SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 14
14 9. október 2011
’
Sem gamall popp-
arajálkur er maður
vanur mjög regluföstu
ferli. Það er platan, smá-
skífan, rauðir dreglar,
„promo“-myndataka og svo
frv. Starfslýsing poppara er
fáránleg. Í þessu verkefni
vildi ég miðla tónlist áfram
sem sjónrænum hlut líka en
ekki bara í hefðbundnum
myndböndum þar sem lögin
eru túlkuð. Fyrir mér eru
„öppin“ lögin, þau eru ekki
framlenging eða viðbót
É
g hitti á Björk í Iðnó, á efstu
hæðinni, þar sem hún, aðstoð-
armaður hennar James og út-
gefandi, Ásmundur Jónsson,
taka á móti mér. Andrúmsloftið er af-
slappað – en um leið grallaralegt – og
þrenningin skiptist á spurningum og
upplýsingum um ýmsa þætti er snerta
Biophiliu, metnaðarfyllsta verkefni sem
Björk hefur ráðist í á ferlinum. Og hefur
hún ekki ráðist á lága garða hingað til.
Biophilia er nokkurs konar óður til
lífsins þar sem Björk setur náttúruna,
tækni og tónlist undir smásjána og skoð-
ar víxlverkun þessara þátta. Verkefnið
hefur Björk unnið með vísindamönnum,
rithöfundum, uppfinningamönnum,
tónlistarmönnum og hljóðfærasmiðum
og sjálf platan er bara einn angi þess. Öll
lögin eru t.a.m. bundin í „öpp“ eða smá-
forrit sem hægt er að vinna með í spjald-
tölvum eða snjallsímum.
Ein hliðin á verkefninu er svo upp-
fræðsla og virkjun ungmenna í skólum,
nokkurs konar tónlistarnám í gegnum
vinnubúðir sem eru keyrðar samfara Bi-
ophiliu-tónleikaröðum og er þá m.a.
stuðst við áðurnefnd öpp. Sjálfir tónleik-
arnir eru svo ótrúlegt sjónarspil þar sem
ólíkir miðlar vinna saman að einni heild-
arupplifun, saman með sérsmíðuðum
hljóðfærum, pendúlum o.fl. Já, það tekur
eiginlega smá á að hugsa um þetta.
iPadinn breytti öllu
Ég og Björk tyllum okkur í sófa, brögðum
á kaffi og snittum og gerum okkar besta
til að fara í saumana á þessu verkefni. Og
ekki stendur á Björk. Blaðamaður byrjar
á því að rifja upp tónleika hennar í Man-
chester fyrir stuttu, þar sem Biophi-
liuefnið var keyrt í fyrsta sinn.
-Maður vissi ekkert hvað maður var að
fara að sjá þarna úti í Manchester en það
er óhætt að segja að maður hafi orðið
kjaftstopp. Hvernig fannst þér þetta
koma út? Varstu ánægð?
„Ég var rosalega ánægð með útkom-
una. Ég var búin að leggja svo mikla
áherslu á öppin eða herbergin eins og ég
kalla þau. Ég hef verið að vinna í þessu í
þrjú ár núna en haustið 2008 vorum við
Oddný vinkona mín (Oddný Eir Ævars-
dóttir) í mikilli grasrótarvinnu, vorum að
reyna að stuðla að vexti íslenskra sprota-
fyrirtækja. Í miðju því kafi verður svo
efnahagshrun. Þannig að ég fór að beina
kröftum mínum meira í þessa átt. Í kjöl-
far hrunsins kom í ljós að það var fullt af
ónýttu húsnæði út um allt, fólk missti
vinnuna í stórum stíl og ég fór að pæla
hvort það væri kannski sniðugt að nýta
eitthvert húsið undir einskonar tónlist-
arsafn fyrir börn og hvert og eitt herbergi
væri lag. Maður kæmi inn í eitt herbergi
og lærði eitthvað um takta þar og o.s.frv..
Þarna fæddist í raun hugmyndin um
þessi öpp. Ég var meira að segja farin af
stað að leita að húsum. Var að pæla í ein-
hvers konar skiptum, ég myndi vinna
frítt og gefa hljóðfæri í staðinn fyrir hús-
næðið. En eftir því sem bankahrunið gróf
sig dýpra inn í samfélagið fór ég að fjar-
lægjast þessa útfærslu. Ég fór að sjá þessi
herbergi fyrir mér sem ekki endilega
herbergi í húsi, kannski frekar sem senur
í bíómynd. Ég hélt áfram að vinna í þessu
og eftir tvö ár voru þessar senur/lög
tilbúin, tíu stykki. Þá kom iPadinn á
markað og hann olli því að þetta fór á enn
nýtt stig. Það sem við vorum að reyna að
gera í Manchester var að leiða fólk inn í
þessi öpp með stórum skjá o.s.frv. Ég átti
ekki von á svona góðum viðbrögðum, við
vorum komin fram yfir áætlað fjármagn
og þurftum að þétta allar hugmyndir,
gera þetta eins ódýrt og hægt væri. Þann-
ig að ég var mjög þakklát fyrir það að fólk
virtist vera að ná þessari hugmynd.“
Gamall popparajálkur
-Það sem slær mann mest er hversu víð-
feðmt þetta er. Maður kemur varla
hausnum utan um þetta …
„Já. Sem gamall popparajálkur þá er
maður vanur mjög regluföstu ferli. Það er
platan, smáskífan, myndböndin, rauðir
dreglar, „promo“-myndataka o.s.frv.
Starfslýsing poppara er fáránleg. Í þessu
verkefni vildi ég miðla tónlist áfram sem
sjónrænum hlut líka en ekki bara í hefð-
bundnum myndböndum þar sem lögin
eru túlkuð. Fyrir mér eru öppin lögin,
þau eru ekki framlenging eða viðbót. Þú
ert inni í laginu þegar þú ert að þvælast
um appið. Það var gerð krafa um mynd-
bönd við lögin og ég hugsaði: „Af
hverju?“ Öppin eru myndböndin. Á viss-
Blíði
garðyrkju-
maðurinn
Biophilia Bjarkar
kemur út á mánu-
daginn. Plata, skóli,
forrit, hugmynd …
allt þetta og miklu
meira til. Tveimur
dögum síðar heldur
hún svo tónleika hér
á landi þar sem efni
plötunnar verður
kynnt.
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is