SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 47
31. júlí 2011 47 L andsmenn allir, vinir og gestir Þjóðminjasafns Íslands eru safninu mikilvæg hvatning til góðra verka. Samvinna stuðlar að framförum í safnastarfi. Samstarf Þjóðminjasafnsins við vinafélag þess Minjar og sögu er safninu afar mikils- vert. Þar geta allir orðið félagsmenn og tekið þátt í starfsemi þess. Markmið þess er að styrkja starfsemi Þjóðminjasafnsins á ýmsan hátt og auka skilning á nauðsyn þess að vel sé búið að helsta menningar- sögulega safni þjóðarinnar. Fulltrúar atvinnulífsins hafa einnig stutt Þjóðminjasafnið veglega, einkum þegar unnið var að undirbúningi enduropnunar þess árið 2004. Þá eru ýmsir minningarsjóðir ómetanlegir fyrir Þjóðminjasafnið. Í vörslu þess eru nú fjórir sjóðir, sem stofnaðir hafa verið til minningar um velgjörðarmenn safnsins sem arfleitt hafa það að fjármunum til skil- greindra og verðugra verka. Minningarsjóður Philips Verall er þeirra nýjastur og sá stærsti í vörslu safnsins. Hinir sjóðirnir eru minningarsjóðir Ásu Guðmunds- dóttur Wright, Ingibjargar G. Johnson og Helga S. Gunnlaugssonar. Til minningar um endurskoðandann Philip Verrall fæddist árið 1929 í Bretlandi. Hann starf- aði lengst af sem endurskoðandi. Verrall var hæglátur maður og er sagður hafa verið afar nákvæmur og vand- aður í sínum störfum. Hann mun hafa tekið ástfóstri við Ísland og sögu þess. Sérstaklega var hann velvilj- aður Þjóðminjasafni Íslands. Í heimsóknum sínum til landsins kom hann ávallt þar við og síðast þegar safnið hafði nýlega verið opnað eftir hinar viðamiklu end- urbætur. Minningarsjóður í hans nafni var stofnaður árið 2007. Meginhlutverk hans er að styrkja og kosta ýmis verkefni, einkum á sviði miðlunar. Haft er að leiðarljósi að gestir safnsins njóti þar velvilja Philips Verrall. Með tilkomu sjóðsins hefur reynst unnt að standa fyrir metnaðarfullu útgáfustarfi ásamt vönd- uðum sýningum. Sjóðurinn styrkti meðal annars gerð sýningarinnar Með silfurbjarta nál - spor miðalda í ís- lenskum myndsaumi þar sem voru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Einnig styrkti sjóðurinn gerð sýningarinnar Yfir hafið og heim - Íslenskir munir frá Svíþjóð þar sem sýndir voru átta hundruð gripir sem afhentir voru Þjóðminjasafninu frá Svíþjóð árið 2007. Þá hefur sjóðurinn stutt safnið til kaupa á mikilvægum búnaði, svo sem hita- og raka- stýrðum sýningarskápum sem munu nýtast í framtíð- arsýningum safnsins. Sýningarbúnaðurinn var fyrst notaður á sýningunni Endurfundir - Fornleifarann- sóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005 sem þar til nýlega stóð yfir í Myndasal safnsins. Búnaðurinn veitir nú fögrum útskornum drykkjarhornum örugga og smekklega umgjörð á sýningunni Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin, íslensk horn sem stendur yfir í Bogasal safnsins. Minningarsjóður Philips Verrall hefur einnig gert safninu kleift að eignast vandaðan flygil sem mun skapa möguleika fyrir tónlistarflutning í safninu. Það mun án efa auka ánægju safngesta við opnun sýninga og annarra menningarviðburða. Gaf safninu eigur sínar Annar velgjörðarmaður Þjóðminjasafns Íslands var Ása Guðmundsdóttir Wright sem lést árið 1971. Hún arf- leiddi Þjóðminjasafnið að hluta búslóðar sinnar ásamt veglegri fjárupphæð. Minningarsjóði í hennar nafni er ætlað að standa straum af heimsóknum erlendra fræði- manna til landsins til að flytja fyrirlestra á vegum safnsins um norræna menningu. Fyrirlestrar sjóðsins hafa verið gefnir út í sérstakri ritröð. Dómsdagur til sýnis Ingibjörg Guðjónsdóttir Johnsen ánafnaði Þjóðminja- safninu hluta eigna sinna og stofnaði safnið sjóð til minningar um hana í framhaldi af því árið 2001. Til- gangur sjóðsins er að styrkja forvörslu og varðveislu safngripa. Frá því að sjóðurinn var stofnaður hefur hann meðal annars lagt fjármagn til forvörslu á altaris- brík frá Grund í Eyjafirði og forvörslu á útskornum fjölum frá Bjarnastaðahlíð. Það gerði safninu mögulegt að sýna hinar einstöku fjalir á sýningunni Á efsta degi – Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum en um er að ræða einhverjar merkustu þjóðminjar Íslands. Fjalirnar munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns Helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal. Helgi S. Gunnlaugsson ánafnaði Þjóðminjasafni Íslands hluta eigna sinna og var stofnaður minningarsjóður í hans nafni eftir andlát hans árið 1997. Tilgangur sjóðs- ins er að styrkja forvörslu safngripa Þjóðminjasafns Ís- lands og lagði sjóðurinn meðal annars fé til forvörslu á altarisbrík úr kirkjunni í Ögri við Ísafjarðardjúp sem talin er flæmskt verk frá því um 1500. Þá er í vörslu safnsins arfur eftir Hjálmar R. Bárð- arson, skipaverkfræðing og ljósmyndara, sem lést í Reykjavík árið 2009. Hjálmar var einn af kunnustu ljósmyndurum Íslendinga. Hann ánafnaði Ljós- myndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu allt myndasafn sitt og fjármagn með. Það mun tryggja varðveislu og miðlun á hinum merka menningararfi sem fólginn er í ljósmyndum hans. Í október næstkomandi verður opn- uð sýning á verkum hans í Myndasal Þjóðminjasafns- ins. Þjóðminjasafn Íslands og önnur minjasöfn á Íslandi varðveita íslenskan menningararf, rannsaka og miðla honum. Söfnum er einnig ætlað að vera staðir þar sem gestir finna sig heima og njóta líðandi stundar. Vel- gjörðarmenn sem hafa stutt söfnin eiga mikinn heiður skilið. Safngestir og þjóðin öll njóta framlags þeirra. Þessi fjöl er hluti af hinni frægu býsönsku dómsdagsmynd sem ku hafa prýtt dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal. Velgjörðarmenn safnanna Minningarsjóðir eru mikilvægir til að styrkja sýningar þar- sem almenningur getur notið listaverka fyrri alda. Á bakvið uppgang safns einsog Þjóðminjasafnsins er ekki að- eins stuðningur frá ríki og þjóð heldur hafa einstaklingar greitt veg þess með ýmiskonar stuðn- ingi. Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is ’ Hjálmar ánafnaði Ljósmynda- safni Íslands í Þjóðminjasafn- inu allt myndasafn sitt og fjár- magn með. Það mun tryggja varðveislu og miðlun á hinum merka menningararfi sem fólginn er í ljós- myndum hans. Í október næstkom- andi verður opnuð sýning á verkum hans í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Hvað er sælla en sumarangan silfruð á víðar grundir geislar sólar grösug flá sprækir klárar klappið hófa kliðmjúk strá fornar slóðir fjörusandar firðin blá. Sigrún Haraldsdóttir Sumardagar á Þingeyrum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.