SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 41
31. júlí 2011 41 LÁRÉTT 1. Drukkin efi ekki skrifstofumann. (8) 6. Sé sæti en ekki ílát. (6) 7. Skíta drengir lenda í vatni. (12) 9. Hermenn offri séra eitthvað flókið (9) 10. Aldrei kular hjá óstöðugum. (8) 13. Ó deyja við að ærslast (7) 14. Fljót, hæfileikarík og auðveld yfirferðar. (8) 15. Bæklingur Péturs. (4) 17. Dökkur afkimi í geimnum. (8) 19. Bara úum einhvern veginn út af heimili dýra. (7) 21. Hannes nær kvæði að skrifa með sérstökum táknum. (9) 24. Þýðing stúlkunnar (6) 26. Gefa fimm í arð við að geyma. (9) 28. Rækja fær hest við að hósta (6) 31. Magdalena fær gráðu frá konu. (7) 32. Söngur til fljóts sem ruglast hjá óþekktum mönnum sem telja fólki trú um eitthvað. (11) 33. Fljót fer í óþekktan en nákominn. (5) 34. Fyrir einn horfið eftir veiðistað (8) LÓÐRÉTT 1. Kostnaðarmikill fyrir þokkalegar skepnur (6) 2. Út! Ó, stelpa finnur draumaland. (6) 3. Leikföng búin til í gervivísindum miðalda. (8) 4. Slím yfir tvo daga finnst hjá sumum trúuðum. (11) 5. Öslar fífldjarfur maður með töfrastaf? (9) 8. Fugl með ham fisks reynist vera ómerkilegur maður. (9) 11. Þeytt á snögum og óbeinum veg. (9) 12. Glæst getur orðið minnst. (5) 16. Viðsnúningur korts endar í flótta. (5) 18. Held 1999 mar endi hjá dökkum. (9) 19. Með mat sat hjá þrepi og horfði á það sem er vafa háð. (10) 20. Bann fær amen frá morðingjum, (8) 22. Úps, var Árni með kíló? Það var ópassasemi. (9) 23. Ó passa minn fyrir þeim sem á sér stað án hita- breytingar. (8) 25. Dauður angrar skrokka. (7) 27. Skinnskór fá ryk frá hættulegri. (7) 29. Æði dó aftur eftir glæp. (5) 30. Fagurgalinn hjá brjálaðri. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 31. júlí er 4. ágúst. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 7. ágúst. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 24. júlí er Margrét Jónsdóttir, Hjarð- arhaga 48, 107 Reykjavík. Hlýtur hún að launum bókina Góði dátinn Svejk, eftir Jaroslav Hasek. For- lagið gefur út. Krossgátuverðlaun Hannes Hlífar Stefánsson hefur heldur betur byrjað af krafti á Opna tékkneska meistara- mótinu sem stendur yfir þessa dagana í Pardubice í Tékklandi. Hannes var einn í efsta sæti þegar tefldar höfðu verið sex umferðir með 5 ½ vinning og frammistöðu sem reiknast upp á 2824 elostig. Mótinu lýkur um helgina. Alls taka 279 skák- menn þátt í mótinu þar af 50 stórmeistarar en auk Hannesar taka þeir Guðmundur Kjart- ansson og Guðmundur Gísla- son einnig þátt í mótinu. Kjartansson var með 4 vinn- inga og Gíslason með 3 ½ vinn- ing. Eftir að hafa hlotið 2 ½ vinn- ing úr fyrstu þrem skákum sín- um tók Hannes mikinn sprett, vann tvo öfluga rússneska skák- menn og síðan Indverjann Panchanathan í eftirfarandi skák. Stóra stundin rann upp þegar Hannes ákvað að fórna manni í 27. leik. Andstæðingur hans stóð frammi fyrir tveim kostum: að taka fórninni og reyna að standast áhlaupið eða finna aðra leið. Undir svona kringum- stæðum er nauðsynlegt að „reiknivélin“ sé í lagi. Horfi menn nógu lengi út í loftið, eða í „gegnum andstæðinginn“ að hætti Gelfands eða Ivantsjúks, flögrar kannski að manni gömul speki á við þá að besta ráðið við fórn sé að taka henni. Góð lína, sem Kortsnoj mun hafa fylgt dyggilega á sínum yngri árum, en tryggir þó að öðru leyti eng- an veginn að menn sleppi lifandi út úr því völundarhúsi sem skákin er. Indverjinn hefur sennilega verið í allt öðrum hugleiðingum, hann sá mögu- leika á gagnsókn en hafði ekki reiknað dæmið nægilega vel: Pardubice, 6. umferð: Chandran Panchanathan – Hannes Hlífar Stefánsson Slavnesk vörn 1.d4 d5 2.Rf3 Rf6 3.c4 c6 4.Rc3 e6 5. e3 Nbd7 6. Qc2 b6!? 7. b3 Bb7 8. Be2 Be7 9. O-O O-O 10. Bb2 Qc7 11. Rad1 Rfd8 12. Rfe1 Rac8 13. Bd3 h6 14. Qe2 Re8 15. Bb1 c5 16. cxd5 exd5 17. Bf5 Rcd8 18. Rc1 Bf8 19. Red1 Bc6 20. Qa6 Nb8 21.Qf1 Nbd7 22. Bd3 Ne4 23. Bb5 Ndf6 24. h3 Re6 25. Na4 Bxb5 26. Qxb5 c4!? Eftir þunglamalega byrjun lætur Hannes til skarar skríða. Þessi leikur, sem er undanfari mannsfórnarinnar í 27. leik, sker á samgang drottning- arinnar við kóngsvænginn. 26. … c4!? 27. bxc4 27. … Nxf2!? Hér er þvingað leika 28. Kxf2 Re4+ 29. Kg1 Dg3 og nú er best að leika 30. Hf1! t.d. 30. … Hg6 31. Hc2 og 31. … Bd6 má svara með 32. c5! og drottning kemst í vörnina. Staðan eftir 30. Hf1 eða 30. Hc2, sem er lakari leikur er stórskemmtileg og verðugt rannsóknarefni. 28. Ne5?? Nxd1 29.cxd5 Hxd5! Indverjanum hafði greinilega sést yfir þennan einfalda leik. 30. Qb3 Qd8 31. Nxf7 Kxf7 32. Rxd1 Ne4 33. Rf1+ Kg8 34. Nc3 Nxc3 35.Bxc3 Qd7 - og hvítur gafst upp. Fyrsta tap Magnúsar í hálft ár Daginn eftir að fréttir bárust af hryðjuverkunum í Noregi tapaði Magnús Carlsen sinni fyrstu kappskák í hálft ár. Það var Frakkinn Vachier Lagrave sem náði að leggja Norðmann- inn í 95 leikja maraþonskák. Hann vann þó næstu skákir en gerði svo jafntefli við helsta keppinaut sinn, Alexander Mo- rozevic. Þriggja stiga reglan gildir í stórmeistaraflokki skákhátíðarinnar í Biel og sam- kvæmt henni er staðan þessi eftir átta umferðir: 1. Carlsen 17 stig ( 6 v. ) 2. Mo- rozevich 14 stig ( 5 ½ v. ) 3. – 4. Lagrave og Shirov 10 stig ( 4 v. hvor ) 5. Caruna 6 stig ( 2 ½ v. ) 6. Pelletier 4 stig ( 2 v. ). Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hannes Hlífar efstur á Opna tékkneska Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.