SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 4
4 9. október 2011
Fyrir utan höllina beið stór hópur fólks á meðan
brúðkaupið fór fram, margir biðu klukkustundum
saman í steikjandi sólinni í þeirri von að líta hjónin
nýgiftu augum og lýsa yfir stuðningi sínum. „Lengi
lifi hertogaynjan!“ kallaði fólkið þegar hún kom út.
„Þetta er svo fallegt hjónaband og mikil ást og
alúð þarna. Ég elska þig svo mikið hertogaynja,“
sagði hinn fertugi Enrique Jimenez, íklæddur bol
með mynd af hertogaynjunni.
Röðin komin að konunum að yngja upp
„Áður voru það bara menn sem kvæntust yngri
konum, núna er röðin komin að eldri konum að
giftast yngri mönnum,“ sagði Encarna Alcazar, sem
hefur eins og hertogaynjan tvisvar orðið ekkja.
Mjög margir íbúar Sevilla styðja ákvörðun her-
togaynjunnar um að gifta sig í þriðja sinn.
„Þetta snýst ekki um aldur. Það skiptir lang-
mestu máli að ástin sé fyrir hendi,“ sagði einn bæj-
arbúa, Conception Arrincon, við fréttastofu AFP.
Lengi lifi
hertogaynjan!
Hertogaynjan á marga aðdáendur.
Reuters
H
in vellauðuga hertogaynja af Alba
gekk í þriðja sinn í hjónaband í vik-
unni en athöfnin vakti mikla athygli
í heimalandi hennar, Spáni, og víð-
ar. Hertogaynjan er 85 ára gömul og giftist á
miðvikudaginn opinbera starfsmanninum Alf-
onso Diez Carabantes, sem er 25 árum yngri en
hún. Athöfnin fór fram í kapellu við höll henn-
ar frá 15. öld, Palacio de las Duenas í Sevilla.
Stór hópur almennings fagnaði brúðhjónunum
að athöfninni lokinni og tók hertogaynjan
nokkur flamenco-dansspor fyrir fólkið.
Gekk erfiðlega að kasta brúðarvendinum
Brúðarkjóllinn var ljósbleikur blúndukjóll eftir
andalúsísku hönnuðina Victorio & Lucchino.
Ekki gekk hins vegar vel hjá brúðinni að kasta
brúðarvendinum til hópsins en hún dreif ekki
nógu langt í fyrstu tvö skiptin en í þriðja skipt-
ið gekk það og ung stúlka greip blómin.
Aðeins nánum vinum og fjölskyldu var boðið
til athafnarinnar og veislunnar á eftir. Þar var
meðal annars boðið upp á kalda gazpacho-súpu
og hrísgrjón með vel krydduðum humri. Fyrsta
brúðkaup hertogaynjunnar fór hins vegar fram í
október árið 1947. Þá var brúðurinn 21 árs,
gestirnir um þúsund talsins og hún bar skart-
gripi að andvirði um 180 milljóna króna á þeim
tíma.
Spænskir fjölmiðlar veittu athöfninni núna
mikla athygli og voru nokkrar sjónvarpsstöðvar
með beina útsendingu utan við höllina á meðan
á athöfninni stóð.
Eignir hennar metnar á 550 milljarða króna
Börn hertogaynjunnar voru hjónabandinu mót-
fallin, allavega í fyrstu, og óttuðust að Alfonso
Diez Carabantes væri aðeins á eftir peningum
móður þeirra. Nóg er að minnsta kosti til að
elta því eignir hennar eru metnar á um 550
milljarða króna. Til að leysa málin skipti her-
togaynjan upp stórum hluta af búi sínu fyrir
brúðkaupið á milli fimm sona sinnar og einnar
dóttur og barnabarnanna en þar á meðal voru
fjölmargar hallir og hús auk listaverka eftir
heimsfræga listamenn á borð við Goya, Velaz-
ques, Rembrandt og Rubens.
Tvö barnanna mættu ekki
Hertogaynjan er strangtrúaður kaþólikki og
segist því ekki hafa átt annarra kosta völ en að
gifta sig til að geta haldið sambandinu áfram en
hún hefur tvisvar orðið ekkja.
Hún segir að börn hennar hafi mótmælt þar
til þau hafi áttað sig á því hvernig mann hann
hefði að geyma.
Tvö börn hennar mættu ekki í brúðkaupið
sem veltir upp þeirri spurningu hvort ekki hafi
tekist að leiða málin til lykta.
Eugenia, einkadóttir hennar, var reyndar á
sjúkrahúsi með hlaupabólu. Einn sona hennar,
Jacobo, sem fréttir herma að hafi ekki verið
ánægður með sinn hlut, var í viðskiptaferð í
París á meðan brúðkaupið fór fram.
Hertogaynjan tók nokkur flamenco-spor við mikinn fögnuð áhorfenda.
Reuters
Fagnaði með
flamenco-dansi
Hin vellauðuga hertogaynja af
Alba gekk í hjónaband með 25
árum yngri manni í vikunni
Vikuspegill
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Hjónin nýgiftu.
Reuters
Hertogaynjan heitir fullu nafni
Maria del Rosario Cayetana
Alfonsa Victoria Eugenia
Francisca Fitz-James Stuart y
de Silva. Samkvæmt Heims-
metabók Guinness hefur her-
togaynjan fleiri titla sem við-
urkenndir eru af ríkisstjórn
sem nú er við lýði en nokkur
önnur aðalsmanneskja. Reuters
Langt nafn og
flestir titlar
einfaldlega betri kostur
Fjöldi afmælistilboða
Afmæli um helgina!
Súkkulaðikaka og
kaffi/djús í boði ILVA,
laugardag og sunnudag
Frí kaka
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík
sími 522 4500 www.ILVA.is