raun „félagsheimili“ Samfylkingarinnar og er illa komið fyrir þessari stofnun á áttatíu ára af- mæli hennar. Fjörutíuþúsundin funda með forseta Nú hafa undirskriftirnar 40 þúsund verið af- hentar forseta Íslands. Á fimm dögum eða svo söfnuðust þessar undirskriftir, en á heilum mánuði söfnuðust 30 þúsund undirskriftir síð- ast og svo bættust við önnur 30 þúsund þegar fólkið í landinu horfði sér til hryllings á beina útsendingu frá Alþingi af umræðum um Ice- savesamninginn. Nú var allt gert til að æða með málið í gegnum þingið til að takmarka tíma þess fólks sem kynni að leita ásjár forseta og meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn virtist taka fullan þátt í leiknum ljóta í þinginu. Var hann með í að skipuleggja óðagotsþinghaldið án sam- ráðs við hina tvo stjórnarandstöðuflokkana, sem ekki voru hafðir með í ráðum hvernig haga skyldi þinghaldinu, sem er einstakt. Er sú framganga, til viðbótar við annað, einkar dap- urleg. Lagst á framfaramál Og einskis var svifist. Samningar um kísilverk- smiðju í Helguvík voru tilbúnir. Kristján Már Unnarsson á Stöð tvö var fyrstur fréttamanna til að uppgötva það fyrir allmörgum vikum. Sagði hann frá því að allt væri tilbúið til að fara af stað en málið myndi dragast vegna þess að fjármálaráðuneytið þyrfti að fara yfir einhver atriði sem ekki voru uppgefin, áður en málið, sem allir á Suðurnesjum biðu eftir, gæti farið í gang. Kristján Már gat ekki áttað sig á og því síður aðrir fjölmiðlamenn að verkefnið mátti ekki fara af stað fyrr en eftir að þingið væri bú- ið að hraðafgreiða Icesave. Því áróðurinn var sá að hingað fengjust engar fjárfestingar nema Ice- save væri klárað. Strax, daginn eftir Icesave, fór athöfnin fram, en ekki hafði verið tilkynnt um það fyrirfram. Forsetinn skoðar hug sinn Þetta hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyr- ir forseta Íslands. Hann hefur sagt að hann ætli að taka sér allmarga daga til umhugsunar um málið sem til hans er komið. Það er ekki óeðli- Reykjavíkurbréf 18.02.11 Tek enga afstöðu til samningsins, sagði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.