SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 29
9. október 2011 29
Námsmenn í Aþenu hrópa slagorð gegn fyrirhuguðum aðgerðum og niðurskurði í menntamálum. Erfiðir tímar eru framundan á Grikklandi.
Mótmælendur í Aþenu settu í sumar mynd í gálga
af Georgios Papandreou forsætisráðherra þar sem
hann var málaður eins og trúður.
Ólguna á Grikklandi þessa dagana má ekki síst rekja til
þess að aðstoð Evrópusambandsins er bundin skilyrðum um
umbætur og niðurskurð. Opinbera þjónustu á að draga sam-
an um fimmtung og losa um höft á markaði til að örva hag-
vöxt.
Á Grikklandi er fjöldi starfa bundinn leyfi. „Kleista epagel-
mata“ heitir samfélag hinna lokuðu starfsgreina og félagar í
þeim hafa verið hvað atkvæðamestir í mótmælum í landinu,
enda eru forréttindi þeirra í húfi. Í þessum hópi eru lögfræð-
ingar, endurkoðendur, arkitektar, leigubílstjórar og vörubíl-
stjórar.
Í Grikklandi eru 33.500 flutningabílstjóraleyfi. Þau voru
veitt í upphafi áttunda áratugar tuttugustu aldar þegar her-
foringjastjórnin var við völd. Nýjum leyfum hefur ekki verið
bætt við þótt grískt efnahagslíf sé nú margfalt umfangsmeira en þá.
Vörubílstjóraleyfi eru því mjög eftirsótt á Grikklandi. Þau eru ávísun á áhyggjulaust ævikvöld eða geta
tryggt atvinnu kynslóð fram af kynslóð á tímum óöryggis á vinnumarkaði.
Gangverð leyfis til að keyra stóran flutningabíl var komið upp í 350 þúsund evrur. Nú virðast dagar
þessa fyrirkomulags vera taldir. Samkvæmt skuldaáætluninni, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hafa sett fram, á hver sem er að geta fengið leyfi til að keyra flutningabíl í síðasta lagi ár-
ið 2014. Leyfið til að keyra flutningabíl er nú komið niður í 12.000 til 15.000 evrur.
Mótmæli vörubílstjóra hafa verið kröftug. Þeir hafa nánast getað lamað flutninga í landinu. Herinn
hefur þurft að taka að sér bensínflutninga. Afleiðingarnar hafa blasað við umheiminum á myndum af
tómum hillum og örvingluðum ferðalöngum.
Reiði vörubílstjóranna