SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 33
31. júlí 2011 33
greind sem samfélagsforvörn. Eftir að hafa verið innan stjórnkerf-
isins í átta ár er ég sannfærður um að ávallt er hægt að gera betur.
Þess vegna er erfitt að vita af yfirlýsingunni sem var samþykkt án
þess að markvisst væri unnið meðhana. Við erum að vinna sam-
kvæmt sömu eða svipuðum markmiðum og við höfum lengi verið
að vinna og þokumst lítt nær þeim. Eftir stendur þversögnin um að
örorka af völdum geðraskana aukist á sama tíma og úrræðum fjölgi
og lyfjanotkun aukist.“
Til hvers að gera samþykktir
„Að mínu viti væri staðan betri ef unnið væri samkvæmt heild-
arsýn í þessum málum líkt og þeirri sem birtist í sáttmálanum.
Hugmyndafræðin á bak við það var mjög víðtæk og náði til ólíkra
þátta á borð við hlutverk heilsugæslunnar, þörf fyrir hæft starfs-
fólk, fjárþörf og fordóma. Eins og komið hefur fram að undanförnu
er það upplifun fjölmargra sem starfa í grasrótarstarfinu að ekkert
hafi breyst. Því miður er það þannig aðgerðir eru of margar og of
flóknar. Áætlanir eru gerðar
á mismunandi stöðum innan stjórnkerfisins og án tenginga við
fjárveitingar. Afleiðingin er ósamræmi, of hátt flækjustig í litlu
landi og skortur á eftirfylgni og framkvæmdum. Almennt má þó
segja að stefnumarkandi skjalið Ísland 2020 veki vonir.“
Skýr markmið
Héðinn segir að þörf sé á stefnu, markmiðssetningu og aðgerðalista.
„Þá er grunnlína dregin um stöðuna sem er uppi og ákveðið hvert
skal stefnt og hvaða leiðir á að fara. Setja þarf hlutlæg markmið sem
hægt er að mæla hvernig tekst að ná. Ef þessi atriði liggja skýrt fyrir
næst árangur í stefnumótun. Fjármagn til aðgerða er náttúrlega for-
sendan fyrir aðgerðum í þessu eins og
öðru. Hér gildir að gera minna en gera
það vel. Við höfum of oft sett okkur
markmið í viðtengingarhætti sem miða
að því gera bót á hinu og þessu en aldrei
er farið eftir því. Alltof mörg teymi eru
aðvinna að sama markmiðinu og hlut-
verk þeirra skarast.“
Þverfagleg markmið
Þegar Héðinn vann innan heilbrigð-
isráðuneytisins átti hann frumkvæði að
því að kalla saman 13 manna þverfag-
legt, óformlegt geðráð. Afrakstur þeirr-
ar vinnu var sjö grundvallarmarkmið
sem byggjast á Helsinki-sáttmálanum og geðheilbrigðissamningi
ESB en með íslenskumáherslum. Þau eru:
1. Efling geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar.
2. Efling geðræktar og vitund um mikilvægi góðrar geðheilsu
3. Aðlögun sérhæfðrar geðþjónustu innan stofnana að samfélags-
nálgun
4. Vinna á fordómum, mismunun og félagslegri einangrun
5. Bataferli og valdefling (varðarréttindi og þjónustu til sjúklinga)
6. Bæta geðheilbrigði jaðarhópa og viðkvæmra lífsskeiða (t.d. fang-
ar og innflytjendur)
7. Trygging fjárveitinga á grundvelli viðurkenndra þarfa
Ef markmiðunum ásamt undirmarkmiðum yrði markvisst fylgt
eftir vill Héðinn meina að hægt væri aðsnúa þróuninni við. „Geð-
heilbrigðisþjónustan snýst of mikið um að bregðast við vanda-
málum en hægt væri að stýra vandanum mun betur og þar af leið-
andi draga úr honum ef heildarsýnin væri skýrari og samvinnan
meiri.“
H
éðinn Unnsteinsson er sérfræðingur á sviði stefnumót-
unar með sérhæfingu í geðheilbrigðismálum. Hann hef-
ur tekið virkan þátt í vinnu innan málaflokksins bæði
hér heima, þar sem hann átti frumkvæði að Geðrækt-
arverkefninu og hafði umsjón með framkvæmd þess, en einnig er-
lendis sem sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO-
EURO). Þar tók hann m.a. þátt í að skapa Helsinki-sáttmálann sem
íslensk stjórnvöld skrifuðu undir á ráðstefnu árið 2005. Héðinn segir
sáttmálann skiptast í tvo hluta; yfirlýsingu og aðgerðaráætlun sem
53 ríki skrifuðu undir. „Hugmyndin við gerð sáttmálans var sú að
notendur, aðstandendur kæmu auk geðheilbrigðisyfirvalda og
fræðimanna að gerð skjals þar sem grundvallarhugmyndir og
áherslur í geðheilbrigðismálum fengjust viðurkenndar. Úr því urðu
tólf grundvallaratriði sem voru hryggjarstykki beggja skjalanna. Að-
ildarlöndum WHO-EURO var uppálagt að hafa þau til hliðsjónar er
kæmi að mótun stefnu geðheilbrigðismála. Jón Kristjánsson, þáver-
andi heilbrigðisráðherra, skrifaði undir sáttmálann og aðgerðaráætl-
unina. Sáttmálinn er ekki lagalega bindandi og því er ekkert sem
skyldar ríkin til að fara eftir honum. Það næsta sem gerðist var að
þessi plögg voru þýdd, síðan þá hefur því miður engin formleg vinna
farið í að fylgja áætluninni eftir.“
Væri geðráð lausnin?
Eftir stendur að enginn ber ábyrgð á því að fylgja þessum 12
áherslum Helsinki-sáttmálans eftir út í kerfið. Hugmyndir Héðins
ganga út á að sett væri á laggirnar geðráð sem hefði yfirsýn yfir
þennan stóra málaflokk. Þannig væri hægt að fylgjast með því
hvort ólík mál sköruðust og ábyrg heildarsýn fengist á geðheil-
brigðismál. „Fyrir þessu eru fyrirmyndir t.d. í Kanada, Ástralíu og
á Nýja-Sjálandi. Þetta myndi tryggja að allir limirnir dönsuðu eftir
sama höfði. Landlæknisembættið, Lýðheilsustöð, Heilsugæslan og
stofnanir á borð við spítala eru öll að vinna í þessum málum en að
mínu viti vantar yfirsýn sem gæti sparað háar fjárhæðir. Í þessum
eins og öðrum málaflokkum háir aðskilnaður á milli málaflokka og
kerfa okkur þar sem engin heildarstefna er til staðar. Á sínum tíma
voru miklar vonir bundnar við Helsinki-sáttmálann og bæði skjöl-
in eru að flestra dómi mjög góð.
Eftir að hafa unnið að geðrækt-arverkefninu sem var samstarf
opinberra aðila og einkaaðila, framkvæmt undir merkjum frjálsra
félagasamtaka hér um árið veit ég að hægt er að fá fólk úr ólík-um
geirum til að vinna saman á þennan hátt. Eins og staðan er núna
vinnur þetta fólk ekki nægilega vel saman.“
Straumhvörf
„Á árunum 2005-2006 voru þó stigin stór skref í málefnum geðfatl-
aðra. Það var gert þegar 1 milljarður var tekinn af því fé sem fékkst
fyrir sölu Símans og á móti komu 500 milljónir úr framkvæmdasjóði
fatlaðra. Þessir peningar voru settir í Straumhvarfa-verkefnið sem
miðaði að því að koma fólki út af stofnunum og í studda búsetu. Að-
gerðin var algerlega að frumkvæði Árna Magnússonar, þáverandi fé-
lagsmálaráðherra, og Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra.
Samkvæmt stefnu í málefnum geðfatlaðra hefði í raun átt að fylgja
þessu betur eftir með því að efla jafnframt virkni, endurhæfingu og
menntun. En það að koma 136 ein-
staklingum að nýju út í samfélagið var
mikill áfangi.
