SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 43
9. október 2011 43
um pólitíska ádeilu. Hér eru tímar að
breytast, SÚM-arar koma fram og aðrir
miðlar en málverkið komast í öndvegi.
Hugmyndalistin nær flugi og fjallað er
myndarlega um verk listamanna sem
kenndir hafa verið við Amsterdam,
þeirra Kristjáns og Sigurðar Guðmunds-
sona og Hreins Friðfinnssonar.
Lokabindið og það þykkasta, Nýtt
málverk, gjörningar og innsetningar, er
um síðustu þrjá áratugi. Fjallað er um
„endurkomu málverksins“ á árunum
1980 til 2000, en einnig vakningu í högg-
myndalist, gjörninga, tímatengd verk og
myndbandalist, venslalist, sjónvarps-
miðilinn, innsetningar og hugmyndalist.
Þá er fjallað um nokkur helstu sýn-
ingarými á síðustu áratugum.
Verk fyrir almenning
Í heildina litið má segja að listasagan sé
afskaplega vel skrifuð og unnin af alúð.
Þetta er verk skrifað fyrir almenning og
það hefur tekist án þess að slá af fagleg-
um og fræðilegum kröfum. Það er verið
að fræða og setja list alls þessa fólks í
samhengi; í samhengi við samtíma þess
og félagslegar hræringar, innanlands sem
utan. Höfundar hafa vissulega á mörgum
rannsóknum að byggja, og á fyrr-
nefndum bókum Björns Th. auk bóka
sem hafa verið skrifaðar um einstaka
listamenn. Ánægjulegt er að sjá þegar
höfundarnir taka á fyrri söguskýringum,
eins og í umfjöllun um Finn Jónsson, en
Björn Th., sem var áhrifamikill kennari,
leit svo á að þegar Finnur snéri heim til
Íslands árið 1925, eftir að hafa málað
merkileg geómetrísk verk sín í Þýska-
landi, og fór að mála fígúratífar myndir af
sjómönnum og á hálendinu, hefði hann
snúið sér að þjóðlegri myndlist – og það
var ekki jákvæð umsögn.
Í Listasögunni nýju eru þessi verk
Finns sett í samhengi við nýtt, þýskt
raunsæi, og landslagsmyndir hans túlk-
aðar sem „tilbrigði við tilvistarlega ein-
angrun listamannsins í mannlegu sam-
félagi.“
Eins og vera ber prýðir urmull mynd-
verka listasöguna, enda er verið að fjalla
um þau og lesandinn vill sjá verkin. Yf-
irlitt eru myndverkin vel valin, þótt
spyrja megi hvort leitað sé um of í
geymslur opinberu listasafnanna, en slíkt
val í opinbera listasögu þjónar því hlut-
verki um leið að staðfesta að söfnin hafi
valið „réttu“ verkin þegar þau voru
keypt. Þeir sem vel þekkja til umfjöll-
unarefnisins hefðu gjarnan viljað sjá
meira af myndverkum sem ekki eru
„góðkunningjar“ listunnenda.
Saga í fjórum, yfirlit í fimmta
Eftir að hafa lesið öll bindin, og notið
lestrarins, kýs ég að líta á fyrstu fjögur
sem „sögu“ en það fimmta sem „yfirlit“
yfir myndlistarsköpun síðustu ára. Og í
raun undrast ég þá ákvörðun ritstjóra og
höfunda að fikra sig fram yfir árið 2000 í
umfjölluninni; því nær sem komið er
núinu verður erfiðara að setja hlutina í
samhengi. Enda kemur ekki á óvart að
það er í fimmta bindinu sem helstu veik-
leikar verksins koma í ljós.
