SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 10
10 31. júlí 2011
8:00 Vekjaraklukkan hringir
og ég snúsa í hálftíma áður en
ég ríf mig á lappir. Mamma
passar Jakob 3ja ára son minn í
dag þar sem hann er í sumarfríi.
Hefur reyndar gengið alveg
furðu vel að hafa hann með mér
niðri á vinnustofu seinustu
daga en við hjónaleysin skipt-
umst á að vera með hann. Það
verður ekki mikið um eiginlegt
sumarfrí þetta árið.
9:00 Helgi úr Reykjavík
Runway hópnum mínum sækir
mig svo við getum farið að
funda með hópnum niðrí Laug-
arnesi. Ég keyrði yfir fótbolta
um daginn svo ég er bíllaus
þessa dagana, frekar óþolandi.
Á góðan fund með þeim þar
sem við förum yfir ýmis efni
sem tengjast markaðssetningu
fatalínunnar minnar og keppn-
innar sem verður 18. ágúst í
Hafnarhúsinu. Ég ætla að vinna
að sjálfsögðu. Veit fátt
skemmtilegra en að fara ofan í
saumana á þessu öllu saman.
Frábær hópur sem ég fékk með
mér í kjölfar þess að komast í
úrslit. Við erum semsagt 4
hönnuðir eða teymi sem kom-
umst áfram í keppninni. Þar á
meðal er besta vinkona mín
hún Harpa Einarsdóttir og Sha-
dow Creatures stelpurnar sem
eru meðeigendurnir mínir í
Kiosk. Þrátt fyrir að vera að
keppast móti hvor annarri þá
hjálpumst við líka að. Það á
kannski eftir að harðna á daln-
um þegar nær dregur, hver
veit.
12:00 Fer ég niður í bæ með
Sólveigu úr Shadow Creatures,
fleygjum samloku í Eddu systur
hennar sem stendur vaktina í
Kiosk þennan daginn. Snilldin
við að reka verslun svona mörg
saman er að hver á vakt einu
sinni í viku svo það er hægt að
hitta hönnuðina í leiðinni. Svo
er þetta auðvitað bara svo stór-
kostlegur félagsskapur.
13:00 Mætt niður á vinnu-
stofu og fæ elskulega nemann
minn hana Ingibjörgu til að
hitta mig þar. Næ að sníða 2
kjóla, ánægð með útkomuna
enda neminn minn einnig frá-
bært fitting módel. Sníðagerð er
eitt það skemmtilegasta við
ferlið að gerð fatalínu að mínu
mati. Nýt mín alveg í botn. Ég
fékk nýlega vinnustofu hjá
Dúsu vinkonu sem er með
Skaparann og lífið varð fjórfalt
betra fyrir vikið. Hafði hingað
til unnið allt í vinnuherbergi
heima hjá mér sem ég geri aldr-
ei aftur. Vonandi.
16:00 Held af stað gangandi
niður á Hagstofu þar sem ég tek
kvöldvakt sem vaktstjóri á
könnunardeild. Náum að klára
snemma þar sem allir eru búnir
að standa sig svo vel. Mjög gott
að hafa svona aukavinnu nokk-
ur kvöld á mánuði.
21:00 Þar sem ég er bíllaus
fæ ég far austur í bæ á fund með
Kiosk krökkunum þar sem við
plönum eins árs afmæli versl-
unarinnar. Það verður helj-
arinnar húllumhæ á laugardag-
inn svo við tökum forskot á
sæluna, enda ekki óskemmti-
legur hópur til að skemmta sér
með. Kveðjum Ýr sem er að fara
til New York í einhverja mánuði
til að slá í gegn. Næ að panta
gistingu hjá henni í haust.
05:00 Lygni aftur augunum
eftir frábæran fund! Fæ meiri
tíma með fjölskyldunni á morg-
un.
Dagur í lífi Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður og eigandi Kiosk
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Heljarinnar húllumhæ
Noboru Kuwadaira, fram-
kvæmdastjóri japanska fyr-
irtækisins Suetake Sample í
Yokohama, stillir sér upp með
nýjustu afurðina. Síðastliðin
misseri hefur fyrirtækið hannað
hulstur fyrir iPhone-síma sem
eru listilega skreytt með plast-
eftirlíkingum af sushi. Fremur
frumleg hugmynd og ekki fer
sérlega lítið fyrir handgerðum
hulstrunum enda eru þau sum
hlaðin af „sushi“.
Veröldin
Sími með
sushi
Líklegast er sushi úr plasti nú heldur hart undir tönn.
