SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 9
9. október 2011 9
S
amkvæmt markaðnum, og varla lýgur hann, er sú upp-
hæð hæfileg og sanngjörn, sem einhver er tilbúinn að
greiða öðrum fyrir hlut eða viðvik. Um þetta verður
sennilega ekki deilt.
Fótboltaheimurinn er risastór peningamaskína. Atvinnugreinin
veltir milljörðum á milljarða ofan og veitir ótrúlegum fjölda fólks
störf víða um heim. Og milljónum ómælda ánægju.
Á árum áður var gjarnan haft á orði að fótbolti væri skemmtun
alþýðunnar, sem hún vissulega var. Og er enn, þó að „fína fólkið“
virðist fylgjast æ betur með og þótt stundum sé óhjákvæmilegt að
velta því fyrir sér hvernig venjulegt fólk hefur efni á því að fara á
völlinn viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Ég varð að játa að mér fannst helv… dýrt að borga andvirði 27
þúsund króna fyrir miða á góðum stað á leik Barcelona og Real Ma-
drid þegar félögin börðust um stórbikar Spánar á Camp Nou í
haust. Rúmar 130 þúsund krónur fyrir fimm manna fjölskyldu.
Var ég orðinn galinn? Áttum við það skilið? Hvað mátti sam-
kvæmið kosta til þess að við gætum réttlætt kaupin?
Allt verður að skoða í samhengi. Ljóst var að við yrðum í Barce-
lona á leikdegi. Við gáfum okkur góðan tíma til að taka yfirvegaða
ákvörðun og niðurstaðan var einróma: Við kýlum á það!
Okkur hefur dreymt um að sjá besta fóboltalið samtímans með
eigin augum; að horfa á argentínska undrið Messi, Spánverjana
Xavi, Iniesta og félaga þeirra saman komna á einum og sama gras-
blettinum með boltann, á meðan allir eru enn í fullu fjöri. Og þegar
tækifæri gafst til að sjá þennan óvenju hæfileikaríka mannskap í
leik gegn snillingnum Cristiano Ronaldo og öðrum erkifjendum úr
höfuðborginni, kom niðurstaðan af sjálfu sér.
Allir tóku það, að fara á leikinn, fram yfir að dvelja í skemmti-
garði með rússíbönum og öllu tilheyrandi, jafnvel í tvo heila daga,
svo dæmi sé nefnt. Nákvæmlega þessi stund á Camp Nou yrði aldr-
ei endurtekin en rússibanar eldast vel og nýir verða enn flottari.
En hvað er hæfilegt að greiða fyrir áhugamálið?
Er e.t.v. galið að fjölskyldufaðir á Íslandi borgi 11 þúsund kr. á
mánuði fyrir áskrift að fótboltarásum í sjónvarpinu? Einhverjum
kann að finnast það. Fyrir þá fjárhæð gæti ég farið tvisvar með alla
fjölskylduna í bíó. Eða keypt einn og hálfan kassa af bjór.
Kúnstin er að velja og hafna – nema maður eigi sand af seðlum!
Ég verð að viðurkenna að ég brosti í laumi nokkrum dögum eftir
leikinn stórkostlega í Barcelona, þegar ég hitti norskan kunningja
minn og í ljós kom að hann hafði verið á sama leiknum í fylgd
þriggja vina. Ég átti viðskipti beint við félagið en Norðmennirnir
við einhvern millilið, þó ekki braskara á svarta markaðnum, og
greiddu 50 þúsund kr. fyrir hvern miða!
Vangaveltan um hvað sé hæfilegt er sígild …
Sú spurning brennur líka á mörgum hvað sé sanngjörn þóknun
til bestu skemmtikrafta heimsins. Skrafað er um að hæstu launin
séu ríkuleg, en munið markaðinn. Og munið að þið, áhugafólkið,
leggið drjúgt í púkkið, beint og óbeint – enginn þó tilneyddur.
Launin eru sígilt umræðuefni. Í sumar gekk kamerúnski fram-
herjinn Samuel Eto’o til liðs við félagið AC Anazhi frá borginni
Makhachkala, í rússneska Norður-Kákasushéraðinu Dagestan.
Nú er í tísku að eiga fótboltalið og þeir sem hafa á annað borð
efni á að eiga þau frægustu ættu að geta reitt fram töluvert fé í
launagreiðslur. Til að byggja upp gott lið með hraði þarf að tryggja
sér starfskrafta afburðamanna og Eto’o var réttur maður á réttum
stað á réttum tíma. Talið er að hann þéni 1,6 milljarða króna fyrir
keppnistímabilið, sem samvararar því að hann sé með rúmar 182
þúsund krónur á tímann, hvernig einasta dag ársins, vakinn eða
sofinn! Er þá miðað við heilt ár.
Á móti má benda á að Leonardo Di Caprio, sem ku tekjuhæsti
kvikmyndaleikari í Bandaríkjunum síðustu 12 mánuði, er sagður
hafa þénað andvirði um það bil 9 milljarða á því tímabili!
Hvað er hæfilegt? Og hve langt er hæfilegt að fljúga í
heimaleiki? Lið Anazhi tekur að sjálfsögðu á móti gestum
sínum í Makhachkala en býr þó og æfir í Moskvu, 1.500 km
norðar. Vegna stríðsástands í nágrannahéraðinu Tsjetsjeníu
er ekki talið viðunandi að geyma svo dýrmætan búpening
sem Eto’o og samherja svo nálægt þeirri púðurtunnu.
Ég vona innilega að Eto’o sé ekki flughræddur.
Hve mikið
er hæfilegt?
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Kamerúninn Samuel Eto’o og félagar í
Anzhi frá Makhachkala ferðast mikið.
Lionel Messi flýgur hátt þessa dagana; snillingurinn skorar hér fyrir Barcelona gegn Real Madrid á Camp Nou í
ágúst, framhjá Iker Casillas, landsliðsmarkverði Spánar. Portúgalinn frábæri Cristiano Ronaldo er til hægri.
Reuters
Reuters
’
Var ég orðinn galinn? Átti fjölskyldan
þetta skilið? Hvað mátti samkvæmið
kosta til þess að við gætum réttlætt
kaupin með góðri samvisku?
Hermt er að heilbrigð sál búi í
hraustum líkama. Mikið vaxt-
arræktarmót stendur yfir þessa
dagana í Bangkok, þar sem
keppendur frá meira en þrjátíu
löndum koma saman og hnykla
vöðvana. Þeirra á meðal er þessi
ágæta kona frá Úkraínu, Di-
mopulos Khrysanti, sem keppir
í flokki kvenna sem eru meira
en 165 sentimetrar á hæð.
Kraftar í
kögglum
Veröldin
Nýtt hefti
Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og
menningu – hefur nú komið út í sjö ár undir
ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári –
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst
í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum
stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins
4.500 kr.
Hægt er að gerast áskrifandi
á vefsíðunni www.thjodmal.is
eða í síma 698-9140.
www.thjodmal.is Bókafélagið Ugla