SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 19

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 19
9. október 2011 19 hreinlega skalf. Þá fylltu tölvur út í heilu herbergin. Núna komast þær auðveldlega fyrir í lófanum á manni,“ segir hún hlæjandi. Á meðan Ingvar kenndi í Schenectady fékk hann í tvígang ársleyfi til að kenna við Politeknisk- háskólann í Kaupmannahöfn og fylgdu mæðgurnar honum þangað. Til álita kom að hann tæki að sér stjórnunarstarf þar árið 1978 en þá gripu örlögin í taumana. „Ingvar kom óvænt heim á mánudeginum eftir þakkargjörðarhátíðina og sagðist vera eitthvað slapp- ur, hafði selt upp í skólanum,“ rifjar Karen upp al- varleg í bragði. „Hann fór snemma í háttinn en þegar ég vitjaði um hann skömmu síðar lá hann dáinn í rúminu.“ Banamein Ingvars var hjartaslag. Hann var aðeins 58 ára. Skyndilegt fráfall Ingvars varð Karen að vonum gríðarlegt áfall. „Ég féll alveg saman, lá bara í rúm- inu og var ekki mönnum sinnandi. Systur mínar komu til Bandaríkjanna og úr varð að ég fór með þeim til Danmerkur. Ég fæ ennþá í magann þegar ég hugsa um það en ég skildi Nönnu bara eftir, gat ekki sinnt henni. Hún var að klára menntaskólann á þess- um tíma og sem betur fer fylgdist Sussi með henni.“ Ekki skánaði ástandið við komuna til Kaup- mannahafnar. Karen fékkst ekki til að skipta um föt, hvað þá meira. „Systrum mínum leist ekkert á blik- una og þær langaði helst að leggja mig inn á spítala. Áður en að því kom var ég send til sálfræðings. Það var skrýtin uppákoma en sálfræðingurinn, sem var kona, sagði mér beint út að hún væri skíthrædd að horfa á mig. Útgangurinn á mér hefur greinilega ekki verið upp á marga fiska. Mér brá töluvert við þessi ummæli, ég get ekki neitað því. Síðan sagði sálfræð- ingurinn: Eina lausnin á þínum vanda er að fara að vinna, vinna og aftur vinna.“ Karen lét ekki segja sér það tvisvar. Við komuna heim til systur sinnar byrjaði hún að skrúbba eld- húsgólfið, hátt og lágt. Eftir það lá leiðin hratt upp á við og tíu vikum síðar var hún komin heim til Bandaríkjanna. Lífið hélt áfram. Eftir fráfall Ingvars flutti Karen til Washington en undanfarin 22 ár hefur hún verið með annan fótinn í Kaupmannahöfn. „Þar vil ég vera á sumrin, þess vegna festi ég kaup á íbúð. Á veturna er ég síðan hjá Nönnu og fjölskyldu í Washington eftir að ég seldi húsið mitt.“ Allt löndin mín Nanna og eiginmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Brian Hemmingsen, starfa bæði sem leikarar í Wash- ington. Þau eiga þrettán ára son, Sebastian. Sussi, sem er líffræðingur hjá lyfjafyrirtæki, býr einnig í Washington ásamt eiginmanni sínum, Svían- um Mads Nilsson. Melissa, dóttir Sussi, býr í Stokk- hólmi og sonur hennar, Erik, hefur áhuga á að leggja stund á nám í Danmörku. Norðurlandabakterían er bersýnilega í blóðinu. Bros færist yfir andlit Karenar þegar hún er spurð hvaða þjóð hún tilheyri. „Ég er svo heppin að ég er alltaf á leiðinni heim, alveg sama hvort ég er að fara til Íslands, Danmerkur eða Bandaríkjanna. Öll eru þessi lönd löndin mín.“ Hún er þó bara með ríkisfang á Íslandi og í Dan- mörku. „Enda þótt ég hafi búið lengst vestra hef ég ekki viljað gerast bandarískur ríkisborgari, hef látið græna kortið nægja.“ Karen hefur alla tíð ræktað frændgarð sinn vel á Íslandi. Kemur hingað í heimsóknir á hverju ári og fær íslensk ættmenni til sín í Danmörku. „Ísland 1947 og Ísland 2011 er eins og dagur og nótt,“ segir Karen spurð um breytinguna frá því hún settist hér að fyrst. „Ég vildi óska að Reykjavík hefði verið eins og hún er núna þegar ég flutti hingað með Ingvari. Í dag er hún eins og hver önnur stórborg. Maður sér hvergi svona mikla götulýsingu. Nú er líka hægt að ferðast um landið án þess að blása úr nös. 1947 var meiriháttar mál að ferðast til Hveragerðis, hvað þá lengra. Fólkið hefur það líka greinilega gott. Það er meiri lúxus á Íslandi en í Danmörku eða Bandaríkjunum. Þið þurfið ekki að kvarta.“ Hún nefnir einnig frelsið, það verði seint ofmetið. „Þá er ég ekki síst að hugsa um börnin. Þau geta leikið lausum hala án þess að foreldrarnir hafi áhyggjur. Barnabörnin mín máttu bara leika sér í bakgarðinum í Bandaríkjunum og Nanna þarf að fylgja syni sínum að skólabílnum á hverjum morgni. Hugsaðu þér!