H
ugsaðu „kynlífsstarfsmaður,“ og hugtökin „efn-
uð,“ „menntuð,“ „sterk fjölskyldutengsl,“ og
„aðgengi að úrræðum,“ verða ekki þau fyrstu
sem þér detta í hug. En niðurstöður rannsóknar
sem gerð var við University of Arkansas benda til þess að
þetta eigi við um margar þeirra bandarísku kvenna sem til-
heyra „háklassa“ vændisiðnaðinum.
Þær sækjast ekki eftir harkinu á götunni eða störfum í
vændishúsi en leita þess í stað, sjálfviljugar og án þess að fela
það, starfa sem háklassa fylgdarkonur eða auglýsa þjónustu
sína á netinu. Það er alls ekki svo að þessar konur séu í ör-
væntingu að reyna að fjármagna næsta skammt, fæða börnin
sín eða borga reikningana, þvert á móti selja þær líkama sinn
af sömu ástæðu og flestir sinna
annarri vinnu – fyrir peninga,
stöðugleika, sjálfstæði og, ótrú-
legt en satt, ánægju í starfi.
Þessar niðurstöður eru aðeins
þær síðustu af mörgum sem af-
hjúpa hverjir það eru sem gætu
hugsað sér að ganga til liðs við
„elstu starfsstétt sögunnar“.
Samkvæmt breskri rannsókn,
sem birtist í tímaritinu Sex
Education, myndu 16,5% há-
skólanema á BA eða BS-stigi
íhuga starf í kynlífsiðnaðinum en
93% af þeim sögðu peninga vera aðalhvatann. Samkvæmt
annarri rannsókn, sem gerð var við Leeds University og
þátttakendur voru 200 fatafellur, reyndist þriðjungur þeirra
hafa tekið til starfans til þess að fjármagna nám.
Enn ein rannsókn sem komst í fréttirnar var gerð af Berlin
Studies Centre og samkvæmt niðurstöðum hennar myndi
þriðjungur háskólanema í Berlín íhuga starf í kynlífsiðn-
aðinum til að borga fyrir nám. (Það sama á við um 29% há-
skólanema í París og 18,5% háskólanema í Kiev.) Um 4%
þeirra 3.200 einstaklinga sem tóku þátt í könnuninni sögðust
þegar hafa unnið einhvers konar kynlífstengd störf, s.s.
nektardans, net-sýningar eða vændi. Rannsakendurnir
vörpuðu fram þeirri vangaveltu hvort aukið námsálag og
hærri skólagjöld gerðu hið háa tímakaup kynlífsstarfs-
mannsins eftirsóknarvert.
Margir eiga erfitt með að skilja að einhvern gæti langað að
starfa í þessum iðnaði og það er mislíklegt að störf innan
hans verði einhvern tímann álitin „bara venjulegt starf,“ það
fer eftir því hvað í þeim felst. Störfin eru margskonar og sem
erótísk fyrirsæta, nektardansari, kjöltudansari, erótískur
nuddari, dómína eða vefperformer, er hægt að þéna peninga
án þess að fara út í vændi. (Sem er lauslega skilgreint í Merri-
am-Webster sem sú athöfn eða iðja að stunda lauslátt kynlíf,
sérstaklega í skiptum fyrir peninga.) Þar sem mörg þessara
starfa fela ekki í sér neina líkamlega snertingu, virðast þau
hvorki eins lítilsvirðandi né ógnvekjandi og geta, í ákveðnu
umhverfi, orðið samfélagslega ásættanleg.
Þessir „listrænu performerar,“ eins og þeir vilja oft kalla
sig, upplifa sig ekki sem fórnarlömb og nefna oft kosti starfs-
ins, eins og meiri peninga fyrir minni tíma, sveigjanlegan
vinnutíma, sjálfstæði og nafnleysi, sem hvata. Sé litið til
fyrrnefndra rannsókna og viðtala við þá sem starfa í kynlífs-
iðnaðinum, veltir maður því fyrir sér hvort það að „selja sig“
sé ekki lengur neitt tiltökumál. Það er að segja, þar til maður
fer síðan að sjá það fyrir sér á ferilskránni.
Er ekkert til-
tökumál að
starfa í kyn-
lífsiðnaði?
Kynfræð-
ingurinn
Yvonne Kristín
Fullbright
’
...en leita
þess í stað,
sjálfvilj-
ugar og án þess
að fela það,
starfa sem hák-
lassa fylgd-
arkonur eða
auglýsa þjónustu
sína á netinu.