SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Qupperneq 26
26 9. október 2011
E
vrusvæðið er á leið í aðra krepp-
una á þremur árum. Grikkland,
Írland, Portúgal og Spánn berj-
ast í bökkum. Þar er atvinnu-
leysi landlægt og niðurskurðurinn þrengir
að. Ástandið er farið að smita út frá sér og
hafa áhrif í Frakklandi og Þýskalandi.
„Ríkisskuldakreppan er eins og sveppur
á hagkerfinu,“ segir Jörg Krämer, yfirhag-
fræðingur Commerzbank, við The New
York Times. Hann spáir því að kreppa sé
yfirvofandi í Evrópu. Hagvöxtur á evru-
svæðinu nálgast nú núllið. Sérfræðingar
segja að ástandið gæti varað til vors. Það
gæti leitt til lægri skatttekna og aukins at-
vinnuleysis og gert ríkjum evrusvæðisins
enn erfiðara fyrir að eiga við rík-
isskuldavandann og vernda nauðstadda
banka.
Góð hugmynd sem varð að harmleik
Rót vandans má rekja til Grikklands.
„Hvernig gat það gerst að skuldir lítils
lands gátu fengið heila álfu til að riða til
falls?“ var spurt í rækilegri úttekt þýska
vikuritsins Der Spiegel. „Gríska dramað
sýnir hvernig evran varð að hættulegasta
gjaldmiðli heims: byggð á skuldum og
svindli, án grunns og forustu. Saga góðrar
hugmyndar, sem varð að harmleik.“
Grunnurinn að evrunni var lagður með
Maastricht-samkomulaginu, sem var
undirritað 1992. Ein af þremur grunn-
stoðum þess var „efnahags- og mynt-
bandalag“. Þar var að finna ramma, sem
hefði getað orðið grundvöllur sameig-
inlegrar efnahagsstefnu og skatta- og
vaxtastefnu. Til þess var hins vegar ekki
pólitískur vilji. Öðru máli gegndi um evr-
una og þar var ekki síður lögð áhersla á hið
táknræna.
Grikkir sáu strax 1993 að evran gæti
orðið þeirra björgunarhringur. Landið var
hlaðið skuldum. Þjóðarskuldirnar námu
114% af þjóðarframleiðslu, verðbólgan
14% og gjaldmiðillinn, drakman, í frjálsu
falli. Eins og það er orðað í Der Spiegel var
Grikkland ekki samkeppnishæft í við-
skiptum og líktist helst þróunarríki, sem
lifði af framleiðslu á jógúrti og ólífuolíu,
siglingum og ferðaþjónustu.
Jannos Papantonio, þáverandi fjár-
málaráðherra Grikklands, átti að fylgja því
eftir að Grikkir fengju hinn nýja gjald-
miðil. Á fundi 1997 þar sem ræða átti útlit
nýja gjaldmiðilsins lagði hann til að á
myntinni yrðu einnig grískir bókstafir.
Theo Waigel, þáverandi fjármálaráðherra
Þýskalands, á að hafa vísað því hranalega á
bug. Grikkir væru ekki í neinni stöðu til að
setja kröfur: „Þið eruð ekki með og þið
munið heldur ekki verða með.“
Einhverju síðar veðjaði Papantoniou við
Waigel um að Grikkir myndu fá evruna og
það kom á daginn. Waigel segir nú að það
hafi verið „dauðasynd“ að taka Grikki inn.
Papantoniou segir að Waigel hafi komið
Grikkjum inn í evruna: „Það er alls ekki
satt að hann hafi verið andstæðingur
evruaðildar okkar.“ Þegar gríski ráð-
herrann fyrrverandi er spurður um full-
yrðingar um að Grikkir hafi notað falsaðar
tölur til að koma sér inn í evruna segir
hann: „Við gerðum ekkert annað en öll
hin löndin.“
Þar hefur hann kannski að einhverju
leyti rétt fyrir sér. Þjóðverjar íhuguðu
meira að segja að beita brögðum til að
gullforði þeirra virtist meiri en raun var.
Opinberar skuldir Ítala voru til dæmis
116% af þjóðarframleiðslu, en samkvæmt
Maastricht átti hámarkið að vera 60%.
Hin pólitíska ákvörðun um að taka evruna
upp 1. janúar 2002 hafði hins vegar verið
tekin og þá var lokaskoðun á því hvort að-
ildarríkin uppfylltu skilyrðin fórnað.
Hans Tietmeyer, þáverandi yfirmaður
þýska seðlabankans, var einn þeirra sem
höfðu efasemdir. Á lykilfundi þýsku rík-
isstjórnarinnar um málið viðraði hann þá
skoðun sína að ákveðin ríki, sem gert væri
ráð fyrir að yrðu innan evrusvæðisins,
væru ekki tilbúin, en það gilti einu. Nið-
urstaða fundarins hafði þegar verið
ákveðin. Helmut Kohl kanslari leit svo á
að evran væri enn einn hornsteinninn að
því að tryggja frið í Evrópu.
Hagstofa Evrópu, Eurostat, hafði með
höndum að fylgjast með því hvernig ríkj-
unum gengi að uppfylla Maastricht-
skilyrðin. Hún hafði hins vegar engar leið-
ir til að knýja ríkin til að bæta sig þegar
tölurnar pössuðu ekki.
Alltaf pólitískur gjaldmiðill
Stjórn Gerhards Schröders tekur við í
Þýskalandi 1998. Schröder var ekki jafn
innblásinn af Evrópuverkefninu og forveri
hans og kallaði evruna fyrirbura. Hans
Eichel, fjármálaráðherra í stjórn Schröd-
ers, hafði einnig sínar efasemdir. Hann
skildi til dæmis ekki ákvæðið um að ekki
mætti aðstoða skuldug evruríki. Til væru
áætlanir um að aðstoða þjóðir á borð við
Ungverja, Letta eða Rúmena, en ekki ríki
innan evrusvæðisins. Þó væru það hags-
munir öflugu ríkjanna innan evrusvæð-
isins að styðja þau veikari: „Ef við hjálpum
þeim ekki að styðja viðskiptalíf sitt geta
þau ekki keypt vörurnar okkar.“
Eichel segir að evran hafi alltaf verið
pólitískur gjaldmiðill. Spánverjar, Portú-
galar og Grikkir hafi búið við herfor-
ingjastjórnir og ekki innleitt lýðræði á ný
fyrr en um miðjan áttunda áratuginn.
Evran hafi verið þáttur í að hjálpa þessum
Hættu-
legasti
gjaldmiðill
heims?
Horfur í evrópskum efnahagsmálum versna dag
frá degi. Evrunni er líkt við tifandi tímasprengju
og í grein í Der Spiegel er hún sögð hættulegasti
gjaldmiðill heims.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Ræstingakona sópar gólfið í verðbréfahöllinni í
Aþenu. Grískt fjármálalíf hefur verið sem lamað í
þeim hremmingum, sem nú ganga yfir.