“ Hefur meiri áhyggjur af ástandinu í Bandaríkjunum Karen hefur meiri áhyggjur af ástandinu í Banda- ríkjunum. „Mér líst illa á stöðu mála þar, ástandið er reglulega erfitt. Heilbrigðiskerfið er í skötulíki og útigangsfólk liggur eins og hráviði á götum höf- uðborgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt hjá svona ríkri þjóð. Þessu venst maður ekki og Banda- ríkin geta lært margt af Norðurlöndunum að þessu leyti.“ Betlarar eru líka á hverju horni og Karen reynir alltaf að gefa þeim aura þegar hún er á ferðinni. „Ég veit að útilokað er að gefa öllu þessu fólki en ég fæ einfaldlega samviskubit ef ég geng fram hjá betlara án þess að rétta honum neitt, felli bara tár. Ég finn til með þessu fólki, það hefur ekki notið sömu for- réttinda í lífinu og ég.“ Karen er spræk miðað við aldur, ferðast enn án vandræða yfir hafið og veit fátt skemmtilegra en að setjast undir stýri á bíl. „Ég keyri ennþá, raunar er það með því skemmtilegra sem ég geri. Mér finnst ég eitthvað svo létt þegar ég er komin af stað í bílnum. Líður eins og ég sé fimmtug aftur,“ segir hún og hlær dátt. Spurð um heilsuna kveðst Karen ekki geta kvartað. „Ég er komin með sykursýki en að öðru leyti er heilsan ágæt.“ 88 ár er langt lífshlaup og Karen er þakklát fyrir hverja stund. „Ég hef átt gott líf og fengi ég tækifæri til að lifa upp á nýtt myndi ég ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut.“ Eitt hefur þó aldrei horfið – söknuðurinn. „Ég hef saknað mannsins míns á hverjum einasta degi síðan hann dó fyrir 33 árum. Samt hefur hann eiginlega aldrei farið frá mér. Nú fer að styttast í endurfund- ina. Ingvar er jarðaður í Kaupmannahöfn, skammt frá kirkjunni sem við giftum okkur í. Þar verður minn staður líka.“ Einhver bið gæti samt orðið á því, alltént eru kraftar þessarar merkilegu konu hvergi nærri á þrot- um. Það get ég staðfest eftir að hún faðmaði mig að sér í kveðjuskyni – svo brakaði í beinum. Icelandair heiðraði Karen á dögunum en hún er ein af fáum viðskiptavinum félagsins sem flogið hefur með því frá upphafi millilandaflugs. Hér er hún ásamt Birki Hólm Guðnasyni forstjóra við líkan af B757-200. Eftir að Ingvar bóndi Karenar féll frá fór hún um tíma út í verslunarrekstur í Bandaríkjunum. Ævintýrið hófst með því að hún pantaði lopapeysur frá Ís- landi með það fyrir augum að selja þær á vetrarólympíuleik- unum í Lake Placid árið 1980. „Ég gekk búð úr búð með peysurnar en enginn vildi selja þær fyrir mig. Það endaði bara með því að ég opnaði mína eigin búð í bænum,“ rifjar hún upp. Lopapeysusalan gekk prýðilega í Lake Placid og vakti meira að segja athygli danska sjónvarpsins. „Lasse Jen- sen, sem er þekktur sjónvarpsmaður í Danmörku, kom í búðina, tók myndir og vildi taka við mig viðtal. Ég var treg til þess en Lasse fékk kaffi.“ Aðkoma Karenar að leikunum varð raunar víðtækari. „Menn frá ólympíunefndinni komu að máli við mig þegar þeir fréttu að ég væri frá Skandinavíu og báðu mig að vera Norðurlandabúum á leikunum innan handar. Það var auð- sótt mál.“ Karen hlýtur að hafa staðið sig með stakri prýði í því hlutverki, alltént veitti ólympíunefndin henni silfurmedalíu fyrir viðvikið. „Það eru ekki allir sem eiga silfurverðlaun frá Ólympíuleikum,“ segir hún sposk. Opnaði fleiri búðir Í framhaldinu opnaði Karen þrjár búðir til viðbótar, þar sem boðið var upp á lopapeysur og aðrar íslenskar hannyrðir, tvær í Washington og eina í Baltimore. Vörurnar pantaði Karen frá Álafossverksmiðjunni og flutti þær með flugi Ice- landair vestur. „Það létu margir í ljósi ánægju sína með þetta framtak, þeirra á meðal Hans G. Andersen sendi- herra.“ Að fjórum árum liðnum ákvað Karen að loka þremur búð- anna en þá fjórðu, í White Flint-verslunarmiðstöðinni í Washington, seldi hún ungri konu frá Suður-Kóreu. „Þetta var gaman meðan á því stóð en eftir að ég hafði tekið ákvörðun um að flytja til Danmerkur var mál að hætta.“ Fékk silfur á Ólympíuleikum Lasse Jensen fjallaði um Karen í danska sjónvarpinu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.