SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Qupperneq 32
32 9. október 2011
E
itt af því sem ástæða var til að
velta fyrir sér í kjölfar hruns-
ins haustið 2008 var það
hvort sá atburður mundi leiða
til breytts hugarfars þjóðar, sem hafði
búið við vaxandi velgengni um langt
skeið, og breytts lífsstíls. Þegar alvarlegir
atburðir verða í lífi einstaklinga getur það
leitt til þess að viðhorf þeirra til lífsins
gjörbreytist, hvað það er sem skiptir máli
og hvað skiptir engu máli. Og þess vegna
ekki fráleitt að ætla að hið sama geti gerzt
í lífi þjóðar.
Mörgum hefur þótt djúpt á þeirri við-
horfsbreytingu en kannski er hún að
verða að veruleika, ekki sízt ef við lítum
yfir sviðið allt en ekki bara á Ísland eitt.
Umræður um alla Evrópu snúast nú um
eitt og hið sama – að minnka skuldir
þjóða, fyrirtækja, heimila og ein-
staklinga. Nýjasta dæmi um það er ræða
David Cameron, forsætisráðherra Breta, á
landsfundi Íhaldsflokksins sl. miðviku-
dag. Kjarninn í ræðu Camerons var sá að
Bretar þyrftu að minnka skuldir á öllum
stigum samfélagsins til þess að treysta
efnahag sinn. Og sami boðskapur heyrist
annars staðar, þótt með mismunandi
hætti sé. Bandaríkjaþing og Hvíta húsið
standa í stóraðgerðum við að skera niður
opinber útgjöld til næstu tíu ára.
Ísland er ekkert annað en spegilmynd
af þessari stöðu. Þótt deilt sé hér heima
fyrir um einstakar niðurskurðaraðgerðir
ríkis og sveitarfélaga hljóta þó allir,
stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar,
að vera sammála um, að niðurskurður
útgjalda er óhjákvæmilegur.
Í þessu felst að bæði við, Bandaríkja-
menn, Bretar og aðrar þjóðir í okkar
heimshluta horfumst í augu við, að ekki
er hægt að halda áfram að lifa nú á kostn-
að framtíðarinnar. Það sama á við um
fyrirtæki, heimili og einstaklinga. Allar
þessar einingar samfélagsins hljóta að
hugsa á sama veg. Það var lykilþáttur í
ræðu Camerons á miðvikudag.
En um leið og þetta er sagt er ákveðin
mótsögn fólgin í því ef og þegar opinberir
aðilar og jafnvel fyrirtæki gera fjárhags-
áætlanir sínar út frá þeirri forsendu að
hinn almenni borgari muni auka eyðslu
sína um leið og hann getur. Cameron fann
samstundis fyrir þessari mótsögn. Brezku
blöðin sögðu frá því á miðvikudags-
morgun hvað hann mundi segja í ræðu
sinni síðar þann dag. Eitt af því var það að
hann hvatti Breta skv. hinum skrifaða
texta ræðunnar til þess að borga upp
kreditkortaskuldir sínar. Sérhags-
munaöflin í formi stórmarkaða dembdust
yfir hann strax þennan sama morgun og
sögðu: ef þú hvetur fólk þess að borga
upp kreditkortaskuldir sínar minnkar
salan hjá okkur enn meira og samdrátt-
urinn í efnahagslífinu verður enn meiri.
Cameron gaf strax eftir og breytti texta
ræðunnar þótt meginþemað væri óbreytt.
Þegar ríkisstjórn Íslands leggur fram
fjárlagafrumvarp, sem að einhverju leyti
byggist á aukinni einkaneyzlu, er hún í
raun að ýta undir óbreytt hugarfar og
óbreyttan lífsstíl frá árunum fyrir hrun.
Þjóðin þarf á öðru að halda.
Það hefur kostað Þjóðverja gífurlega
fjármuni að endurreisa austurhluta
landsins og því verki er ekki lokið enn.
