SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 47
9. október 2011 47 H aldið var námskeið í ljós- myndatækni, sem nefnist bromoil, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á dögunum. Kanadíski ljósmyndarinn David W. Lewis hélt námskeiðið en honum hafði verið boðið til landsins af ljósmynd- aranum Jónu Þorvaldsdóttur. Jóna lauk námi frá European Institute of Photog- raphy árið 2000 og hefur síðan þá haldið margar sýningar hér á landi og í mörg- um löndum Evrópu. Hún hefur sótt fjölda námskeiða erlendis til að tileinka sér gamaldags ljósmyndunaraðferðir, meðal annars bromoil-aðferðina. Ljósmynd sem listaverk „Ég hafði sótti námskeið hjá Lewis í Oregon fyrir 2 árum og gat talið hann á að koma hingað til Íslands og kenna þessa mjög svo einstöku ljósmyndaað- ferð sem alltof fáir vita af,“ segir Jóna. „Sjálf hef ég alltaf þurft að leita út fyrir landsteinana til að læra gamlar og spennandi ljósmyndunaraðferðir þar sem handbragðið skiptir miklu máli og hver og ein ljósmynd er einstök. Auk þess að vinna mínar ljósmyndir í bromoil þá reyni ég að ná fram listræn- um áhrifum með því að ljósmynda á stóra blaðfilmu (19 x 24 cm). Ég ber ljós- næma vökva eins og til dæmis platinum og palladium á hágæða bómullarpappír og framkalla í útfjólubláu ljósi. Ég að- hyllist svokallaðan „piktorialisma“, því ég hef mikið álit á verkum Edwards Steichens og Alfreds Stieglitz sem ásamt fleiri meðlimum hinnar svokölluðu „Photo Session“ börðust fyrir því að staða ljósmyndunar yrði í samræmi við fagrar listir en á sínum eigin forsendum. Mér finnst ég vera á sama stað núna og þeir á árunum 1880-1920 þegar þeir vildu greina sig frá iðnvæðingunni og litu á sig sem listamenn og unnu að því að gera stöðu ljósmyndunar að þeirri sömu og málverkið hafði. Mér finnst því vera mikill munur á ljósmynd sem unn- in er frá upphafi til enda í myrkra- herberginu og handunnin á hágæða fi- berpappír og ljósmynd sem prentuð er úr góðum bleksprautuprentara. Ástæðan fyrir því að stafræn tækni hentar mér ekki er sú að mér finnst handbragðið ekki skila sér á þann hátt sem ég vil. Möguleikarnir í stafrænu tækninni eru ekki takmarkaðri en einfaldlega öðru- vísi. Fyrir mér er ljósmyndun ástríða og það skiptir mig miklu máli að ljós- myndin sé einstök. Á sýningunni minni í Art Photos í Skipholti 5 er ég með ljós- myndir sem unnar eru í palladium og einnig silfurgelatin-ljósmyndir á gamlan hágæða fiber-pappír. Sumar myndanna eru tónaðar og handmálaðar með vatns- litum og bleki. Ég stefni auðvitað að því að sýna ljósmyndir á næstunni unnar með bromoil-aðferðinni en hún krefst mikillar vinnu og nákvæmni. Ég keypti eina bromoil-ljósmynd af David W. Lewis sem er núna til sýnis í Art photos. En á námskeiðinu voru auk mín 7 frá- bærar og hæfileikaríkar konur sem allar eru góðir ljósmyndarar. Þær náðu góð- um tökum á tækninni og höfum við nú þegar stofnað með okkur vinnusmiðju þar sem við munum koma saman reglu- lega og vinna bromoil-myndir og stefnum að því að fá David hingað að ári liðnu til þess að kenna okkur enn meiri tækni í bromoil,“ segir Jóna. Bromoil-ljósmyndaaðferðin var fund- in upp árið 1907 og var ein af sjaldgæf- um aðferðum, svokölluðum „pigment processes“. Bromoil-ljósmynd er upp- haflega silfurgelatin-ljósmynd unnin á sérstakan ljósnæman fiber-pappír, sem lögð er í bleikivökva sem eyðir silf- urmyndinni og úr verður svokallað matrix. Því næst er myndin kölluð fram með litho-bleki sem borið er á matrix- inn með sérstökum bursta, borið á lag fyrir lag. Að ljósmynda Ísland David W. Lewis er þekktur lista- ljósmyndari frá Kanada og hefur einbeitt sér að bromoil-aðferðinni og telur það skyldu sína að miðla þessari einstöku ljósmyndatækni áfram svo aðferðin deyi ekki út. Hann hefur haldið fjöldann allan af námskeiðum og kennt víðsvegar um heiminn. Hann vinnur nú að því að ljós- mynda verkefni um gamlar myllur í Norður-Ameríku. Aðspurður hvort hann sé ekki á vitlausum stað að vera hér á Íslandi, því hér séu svo fáar myll- ur, segir hann námskeiðið vera að- almarkmið sitt með verunni hér. „Ég hef líka séð svo undurfagra staði eins og Djúpavík og Eyri við Ingólfsfjörð sem hefur verið virkilega gaman að ljós- mynda,“ segir Lewis. Hann segist alls ekki hafa hafnað stafrænu byltingunni heldur tvinna saman gamlar og nýjar aðferðir því hann útbýr stafrænar nega- tívur bæði út frá filmum sem skannaðar eru inn í tölvu eða út frá „hráfælum“. Stafræna filman er því kontakt-prentuð á fiber-pappírinn í myrkrarherberginu. Hann segist hafa haft mjög gaman af því að kenna þessum hópi hér á Íslandi. „Það er alveg merkilegt hvað Íslend- ingar eru alltaf tilbúnir að leggja mikið á sig til að hjálpa manni, það hefur verið sérstök ánægja fyrir mig og konuna mína að vera hérna,“ segir David. Endurnýjuðu yfir 100 ára gamla tækni Listaljósmyndun. David W. Lewis er hér lengst til vinstri að leiðbeina Jónu Þorvaldsdóttur sem fékk hann til Íslands til að leiðbeina þeim með sjaldgæfa ljósmyndatækni. Bromoil tæknin var fundin upp árið 1907. Það þarf natni til að búa til góða mynd. Ljósmyndun er bæði iðngrein og listgrein, þótt hún sé hérlendis frekar þekkt sem iðngrein. Námskeið var haldið hér á landi í ljósmyndtækni sem nefnist bromoil og mættu nokkrir listaljósmyndarar á þetta námskeið til að kynna sér tæknina. Texti: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.