SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 6
6 9. október 2011 Kofi A. Annan er fæddur 8. apríl 1938 í Gana. Hann er tvíburi og er mikil virðing borin fyrir því í menningu Gana. Annan er af aðalsætt en báðir afar hans og frændur voru ættarhöfðingjar. Á árunum 1954-1957 gekk Annan í heimavistarskóla fyrir meþódista og þar kvaðst hann hafa lært það „að þjáning einhvers staðar varðar fólk alls staðar“. Þessa setningu hefur hann lengi haft að leiðarljósi. Árið 1984 giftist hann núverandi eiginkonu sinni Nane Maria Lagergren, saman eiga þau eitt barn og af fyrra hjónabandi á Annan tvö börn. Annan lauk prófi í hagfræði árið 1961 og meistaragráðu í raunvísindum árið 1972. Annan var sjöundi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og gegndi því hlutverki frá 1. janúar 1997 til 31. des- ember 2006. Kofi Annan og Sameinuðu þjóðirnar fengu sameiginlega friðarverðlaun Nóbels árið 2001 fyrir framlag sitt í baráttunni gegn alnæmi. Annan hefur verið ötull talsmaður hvers kyns mannréttinda bæði á meðan hann sinnti starfi að- alritara og eins að því loknu. Hann berst fyrir breytt- um stefnumálum til að mæta þörfum hinna fátæku og þeirra sem minna mega sín og þá sérstaklega í Afríku. Eins hefur hann nýtt reynslu sína til að miðla málum og útkljá ýmiss konar ágreining. Þjáning einhvers staðar varðar fólk alls staðar Kofi Annan segir mikilvægt að byrja að byggja upp traust fyrir sameiginlega framtíð okkar. Morgunblaðið/Kristinn Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands var efnt til hátíðarmálþings föstudaginn 7. september í Háskólabíói þar sem Kofi Annan, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var heiðursgestur og fyrirlesari. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar var fundarstjóri málþingsins og sagði áður en Kofi Annan steig á svið að hann væri maður sem vart þyrfti að kynna. Kofi Annan brosti í kampinn þegar hann steig í pontu þar sem hann sagðist ekki endilega vera ein- staklingur sem ekki þyrfti að kynna. Hann sagði áhorf- endum sögu af því að þegar hann hætti hjá Sameinuðu þjóðunum ákvað hann að taka sér örlitla hvíld og fara til Ítal- íu. Þar hugðist hann dvelja án nokkurs áreitis í þrjá mánuði. Eftir aðeins sex vikur tók hon- um að leiðast og hann fékk sér því göngutúr í þorpið til að ná sér í dagblað. Tveir menn stóðu út í horni og horfðu á hann. „Ég held að þeir hafi þekkt okkur,“ sagði þá Annan við konu sína og varð svekkt- ur yfir því að upp hefði komist hvar hann væri þar sem tölu- vert væri í að fríinu væri lok- ið. Annar maðurinn færði sig nær Annan, rétti honum höndina og sagði Morgan Freeman. Annan varð mjög ánægður með þetta og und- irritaði eiginhandaráritunina Morgan Freeman, afhenti hamingjusömum manninum og gat enn dulið fyrir fjöl- miðlum um dvalarstað sinn. Gestir Hátíðarmálþingsins skelltu upp úr og Annan hafði með þessari upphafssögu sinni náð athygli hverrar einustu sálu sem á hann hlýddi. Að gamansögunni lokinni fór Annan beint í alvarlegri málefni. Annan skýrði frá því að hann telur að fjár- málakreppan sé samfélagslegt vandamál, í kjölfar hennar hafi almenningur misst alla trú og allt sitt traust á stjórn- málamönnum og fyrirrenn- urum alþjóðlegra stofnana. Þetta traust þurfi að end- urheimta og byggja upp. Ann- an fjallaði um nauðsyn þess að stjórnvöld kæmu jafnvægi á milli þeirra sem sköpuðu tekj- urnar og þeirra sem minna mega sín og að bil milli þeirra ríku og fátæku sé brúað. Hann telur það hættulega þróun að atvinnuleysi sé að flytjast upp með kynslóðum en hann sagði það kaldhæðnislegt að unga fólkið sem býr yfir þeirri tæknikunnáttu sem við þurf- um á að halda er fyrst látið fara í uppsögnum. Mikilvægi þess að mennirnir læri að lifa með náttúrunni er Annan hugleikið en hann ítrekaði að hugsun mannsins og lifnaðarhættir þurfi að verða grænni til að unga fókið eigi einhverja framtíð. Hann sagði áhrif slíkra breytinga gætu verið eins mikil og iðn- byltingin á sínum tíma. „Við getum ekki haldið áfram að lifa eins og enginn sé morg- undagurinn,“ sagði Annan. Í lok ræðu sinnar sagði Ann- an: „Ég vanmet ekki hversu stór og yfirgripsmikil verkefni eru fyrir höndum en við verð- um að koma á trausti fyrir sameiginlega framtíð okkar. Við sjáum nú þegar að unga fólkið stígur fram og hefur umtalsverð áhrif. Unga fólkið veit að það mun erfa heiminn og ákvarðanirnar í dag munu hafa meiri áhrif á það en aðra. Ég segi því: vertu breytingin sem þú vilt sjá. Ekki standa hjá og horfa á. Ábyrgðin á þátttöku er þín. Unga fólkið spyr, hvað á ég að gera? Ég svara: það byrjar í þínu eigin samfélagi, á þínu heimili. Ef þú sérð eitthvað rangt, gerðu þá eitthvað í því og leiðréttu það. Ef allir leggja sitt af mörkum verður framlagið ansi stórt. Svo farið út og verið hin nauðsynlega breyting.“ Vertu breytingin Kofi Annan flutti ræðu á hátíðar- málþingi Háskóla Íslands á 100 ára afmæli skólans Kofi Annan ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor. Morgunblaðið/Kristinn Vikuspegill Signý Gunnarsdóttir signý@mbl.is Það var viðhafnarmikil dagskrá í Háskólabíói föstudaginn 7. sept- ember í tilefni af ald- arafmæli Háskóla Ís- lands. Að lokinni setningu Kristínar Ingólfsdóttur, rektors, steig aðalfyr- irlesari málþingsins á svið, Kofi Annan. Fyr- irlesarar voru að auki Carol Carmichael, Frey- steinn Sigmundsson og Ole Petter Ottersen. Að lokum tók Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, saman helstu niðurstöður málþings- ins. 100 ára afmæli

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.