SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Qupperneq 2
2 9. október 2011
Við mælum með
12.-16. október.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwa-
ves fer fram í Reykjavík. Meðal
þeirra sem koma fram eru Jó-
hann Jóhannsson, Hjaltalín, Lay
Low, HAM, Reykjavík!, Árstíðir,
Jónas Sig og Ritvélar framtíð-
arinnar, Lára, Saktmóðigur,
Angist, Carpe Noctum, Náttfari
og Gímaldin og félagar og
skoska nýrokksveitin The Twi-
light Sad.
Morgunblaðið/Eggert
Iceland Airwaves
16 Með blik í auga
Karen Ingvarsson fæddist á Íslandi fyrir 88 árum. Hún gekk í dönsku
andspyrnuhreyfinguna í stríðinu og var heiðruð á Ólympíuleikum.
24 Dagbók frá veröld
sem var
Bandaríski herljósmyndarinn Emil Edgren var
iðinn við kolann á Íslandi á stríðsárunum.
Myndir hans eru komnar á bók.
30 Komin skrefinu
lengra
Söngkonan Lay Low sendir frá sér plötu með
lögum við ljóð íslenskra skáldkvenna. Hún
ræðir einnig um erfið veikindi.
33 Ferðalög og fjör
Magnús Kjartansson tónlistarmaður opnar
myndaalbúmið.
34 Grjótkrabbi og aðrar krásir
Matarhátíðin Krásir í Kjósinni verður haldin í fyrsta skipti í kvöld, laug-
ardagskvöld. Þar verða á borðum krásir frá býlum á svæðinu.
Lesbók
42 Viðamikil og glæsileg listasaga
Umsögn Einars Fals Ingólfssonar um nýútkomna Íslenska listasögu.
Hann segir verkið í raun skyldueign á hverju heimili.
44 Enginn sér í rauninni ána
Í bókinni Hvernig ég kynntist fiskunum rekur tékkneski rithöfundurinn
Ota Pavel æskuminningar sínar sem tengjast fiskveiðum í ám.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndin er af Björk Guðmundsdóttur
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
13
38
Augnablikið
Þ
að voru skrímsli innan um
gesti á opnun sýningar
Errós í Schirn-listasafn-
inu í Frankfurt á mið-
vikudag, sem sett var upp í
tengslum við þátttöku Íslands í
bókastefnunni í Frankfurt.
En það átti sér eðlilega skýringu,
því skrímslin var að finna í verkum
listamannsins, en þetta er í fyrsta
skipti sem skrímslasería Errós er
sýnd eins og hún leggur sig.
Gunnar Snorri Gunnarsson,
sendiherra Íslands í Þýskalandi,
opnaði sýninguna að viðstöddu
fjölmenni.
Á sýningunni eru einnig víð-
áttuverk og nokkrar bíómyndir,
auk þess sem gefin er út vegleg sýn-
ingarskrá. Sýning Gabríelu Frið-
riksdóttur hafði áður verið opnuð í
listasafninu, en þar eru handrit frá
Árnastofnun í öndvegi.
„Það var troðfullt á blaðamanna-
fundi um morguninn og gaman að
átta sig á því hversu stór og mikill
viðburður þetta er í menningarlíf-
inu ytra,“ sagði Soffía Karlsdóttir,
deildarstjóri markaðs- og kynning-
armála hjá Listasafni Íslands.
pebl@mbl.is
Harald Falckenberg og eiginkona hans Dr. Larissa Hilbig með Erró og Max Hollein. Harald á og rekur
stórt gallerí í Hamborg og á tugi verka eftir Erró.
Skrímsli á listsýningu
Arthúr Björgvin Bollason með ræðismanni Íslands í
Frankfurt, Helmut K. Holz og eiginkonu hans.
Erró og listamaðurinn og rithöfundurinn Jean-Jacques Lebel.
12. október.
Biophiliu-
tónleikar
Bjarkar í
Hörpu. Á tón-
leikunum mun Björk flytja lög af
væntanlegri plötu sinni, auk
laga sem fest hafa hana í sessi
sem listamann í gegnum árin.
Hópur af frábæru tónlistarfólki,
þ.á m. Graduale Nobili, tekur
þátt í flutningnum.
13. október.
Sinfón-
íuhljómsveitin
tekur í fyrsta
sinn þátt í Ice-
land
Airwaves. Á þrennum tón-
leikum hljóma verk eftir ung ís-
lensk tónskáld, auk þess sem
einn fremsti nútímatónlist-
arhópur Bandaríkjanna flytur
eitt af verkum Steves Reichs.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Elica háfar