SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 31
31. júlí 2011 31 L árus Mickael Knudsen Daníelsson, oftast kallaður Lalli, fæddist 14. október árið 1977 í Reykjavík en hefur alla sína tíð búið á Ísafirði. Móðir hans, Lára Margrét Lárusdóttir, er ættuð úr Reykjavík en fluttist til Ísafjarðar þar sem hún kynntist föðurnum Daníel Stefánssyni. Ekki er hægt að segja annað en Lárus hafi verið afkastamikill á íþróttaferli sínum. Hann æfði körfubolta með Körfuboltafélagi Ísafjarðar, KFÍ, og handbolta með Herði frá 16 ára aldri til tvítugs. Þá tóku við hnefaleikar, en Lárus byrjaði að æfa hnefaleika árið 2004. Eftir aðeins þriggja ára þjálfun varð hann Íslandsmeistari í hnefaleikum á fyrsta Íslandsmeistaramóti eftir að hálfrar aldar bannivið hnefaleikum var aflétt. Síðan þá hefur Lárus orðið Íslands- meistari tvisvar, árin 2008 og 2009, ásamt því að bera sigur af hólmi í Þrekmeistaranum. Þá hefur Lárus skapað sér orðspor sem Mýrarboltameistari en Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða, lið Lárusar, hafa tvívegis orðið Evrópumeistarar í Mýrarbolta, árin 2009 og 2010, og stefna á að verja þann titil í ár. Lárus kvæntist Auði Guðjónsdóttir árið 2009 og eiga þau þrjú börn saman, þau Láru Margréti, Diljá Ögn og Michael Benjamín og það fjórða er væntanlegt í ágúst. Skírnarmynd af Lárusi með foreldrunum sínum í desember 1977, en móðir hans Lára Mar- grét heldur á honum undir skírn. Mýrarboltamót 2010, þar sem Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða urðu Evrópumeistarar í annað sinn. Tveggja ára bundinn fyrir fram- an hús, þar sem hann átti það til að stinga af á móti gamla pósthúsinu og í Aðalstræti. Á brúðkaupsdaginn 18. júlí 2009 í Arnardal. Michael, Lára og Diljá börnin mín og Auður konan mín Mæðinni kastað í Mýrarboltanum 2010 milli leikja. Lalli mýrar- kýlir Myndaalbúmið Lárus Mickael Knudsen Daní- elsson, hnefaleika- og mýr- arboltameistari flettir albúminu. Lárus stillir sér upp með dóttur sinni Diljá, tæp- lega eins árs gamalli. Feðgastund með Michael, 2 mánaða gömlum, þar sem erhann baðaður. Einbeitingin og snerpan í hámarki á box æfingu. Lárus þvær sérhátt og lágt í fiskikör- um eftir sleip- an mýr- arbolta. Lárus ásamt KK, fyrir- liða Aðskilnaðarfélags- ins, í pulsuáti og stang- veiði í steggjun 2009 fyrir stóra daginn. Fyrsta Íslandsmeistaramót í hnefaleikum í yfir 50 ár eftir að banni í hnefaleik var aflétt, þar sem Lárus sigraði í 91 kg flokki. Á ferminardegi frumburð- arins, Láru Margrétar, 2009 á Árnanesi á Vestfjörðum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.