SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 27
9. október 2011 27
ríkjum að tryggja lýðræðið í sessi.
Grikkir fá grænt ljós árið 2000. Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins og seðla-
banki Evrópu komast þá að þeirri niðurstöðu
að Grikkir hafi bætt sig verulega. Reyndar
eru skuldir þeirra rúmlega 100% yfir þjóð-
arframleiðslu og langt yfir viðmiðinu um að
þær eigi ekki að fara yfir 60% og þá þegar
leikur grunur á að opinberu tölurnar frá
Grikklandi séu ekki áreiðanlegar.
Í Þýskalandi var meirihluti í öllum flokk-
um fyrir því að Grikkir tækju líka upp evru,
en þýskur almenningur var ósáttur og vildi
halda í þýska markið. Der Spiegel rifjar upp
að 1992 skrifuðu 62 prófessorar undir yfirlýs-
ingu þar sem þeir sögðust óttast að mynt-
bandalagið myndi eins og það væri uppbyggt
leiða til mikilla hagsveiflna í Vestur-Evrópu.
Án sameiginlegrar viðskipta- og efnahags-
stefnu fengi sameiginleg mynt ekki staðist.
60% Þjóðverja voru á móti evrunni. Meg-
inástæðan var ótti við að þeir myndu sitja
uppi með að þurfa að borga skuldir annarra
ríkja.
1998 samþykktu þýskir stjórnmálamenn
engu að síður að láta skeika sköpuðu. Gagn-
rýnendur voru ekki vel séðir. Hans Reckers,
einn af stjórnarmönnum þýska seðlabank-
ans, leyfði sér að segja að Grikkir væru ekki
tilbúnir fyrir myntbandalagið og fresta bæri
inngöngu þeirra um minnst eitt ár. Hann
hafði varla sleppt orðinu þegar allt byrjaði að
nötra á gríska verðbréfamarkaðnum. Eichel
fjármálaráðherra lét koma þeim boðum til
Reckers að hann skyldi ekki tjá sig frekar um
málið. Reckers segir hins vegar að allir 15
bankamennirnir í stjórn bankans hafi verið
þeirrar hyggju að það væru mistök að leyfa
Grikkjum að vera með.
Efasemdir bak við tjöldin
Efasemdirnar þýskra bankamanna og sér-
fræðinga um evruna heyrðust yfirleitt aðeins
bak við tjöldin, en bandarískum hagfræð-
ingum leist ekki á blikuna. Einn þeirra var
Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard, sem
á þeim tíma var yfirhagfræðingur Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Rogoff sagði augljóst að
myntbandalag án pólitísks bandalags og
miðstýringar útilokaði að hægt væri að
bregðast hratt við vandamálum á myntsvæð-
inu. Hann segir að milli evrópskra og banda-
rískra hagfræðinga hafi myndast gjá. Evr-
ópumennirnir hafi haldið fram að
starfssystkin þeirra hinum megin við Atl-
antshafið skildu ekki hið sögulega samhengi
og hvílíkt framfaraspor evran væri, en
Bandaríkjamennirnir töldu félaga sína blinda
á veruleikann.
Rogoff taldi reyndar að margt gott væri í
regluverkinu um evruna, til dæmis að skuld-
ir mættu ekki fara yfir 60% af þjóðarfram-
leiðslu. Gallinn var bara sá að ekki var farið
eftir reglunum. Rogoff bendir á að til þess að
Ítalir virtust tilbúnir hafi verið fallist á að þeir
tækju svarta markaðinn með í mælingu þjóð-
arframleiðslu „og það er auðvitað brandari“.
Hann segir að Grikkir hafi verið 50 til 100 ár-
um á eftir þróuðu iðnríkjunum og langt frá
því að uppfylla Maastricht-skilyrðin. Það
hafi verið út í hött að gefa sér að evran myndi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, heilsast
með bros á vör. Samtöl þeirra bjóða þó sennilega ekki upp á mikil gamanmál þessa dagana.
Mótmælandi með gasgrímu gengur fram hjá alelda
sendiferðabíl í Aþenu. Í sumar kom ítrekað til átaka
í mótmælum í Grikklandi. Efnahagsástandið í
Grikklandi hefur dregið fram brestina í evrusam-
starfinu og gæti ekki bara orðið afdrifaríkt fyrir
efnahagsástandið í Evrópu heldur um allan heim. ’
Helstu evruloforðin
fjögur, sem sett eru
fram í Maastricht-
sáttmálanum, voru öll brotin:
böndum var ekki komið á
ríkisskuldirnar heldur tvö-
földuðust þær, aðeins fimm
ríki af 15 eru undir 60%
mörkunum, þak var ekki sett
á fjárlagahallann, aðeins
fjögur ríki eru undir mörk-
unum, og bannið við björgun
einstakra ríkja var brotið því
að evrópski seðlabankinn er
ekki lengur sjálfstæður held-
ur ruslbanki fyrir aðþrengd
ríkisskuldabréf.