SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 13
9. október 2011 13 M ikið var um dýrðir á tískuvikunni í París er þar sýndi m.a. franska tískuhúsið Givenchy fatalínu sína fyrir komandi vor og sumar. Listrænn stjórnandi tískuhúss- ins, hinn ítalski Riccardo Tisci, var ekki mynsturóður eins og svo margir aðrir hönnuðir um þessar mundir. Alklæðnaðirnir voru yfirleitt í einum lit eða að minnsta kosti sama tóninum, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Hann sagðist í samtali við Style.com hafa orðið fyrir áhrifum af brimbrettafólki og haf- meyjum við hönnun fatalínunnar. Hafmeyju- áhrifin endurspeglast ef til vill í pífunum sem einkenndu fatnaðinn og brimbrettaáhrifin í stuttbuxunum og efnanotkun en eitthvað af fatnaðinum var úr neopreni. Givenchy hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og notið vinsælda hjá stjörnunum. Á meðal þeirra sem mættu og sátu í fremstu röð voru leik- konurnar Liv Tyler ogt Juliette Bin- oche, fyrirsætan Naomi Campbell og tónlistarfólkið Kanye West og Ciara. Til viðbótar voru óvenju- lega margar þekktar fyrir- sætur í sýningu hans af „eldri kynslóðinni“ eins og Natalia Vodianova, Karolina Kurkova og Gisele Bündchen, sumsé hann var ekki með flokk af fjór- tán ára sviplausum nýliðum í fyrirsætuheiminum. Franska tískuhúsið Givenchy sýndi fatalínu komandi vors og sumars fyrir framan stjörnufjöld á tískuvikunni í París. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Brasilíska fyr- irsætan Gisele Bündchen var mætt til leiks. Hafmeyjar á brimbrettum Eins og hafmeyja á landi. Góður kjóll yfir bikiníið á ströndinni. Glansandi pallíetturnar minna á hreistur. Reuters Jakki með sítt að aftan. Laxableikur litur kallast á við sjávarþemað. Dásamleg dragt. Einstaklega skemmtilegar pífur. ’ Hönn- uðurinn Riccardo Tisci var ekki mynsturóður eins og svo margir aðrir um þessar mundir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.