Nákvæmnin er svo mikil í þessu viða-
mikla verki, að reynt hefur verið að tína
fram alla helstu fulltrúa þeirra liststefna
og stílbrigða sem rætt er um. En þar sem
nákvæmnin er svo mikil verður fjarvera
þeirra sem skildir eru undan eða „gleym-
ast“ í fyrstu fjórum bindunum, enn
meira áberandi en ella. Sem dæmi má
nefna að ekkert verk er birt eftir Arnar
Herbertsson, sem þó er fjallað þrisvar
sinnum um í fjórða bindinu. Þá vekur
fjarvera Níelsar Hafstein úr þessari sögu
athygli, og fleiri nöfn mætti nefna.
Í fimmta bindinu er allnokkrum sleppt
sem búast hefði mátt við að sjá nefnda
þar, á meðan öðrum er gefið vægi sem
kemur á óvart. Til að mynda eru aðeins
birt tvö verk eftir Georg Guðna og ekkert
getið um þau áhrif sem hann hefur haft
með nýrri sýn sinni á náttúruna, og eitt
verk er birt eftir Eggert Pétursson.
Engu að síður er ánægjulegt hvernig
reynt hefur verið að ná utan um allar
hræringar og stefnur – nema ljósmynda-
miðilinn. Ljósmyndaverk eru birt eftir
nokkra hugmyndalistamenn, sem not-
uðu ljósmyndir til að skrá uppákomur,
en engin eftir listamenn sem hafa unnið
út frá forsendum miðilsins. Þótt getið sé
um Sigfús Eymundsson, Ólaf Magnússon,
Vigfús Sigurgeirsson og Jón Kaldal í
fyrstu bindunum er ekki nýtt tækifæri til
að birta sýnishorn af verkum þeirra í
samræðu við aðra list þess tíma og þá er
ljósmyndin einn miðla hunsaður í
fimmta bindinu. Ekki er hægt að líta á
það öðruvísi en sem aðfinnsluverðan
skalla á frásögninni.
Glæsilegur prentgripur
Mikil vinna hefur verið að ljósmynda nær
öll verkin sérstaklega fyrir útgáfuna, eða
eins og því var við komið. Þar hefur tek-
ist glæsilega til og er prentvinnslan öll
aðstandendum til mikils sóma. Bækurnar
eru stílhreinar í hönnun og sitja letur og
myndir vel á síðunum. Það kemur þó á
óvart að kosið hafi verið að fræsa bæk-
urnar í kjölinn og líma, í stað þess að
binda þær eins og vaninn er með stór-
virki um myndlist. Þá opnast bækurnar
betur og unnt er að binda þær aftur.
Skyldueign
Þrátt fyrir fyrrnefndar aðfinnslur ætti Ís-
lensk listasaga í raun að vera skyldueign
á hverju heimili – þótt erfitt sé að gera
slíka kröfu þegar svo dýrt verk á í hlut.
Hér eru komnar bækur sem mikil þörf
hefur verið á; viðamikið og vandað verk,
skrifað fyrir almenning, og ætti að
mennta og fræða landsmenn, sem hafa
upp til hópa furðulega litla þekkingu og
takmarkaðan skilning á því mikilvæga
listformi sem myndlistin er. Listformi
þar sem bestu listamennirnir eru á hverj-
um tíma að bregðast við samtíma sínum,
og eru um leið í persónulegri samræðu
við alþjóðlega strauma og stefnur, en
sitja ekki kyrrir í öryggi hins liðna.
Einar Falur Ingólfsson
„Morgunn á miðinu“, olíumálverk eftir Finn Jónsson (1892-1993) frá árinu 1927. Í Listasögunni eru landslags- og sjávarmyndir Finns túlkaðar á nýjan hátt, en hann hóf ferilinn sem ab-
straktmálari. Finnur varð fyrstur hér á landi til að mála sjómennsku og er sagt að í verkum sem þessu felist mörg einkenni nýs, þýsks raunsæis. Þau séu áminningar um hverfulleik lífsins.
’
Viðamikið og vandað
verk, skrifað fyrir al-
menning, og ætti að
mennta og fræða lands-
menn, sem hafa upp til
hópa furðulega litla þekk-
ingu … á því mikilvæga
listformi sem myndlistin er.