SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 15
9. október 2011 15
an hátt er ég að reyna að uppfæra þessa
starfslýsingu popparans í gegnum þetta
verkefni.“
Björk fer skyndilega að velta fyrir sér
fésbókinni og tístinu og aðkomu hennar
að þeim þáttum.
„Það er krafa í dag um að listamenn
séu tístandi og setjandi inn færslur á Fés-
bók allan liðlangan daginn og ég er alveg
glötuð í því. Ég er bara af annarri kynslóð
held ég. Ég tek þetta út í öppunum og
reyni að uppfræða fólk þar, frekar en að
segja frá því hvernig samloku ég var að
borða í hádeginu.“
-Mér hefur fundist eins og þú sért að
brjóta upp þetta egó sem fylgir lista-
manninum. Þú ert að virkja fólk í gegn-
um öppin og draga það til þín. Þú ert að
uppfræða ungt fólk í gegnum vinnubúð-
irnar og ert að setja þetta allt á einhvers
konar jafningjagrundvöll. Er ég nálægt
hugmyndafræðinni?
„Ég hef einmitt verið þátttakandi í
þessu skipuriti í tuttugu ár þar sem
popparinn er alltaf á einhverjum stalli.
Maður er vanur þessu og ég les viðtöl við
mín átrúnaðargoð af áfergju. Undanfarin
ár hefur bilið á milli aðdáenda og
„stjarna“ svo verið að minnka, með til-
komu Twitters, t.d. þar sem fólk, stjörn-
ur sem aðdáendur, er í beinum sam-
skiptum. Að einhverju leyti er ég að
reyna að brjóta upp þetta gamla kerfi já.
En ég þurfti að bíða eftir rétta tækifærinu
svo ég gæti gert þetta á mínum eigin for-
sendum. Þetta væri ekki hugmynd-
arinnar vegna. Þetta yrði að vera tengt
kjarnanum í verkefninu – ekki mér.“
Ástar/haturssamband
-Þú virðist hafa raunverulegan áhuga á
og metnað til að láta eitthvað af þér leiða,
uppfræða fólk og sýna því fram á eitthvað
nýtt, t.d. í gegnum þessar vinnubúðir.
Hvaðan kemur þetta?
„Ég átti í ástar/haturssambandi við
tónlistarskólann minn, Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. Ég var þar frá fimm til
fimmtán ára aldurs og var ein eftir í mín-
um bekk fimmtán ára. Mig langaði ekki
til að hætta. Ég grét. Það er mikið búið að
tala um pirring minn út í skólann en það
var ekki alveg svo einfalt. En ég hafði
ákveðnar skoðanir á náminu, ég vildi
bara semja lög strax. Mér fannst allt of
mikil áhersla á tæknilega getu og ég
þekki fólk sem kemur úr svona námi og
upplifir sig sem lúsera af því að það býr
ekki yfir þeim aga sem gerðar eru kröfur
um. Fólk sem hefur kannski mikið að
gefa. Mig hefur því alltaf langað til að
stofna tónlistarskóla. Mér var einu sinni
boðið að kenna nokkra tíma þegar ég var
18 ára og mér fannst það ógeðslega gam-
an. Ég ákvað að þetta yrði það sem ég
myndi gera þegar þetta poppstuð væri
búið en það hefur aðeins teygst á því
(hlær). Mig langaði til að vinna með
krökkum á aldrinum 5-8 ára, þegar þau
eru í mikilli mótun. Mér finnst mikilvægt
að börn skilji að tónlist er fyrst og síðast
frelsi. Hún á líka að fela í sér gleði fremur
en höft og að börnin geti valið hvaða tón-
listarlegu leið þau fari. Viltu verða pían-
isti eða viltu bara njóta tónlistarinnar? Að
fólk geti valið um það hvað það fari af
miklum krafti inn í þetta. Mig langaði til
að fara inn í svona verkefni og þegar
snertiskjárinn eða iPaddinn kom til sög-
unnar fannst mér það vera tákn um að ég
ætti að beita mér í þessu. Þessi skóli/
vinnubúðir er sá skóli sem mig langaði
alltaf að fara í. Það er hægt að segja að
þetta sé mjög óeingjarnt hjá mér en um
leið er þetta líka mjög eigingjarnt þar sem
ég er að reyna að leysa einhverja ráðgátu
sem ég stóð frammi fyrir sem barn. En
með því að reyna að leysa hana er ég um
leið að deila þannig að þetta er einhver
hringur.“
Karma
-Hvernig hefur þér gengið að hafa yfir-
sýn í þessu verkefni? Þetta er rosalegt
„multi-task“ dæmi?
„Ég hef aldrei „multi-taskað“ jafn
mikið á ævinni. Síðasta verkefni, Volta,
var mjög „aggró“ – fara upp á stól og
kvarta, benda á, finna að og vera krít-
ískur. Þegar ég settist niður með þetta
verkefni var það svolítið: Jæja, nú ertu
búin að benda mikið. Hvernig væri nú að
koma með lausnir? Það er eitthvert
karma í því. Á Volta var þetta „Allir í röð!
Harðir!“ en nú er þetta meira þessi blíði
garðyrkjumaður sem reynir að sá fræjum
hér og hvar, reynir að vinna á ýmsum
sviðum sem samtengjast þó öll. Nokkurs
konar net. Þetta er karakter þessa verk-
efnis og ég hef þurft að gefast upp fyrir
honum – leyfa verkefninu að fara sína
leið.“
Biophilia kemur út á mánudaginn. Sjá
dóm í aðalblaði. Fyrstu Biophilu-
tónleikarnir verða í Hörpu 12. október.