SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 19
31. júlí 2011 19
F
fyrsta þjóðhátíðin þar sem fjölskyldan tjaldaði hvítu tjaldi var árið 1970,“
segir Kristjana Þórey Ólafsdóttir. „Ég man eftir þeim á Breiðabakka eftir
eldgosið, þá var ekki hægt að halda þjóðhátíðina í dalnum. Einstaka
sinnum höfum við ekki verið með tjald, en þá hef ég líka komið í dalinn
og fundist ég hvergi eiga heima.“
Eyjamenn sem talað er við eru sammála um að einna mest sé sungið í tjaldi
Kristjönu og fjölskyldu hennar. „Það er mikið sungið,“ segir hún og hlær. „Við er-
um líka með flotta gítarleikara sem skiptir máli þegar fólk er ekki tilbúið að syngja
í hvaða tóntegund sem er. Sum lögin eru samin í strákaröddum og við erum ekki
alltaf til í það stelpurnar. Og við erum frekari! Svo erum við raddfíklar, syngjum
bakraddir og milliraddir í öllum lögum, og það er lítið um billegar útsetningar.“
Syngjum bara í myrkrinu
Þegar spurt er út í lagavalið dæsir hún, enda ófá lög sungin þessa helgi. „Við þró-
uðum okkar eigin söngbók, vorum orðin leið á að syngja alltaf sömu gömlu lögin,
Gamla Jón og hvað þetta heitir. Eftir að við unglingarnir komumst til áhrifa bættist
eitt og eitt lag í sarpinn og nú tökum við saman söngbók fyrir hverja hátíð með
lögum sem skemmtilegast er að radda. Þar er sett inn nýja þjóðhátíðarlagið og sitt
lítið af hverju.“
Og auðvitað er hugsað um innréttingar. „Þetta hefur þróast með tímanum,“
segir Kristjana. „Fyrst vorum við með borð, bekk og stóla, og einn skenk til að
leggja frá sér kökurnar og hóstasaftið. En svo er fólk farið að punta aðeins meira
hjá sér, setja upp smámyndir og fá sér dúk og efni fyrir skenkinn í stíl. Það má
segja að allt sé ósköp gamaldags, en samt nýtískulegt og kósí. Og það má ekki vera
of mikið af þægindum í tjaldinu. Við höfum til dæmis ekki vatn eða rafmagn og
þegar batteríið er búið á luktinni, þá syngjum við bara í myrkrinu. Yfirleitt er
tjaldið þéttsetið, færri komast að en vilja, og þeir sem vilja bara spjalla eru vinsam-
legast beðnir að fara út. Í rigningu er alltaf fullt af fólki, en þegar sólin skín þarf
stundum að hinkra örlítið eftir passlegum kór.“
Margt er eftirminnilegt úr tjaldinu. „Í vondu veðri tekur strengurinn í dalnum
svakalega í tjöldin,“ segir Kristjana. „Eitt árið kom svakahvellur og fauk þvílíkt af
tjöldum, sem hurfu út í buskann. Þá fórum við í tjaldið, lögðum stól og bekki á
hælana, og sátum bara sem fastast. Ég held það hefði annars farið – ég hélt alltaf
það færi í næstu hviðu!“
Það segir sitt um hversu söngbækurnar eru eftirsóttar að þær áttu það til að
hverfa þegar leið á hátíðina. „Við gátum ekki fylgst með öllum og settum því
teygjur í þær, sem voru bundnar í súluna. Ef einhvern vantaði bók, þá varð hann
að vera með hana strekkta. En það var einn og einn sem klippti á teygjuna, þannig
að söngbókin er held ég helv … góð!“
Allir sætir og fínir á föstudeginum
Á föstudögum segir Kristjana að í hverju tjaldi séu veitingar sem jafnist á við meðal
fermingarveislu, hver fjölskylda komi með rjómatertur, salöt, skinkusnúða og alls
kyns bakkelsi. „Yfirleitt er það flottast fyrsta daginn,“ segir hún. „Þá koma allir
fínir og sætir í dalinn og þar sem þetta er föstudagurinn, þá er lystin góð.“
Hún hlær.
„Þetta er það sem ég hlakka mest til á hverju ári, að setjast með fólkinu mínu og
syngja. Þetta er eitt það besta í mínu lífi.“
Gamaldags en samt
nýtískulegt og kósí
Birgir Freyr, Lalli og Sigurrós spila á gítar. Tónlistin er hjartað í tjaldinu.
Helga, Anna Lilja og Jói með textagleraugun góðu. Alltaf er einn nýr texti sem enginn
kann og getur ekki sungið með nema horfa beint á hausinn á hinum.
Kristjana Þórey Ólafsdóttir
Það var rigning við upphaf
þjóðhátíðar á föstudag,
en milt veður og mögnuð
stemmning í uppsiglingu í
tjaldþorpinu.
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson