SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 45
31. júlí 2011 45
Verið
velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
SUNNUDAGINN 31. júlí kl. 14
FJÖLSKYLDUSMIÐJAN Mamma könguló, unnið verður út frá
myndheimi Louise Burgeois.
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og
Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011
SAFNBÚÐ
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Eitthvað í þá áttina,
sýning um kortagerð, skrásetningu
og staðsetningu. Síðasta
sýningarhelgi 13. og 14. ágúst.
Sýningarstjórar eru með leiðsögn
sunnudaginn 14. ágúst kl. 15:00
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Húsasafn Þjóðminjasafnsins:
Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00
Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Pétur Thomsen: Ásfjall
Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Stoppað í fat – Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
Myndin af Þingvöllum
Sýningarstjóri:
Einar Garibaldi Eiríksson
Fjölbreytt verk frá 1782-2011,
yfir 50 höfundar
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Hugvit
Einar Þorsteinn Ásgeirsson
stendur til 14. ágúst
Verk úr safneign
stendur til 25. september
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
15. maí – 15. sept.
Sumarsýningin
Fundað í Fjölni
Fjölbreyttar sýningar í báðum
söfnum
Opið alla daga kl. 11-18
www.husid.com
Sími 483 1504
Ljósmyndasýningin HÚN,
17. júlí - 20. ágúst.
Rómantískar handgerðar
nektarmyndir eftir Jónu
Þorvaldsdóttur listljósmyndara.
OPIÐ: virka daga kl. 11 - 18,
laugardaga kl. 11 - 16,
sunnudaga kl. 13 - 16
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.gallerigersemi.is
Sími 552 6060
Borgarnesi
Lesbók
Straumar og stefnur í hamfararann-
sóknum, fræðibækur í opinberri stjórn-
sýslu og sveitarstjórnarmál hafa verið efst á
baugi á liðnum árum og því er „verð að
lesa“-listinn minn langur. Kvenhöfundar
eru þema sumarfrísins 2011 og sótti ég efni
bæði í bókasafn VSÓ Ráðgjafar og hillur
Önnu Ólafar vinkonu minnar. Fyrst las ég
Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur, átak-
anlega frásögn sterkrar íslenskrar konu
sem barðist við geðsjúkdóm. Kajsa Ingem-
arsson er vinsæll sænskur höfundur og las
ég bæði Sítrónur og saffran og Allt á floti
og læt þær tvær duga. Borða biðja elska
eftir Elizabeth Gilbert hef ég lengi ætlað að
lesa og fékk hún mig til að hugsa um gang
lífsins og mikilvægi þess að lifa lífinu lif-
andi.
Það voru þó bækurnar hennar Kristínar
Mörju Baldursdóttur um sögu Karitasar,
Karitas án titils og Óreiða á striga, sem
höfðu mest áhrif á mig. Sagan spannar ævi
Karitasar frá seinni hluta nítjándu aldar og
fram á miðja tuttugustu. Amma mín Herdís
var jafnaldra hennar og þar sem ég hef
verið að skoða ævi ömmu minnar voru
áhrifin örugglega meiri.
Áratugum saman var Karitas í fjarbúð
með fallega skipstjóranum sem hún hitti í
síldinni á Siglufirði og eignaðist með hon-
um börn, sem hún var þó ekki mikið fyrir.
Lýsingar á viðbrögðum við sjálfstæðisbar-
áttu kvenna voru margar og oft grát-
broslegar og er óhætt að þakka formæðr-
unum baráttuna. En ég hugsaði oft hvað
enn er langt í land í þeim efnum.
Þessi saga er um lífsbaráttu íslenskrar al-
þýðu og örlög einrænnar listakonu sem fór
sínar eigin leiðir í listsköpun sinni hér
heima og erlendis. Karitas var litin horn-
auga hér heima fyrir að falla ekki inn í
normið eins og margar aðrar listakonur
sem skáru sig úr á þessum tíma og hlutu
ekki viðurkenningu í lifandi lífi. Ég held að
það sé Karitas í okkur öllum.
Lesarinn Herdís Sigurjónsdóttir umhverfis- og auðlindafræðingur
Það er Karitas
í okkur öllum
Kristín Marja Baldursdóttir er höfundur verk-
anna Karitas án titils og Óreiða á striga.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Ramadan-há-
tíðin hefst ell-
efu dögum
fyrr í ár en í
fyrra og það er
1. ágúst. Á
næsta ári mun
hún síðan
hefjast ellefu
dögum fyrr en
í ár. Þetta er
níundi mán-
uðurinn á
dagatali múslima og á meðan
hátíðinni stendur borða sannir
múslimar ekkert á meðan sólin
er á lofti. Ramadan-hátíðin
kennir múslimum þolinmæði
og auðmýkt gagnvart guði sín-
um. Það var á Ramadan sem
Allah gaf spámanninum Mú-
hammeð fyrstu vers Kóranins.
Það er því óvenjumikið lesið í
kóraninum. Hann selst því eins
og heitar lummur út um allan
hinn múslimska heim um
þessar mundir. Hér eru nokkr-
ar myndir frá fjölmennasta
múslimalandi í heimi: Indó-
nesíu.
Kóraninn
selst eins
og heitar
lummur
Hér er kona að
telja nýprentuð
eintök af Kór-
aninum.
Starfsmaður hjá prentsmiðju ber
út eintök af Kóraninum, en hún er
staðsett nálægt Sunan Ampel
moskunni í Surabaya.
Reuters
Hér er maður í prentsmiðjunni að
skoða pappírinn í upplagi af Kór-
aninum í Surabaya í Indónesíu.
Samkvæmt eiganda prentsmiðj-
unnar, Suyanto, þá tvöfaldast
vanalega eftirspurnin eftir Kór-
aninum þegar nálgast hátíðina og
þeir prenta 20 þúsund eintök í
staðinn fyrir 10 þúsund vanalega.