SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 30
30 9. október 2011
L
ay Low sendir frá sér nýja plötu um miðjan
þennan mánuð. Hún heitir Brostinn strengur og
á henni er að finna ellefu lög Lay Low við ljóð ís-
lenskra skáldkvenna en einn textinn er eftir
hana sjálfa. Hvernig fékk Lay Low hugmyndina að gera
lög við ljóð íslenskra skáldkvenna?
„Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki lesið mikið af
ljóðum,“ segir hún. „Ég átti eina og eina ljóðabók sem
fólk hafði gefið mér, flest ljóðabækur eftir unga höfunda.
En ég hugsaði oft um það að það væri gott fyrir mig að
lesa meira af ljóðum. Eitt árið fékk vinkona mín gjöf frá
móður sinni, fallega rauða ljóðabók. Þetta var sumarið
2008 og einn daginn, sem mig minnir að hafi verið heit-
asti dagur ársins, lágum við í Hljómskálagarðinum með
þessa bók og skiptumst á að lesa upphátt úr henni. Þarna
rakst ég á ljóð frá árinu 1882 sem heitir Sorgin og er eftir
konu sem kallaði sig Undínu. Venjulega get ég hrifist mjög
af lögum en ekki eins auðveldlega af textum en þetta ljóð
snerti mig mjög djúpt. Ég gat ekki hætt að hugsa um það
og einn daginn settist ég niður og til varð lag við ljóðið.
Í fyrra fór ég svo að leita að fleiri ljóðum íslenskra
skáldkvenna til að semja lög við. Ég keypti ljóðabækur og
fann fjölmörg ljóð sem snertu mig. Í bókinni Stúlka er
góður listi yfir íslenskar skáldkonur og verk þeirra. Ég gat
notast við hann og fór kerfisbundið að leita að þessum
bókum, keypti þær eða fór á bókasafnið og las og las. Ég
var komin með 150 heillandi ljóð í bunka og svo fór ég að
semja lög. Ég fékk styrk frá Hlaðvarpanum og gat því ein-
beitt mér vel að undirbúningnum. Núna er komin plata en
á henni er bara brotabrot af því sem ég hef verið að skoða
og gera. Ég á svo mikið af efni að það er ekki ólíklegt að
það verði til framhaldsplata.“
Hvaða áhrif hafði það á þig, sem hafðir ekki lesið
mikið af ljóðum áður, að sökkva þér ofan í ljóðalestur?
„Þegar ég las þessi ljóð leið mér oft eins og ég hefði get-
að ort þau sjálf vegna þess að ég náði svo sterkri tengingu
við þau. Þarna fann ég nýja leið til að tjá mig og fá útrás
eitthvað svo asnalegt en setti það svo inn aftur.“
Og svo skyndilega var þér boðinn plötusamningur.
„Ég var allt í einu komin með plötusamning án þess
að hafa spilað þetta efni fyrir framan fólk. Fyrsta platan
mín kom út árið 2006. Það var byrjendabragur á henni
og ég kunni varla að syngja. Þegar ég hlusta á þá plötu
fæ ég oft kjánahroll en á sama tíma þykir mér afar vænt
um hana. Ég veit hvað ég er búin að læra mikið frá þeim
tíma og hversu mikið ég er búin að bæta mig en ég hefði
ekki getað gert betur á þeim tíma.
Í byrjun var uppgangurinn of hraður. Þegar ég gerði
fyrstu plötuna leit ég á tónlist mína sem jaðartónlist og
vonaðist ég til að geta selt 50-100 eintök. En svo varð
hálfgert æði í almennri spilun og platan rokseldist. Mér
fannst ég ekki tilbúin í þessa athygli en dróst með. Allt í
einu var ég komin í Sjálfstætt fólk og alls kyns stór við-
töl. Þetta var skemmtilegt en um leið erfitt því ég var
mjög feimin og mér fannst erfitt að vera svona sýnileg.