Ekki hefur verið unnið frekar að mál-
inu og nú bíða 17 einstaklingar inni á
Kleppi eftir búsetuúrræðum þar sem
frekari fjárveitingar hafa ekki fengist til
að fylgja þessu eftir. Á sama tíma fluttist
málaflokkurinn yfir til sveitarfélaganna
sem er jákvætt en flækti málið.“
Þörfin eykst
Héðinn hefur, eins og þeir sem hefur
verið áður rætt við í greinflokknum,
miklar áhyggjur af þeim farvegi sem
málaflokkurinn er í. Ekki síst vegna þess hvernig útlitið er í at-
vinnumálum. „Í ljósi efnahagsástandsins og atvinnuleysis og þegar
höfð er hliðsjón af finnsku reynslunni er alveg ljóst að ungu fólki
sem á við geðraskanir að glíma mun fjölga.
Eftir því sem líður á kreppuna bendir allt til að fólk sem er á jaðr-
inum nú muni margt fá einhverskonar greiningu og jafnvel enda á
örorku af völdum vanvirkni. Finnar sáu t.d. tvöföldun í örorku af
völdum geðraskana hjá ungmennum nokkrum árum eftir að
kreppunni þar lauk.“
Við erum alltaf að slökkva elda
Héðinn er sammála því að atvinnuuppbygging ætti að vera í for-
gangi hjá yfirvöldum. Samt sem áður segir hann að stefna sem
miðar að því að vinna fram í tímann ekki síður en að bregðast við
þeim vandamálum sem hrjá okkur nú sé nauðsynleg. „Við þurfum
að sinna heilsueflingu og forvörnum ekki síður en meðferð og end-
urhæfingu. Atvinnuuppbygging gæti í þessum skilningi verið skil-
Vantar yfirsýn í
málaflokk geðheilbrigðis
Héðinn Unnsteinsson hefur unnið innan málaflokksins. Hann átti hug-
myndina að geðorðunum 10 og frumkvæðið að Geðræktarverkefninu.
Þá starfaði Héðinn sem sérfræðingur í stefnumótun geðheilbrigð-
ismála hjá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
’
Landlæknisembættið, Lýð-
heilsustöð, Heilsugæslan og
stofnanir á borð við spítala
eru öll að vinna í þessum málum
en að mínu viti vantar yfirsýn
sem gæti sparað háar fjárhæðir. Í
þessum eins og öðrum málaflokk-
um háir aðskilnaður á milli mála-
flokka og kerfa okkur þar sem
engin heildarstefna er.
Morgunblaðið/Kristinn
Síðastliðinn áratug hefur orðið
vakning í jákvæðri sálfræði. Ný-
lega var stofnað Félag um já-
kvæða sálfræði. Hrefna Guð-
mundsdóttir félagssálfræðingur,
formaður þess, segir ekki síður
mikilvægt að skoða heilbrigði en
óheilbrigði. „Jákvæð sálfræði lítur
á mannlega styrkleika sem ættu
að hjálpa okkur að nýta kosti til
að takast á við veikleika. Hingað
til hefur áherslan að miklu leyti
verið lögð á lyf og segja má að
ákveðið úrræðaleysi hafi ríkt. Það
er því góð viðbót að skoða hvað
einkennir líf þeirra sem eru ham-
ingjusamir eða farsælir og hvað
skapar vellíðan. Rannsóknir hafa
verið gerðar á samfélögum þar
sem hamingja mælist vel. Nið-
urstöðurnar benda til þess að lýð-
ræði, gagnsæi, aðgengi að upplýs-
ingum og menntun ásamt jafnrétti
séu stærstu áhrifaþættir í ham-
ingju þjóða. Grundvallarþarfir hafa
vissulega mikið að segja en um-
fram það skipta þættir á borð við
félagsleg tengsl og virkni mestu
máli. Hér á Íslandi eru þessi
tengsl yfirleitt góð sem skýrir
góða útkomu okkar í rann-
sóknum.“
Jákvæð
sálfræði