SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 38
38 31. júlí 2011 Fjöldi sorgmæddra aðdáenda safnaðist saman fyrir utan heimili Amy Winehouse í Camden hverfinu í Norður London á laugardaginn var. S öngstíl smávöxnu söngkonunnar með stóru röddina hefur verið líkt við þær Ninu Simone og Sarah Vaughan. Tónlist hennar má lýsa sem eins konar blús- poppdjassblöndu sem Amy ljær alveg sérstakan tón með einkennandi tregafullri rödd. Söngkonan gaf út tvær plötur en ekkert nýtt efni hafði borist frá henni síðan platan Back to Black kom út árið 2006. Tónlistarfréttir af söngkonunni hafa því verið litlar en þeim mun meira barst af slæmum fregnum af einkalífi hennar. Amy varð þekkt fyrir eiturlyfjaneyslu og misnotkun áfengis. Sumir vilja kenna fyrrverandi eiginmanni hennar, vandræða- gemsanum Blake Fielder-Civil, að nokkru leyti um það að neyslan fór úr böndunum. Undir það síðasta var Amy farin að halla sér sérlega mikið að flöskunni og hætti nýverið við tónleikaferð sína eftir að hafa verið of drukkin til að syngja á tón- leikum í Serbíu. Ófáar myndir eru til af henni að fá sér sopa á tónleikum og segja má að á kaldhæðn- islegan hátt hafi seinna nafn söngkonunnar, Winehouse, átt vel við hana. Það má draga í efa að Amy hafi alltaf sýnt fjöl- miðlum og aðdáendum sitt rétta andlit. Þó glittir augljóslega í vanlíðan hennar eftir sambandsslitin við Fielder-Civil á plötunni Back to Black. Platan er eiginlega einn allsherjar svanasöngur til Amy Winehouse, litli söngfuglinn með stóru röddina, syngur ekki meir. Ótímabær dauðdagi hennar þykir sjónarsviptir fyrir breska tónlistarheiminn. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Söng- fuglinn kveður A lmannagjá á Þingvöllum var lokað fyrir bílaumferð þann 1. nóvember 1967. Málið hafði þá verið í deiglu um nokk- urt skeið en sumum þótti goðgá að akvegur lægi um helg- asta reit þjóðgarðsins. „Friða þarf hinn forna þingstað mun betur en gert er,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í nóv- ember 1966. Lýsti hann því þar yfir að bílvegur um Almannagjá væri líkastur því sem Grikkir hefðu akveg um Akropolis. „Þetta eru hrein helgispjöll og ótrúlegt að þetta skuli hafa haldist. Þessu til viðbótar kemur, að allir sem kunnugir eru á Þingvöllum sjá að það er bein lífs- hætta að fara um veginn sérstaklega í stórum bílum, er jörðin skelfur undir en klettar hanga yfir.“ Núverandi Þingvallavegur sem liggur norður fyrir Almannagjá, hvar komið er niður á Vellina þar sem þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins stendur nú, var lagður árið 1966. Það var hins vegar ekki fyrr en á haustdögum árið eftir sem frágangi við þann veg var að fullu lokið og fyrst þá gat þjóðgarðsvörðurinn Eiríkur J. Eiríksson lokað gjánni með keðjum sem strengdar voru fyrir, sín á hvorum enda hennar.Lokað Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður lokar veginum um Almannagjá í nóvemberbyrjun 1967. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 2. nóvember 1967 Akvegurinn um Akropolis Frægð og furður Amy var töffari og reyndi ekkert að fela sig þó hún liti ekki sem best út. Hér yfirgefur hún Snaresbrook Crown Court í London árið 2008 eftir að hafa verið viðstödd yfirheyrslur yfir sínum fyrrverandi Blake Fielder-Civil. Reuters Einhverjum fannst vel við hæfi að skilja eftir tómar vínflöskur til minningar um Amy Winehouse. Amy blessuninni fannst sopinn góður og hallaði sér undir lokin óþarflega mikið að flöskunni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.