Um leið fannst mér ég verða að vera það af því ég var
með plötu. Eftir á finnst mér að ég hefði ekki þurft að
æsa mig svona í öllum fjölmiðlum. Þetta var aðeins of
mikið af því góða.“
Hrædd við höfnun
Textar þínir hafa aðallega verið á ensku, af hverju?
„Ég byrjaði að semja á ensku vegna þess að ég hlustaði
mikið á tónlist sungna á ensku. Mig hefur lengi langað
til að semja meira á íslensku en hef ekki verið dugleg við
að reyna. Þegar ég hef gert það hefur mér fundist út-
koman frekar slæm. Ég held samt að ég sé alltaf að verða
betri og betri. Ég á texta á íslensku á þessari plötu sem
heitir Gleðileg blóm við lag sem ég samdi handa
mömmu.“
Þú spilar þó nokkuð í útlöndum.
„Já. Mér hefur gengið ágætlega í Bandaríkjunum und-
anfarið. Síðasta platan mín var í ætt við sveitatónlist og
féll í kramið þar. Þegar ég spila í Bandaríkjunum er yf-
fyrir tilfinningar. Ég er að vinna með það sem mér finnst
fallegt og koma því á framfæri. Þetta er skemmtileg leið
sem ég lærði mikið af.“
Kannski er það ekki rétt hjá mér en mér hefur alltaf
fundist að þú værir meira fyrir það einfalda en það
flókna.
„Ég byrjaði að gera hlutina einfalt af því ég kunni ekk-
ert annað. Það hefur alltaf átt vel við mig að vinna með
sveitatónlist eða blús því þar eru laglínurnar einfaldar en
um leið þarf maður að setja mikla tilfinningu í túlkunina.
Á þessari plötu eru einfaldar útsetningar en líka aðrar
sem geta verið frekar flóknar. Lögin eru mjög fjölbreytt
en ég held þetta komi bara vel út í heildina. Mér finnst ég
vera að fara skrefinu lengra en áður í tónlistarsköpun og
ég er að þróa minn stíl.“
Of hraður uppgangur
Þú varðst stjarna í íslensku tónlistarlífi á nokkuð
óvenjulegan hátt. Þú settir tónlist þína á netið og fékkst
í kjölfarið plötusamning. Segðu mér frá þessu.
„Mamma setti mig í píanótíma þegar ég var barn en
tónlistaráhuginn hófst fyrir alvöru þegar ég var unglingur
og fór að spila á bassa í kirkjuhljómsveit. Mér fannst flott
og spennandi að vera bassaleikari. En innra með mér
bærðist ofurlítill draumur um að verða söngkona. Ég
reyndi nokkrum sinnum að taka söng minn upp á seg-
ulband en þegar ég hlustaði fannst mér útkoman vera
hreinn hryllingur. Ég fékk hræðilega minnimáttarkennd
gagnvart rödd minni og gat ekki sungið. Það var erfitt að
vera unglingur. Ef ég var í veislu þar sem verið var að
syngja afmælissöng hreyfði ég varirnar hljóðlaust því ég
vildi ekki að neinn heyrði í mér. Ég ákvað að ég gæti ekki
orðið söngkona og sætti mig við að vera bassaleikari. En
svo fórum við vinkona mín að semja lög og þá vantaði
söngkonu þannig að ég fór að raula lögin. Einn daginn
samdi ég lag eftir sjálfa mig sem ég söng sjálf og setti á
netið. Ég tók það fljótlega af netinu því mér fannst það
Viðtal
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Komin
skrefinu lengra
Söngkonan Lay Low sendir frá sér nýja plötu með lögum
við ljóð íslenskra skáldkvenna. Hún segist þar vera að
vinna með það sem sér þyki fallegt. Lay Low ræðir um
plötuna og listaferilinn. Hún talar einnig um hræðilegt
tímabil í lífinu þegar hún glímdi við erfið veikindi.