Þeir hafa unnið sig í gegnum það með því
að auka útflutning. Aðhaldið á öllum
sviðum heima fyrir hefur verið mikið. Sá
mikli efnahagsstyrkur sem Þýzkaland býr
við í dag byggist á stórauknum útflutn-
ingi.
Það er röng pólitík hjá stjórnvöldum,
vinnuveitendum og verkalýðshreyfingu
að telja fólki trú um að betri tíð sé á næsta
leiti. Svo er ekki. Það tekur lengri tíma en
þrjú ár að vinna upp afleiðingar hrunsins.
Um leið og svigrúm skapast hlýtur for-
gangsverkefni vera að rétta hlut þeirra,
sem við bágastan hag búa. En velgengni
okkar í framtíðinni byggist á því að auka
útflutning okkar og afla tekna annars
staðar frá.
Þetta eiga stjórnmálamennirnir að
segja þjóðinni og segja það umbúðalaust.
Það breytta hugarfar sem við þurfum á að
halda eftir hrun er að hætta að lifa á
kostnað framtíðarinnar. Það er ekkert
erfitt eða vont líf þótt það kalli á annan
lífsstíl en þann sem kenndur er við það
umtalaða ár 2007. Var það eitthvað sér-
staklega eftirsóknarverður lífsmáti?
Í gegnum allan hávaðann, hvort sem er
frá pottum og pönnum á Austurvelli eða
frá reiðum mótmælendum á götum
Aþenu fyrr í viku, sem æptu á lög-
reglumennina, sem notuðu táragas á þá,
að þeir ríku gætu borgað eða frá hinum
óvæntu götumótmælum, sem hafa verið
að breiðast út í New York og snúa ekki
sízt að fjármálafyrirtækjunum á Wall
Street, eða frá mótmælagöngu kennara í
Madríd fyrir nokkrum dögum, er það
þetta breytta hugarfar, sem er að brjótast
fram. Fólk er ekki að mótmæla því að
þurfa að lifa á eigin aflafé en ekki framtíð-
inni. Það er að mótmæla því að taka á sig
skuldbindingar sem aðrir hafa stofnað til
og reyna nú að koma yfir á almúgann.
Þetta grundvallaratriði, þessi þörf á
breyttu hugarfari og breyttum lífsstíl í
samræmi við það er lítið sem ekkert til
umræðu af hálfu þeirra sem kjörnir hafa
verið til að veita þjóðinni forystu.
Kannski eru það þeirra meginmistök og
kannski er það ein af ástæðunum fyrir því
að fólk leitar aftur og aftur á Austurvöll til
að mótmæla.
Það er hægt að tala við fólk með ýmsum
hætti. Forsetafrúin, Dorrit Moussaief,
talaði við fólk með sínum hætti á þing-
setningardaginn. En íslenzkir stjórn-
málamenn, hvar í flokki sem þeir standa,
virðast vera þeirrar skoðunar að bezt fari
á því að tala sem minnst við fólk, að ekki
sé nú talað um ef það safnast saman fyrir
utan þinghúsið.
Hrunið var ekki tímabundin uppákoma
í íslenzku samfélagi. Það var harkaleg
áminning um að við hefðum gengið of
hratt um gleðinnar dyr.
Breytt hugarfar? – Breyttur lífsstíll?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
Ó
perudraugurinn (The Phantom of the
Opera) er söngleikur eftir Andrew Lloyd
Webber, sem byggður er á frönsku skáld-
sögunni Le Fantôme de l’Opéra eftir Gaston
Leroux. Söngleikurinn var frumsýndur á þessum degi
fyrir 25 árum í Her Majesty’s Theatre í London í Bret-
landi. Tónlistin var öll samin af Lloyd Webber og stærsti
hluti textans var saminn af Charles Hart.
Óperudraugurinn segir frá bitrum og brjáluðum
manni sem býr í skúmaskotum og bakherbergjum gamla
óperuhússins í París. Hann herjar á starfsfólkið þar til að
hefna harma sinna; afmyndunar í andliti sem hann varð
fyrir í leikhúsinu og neyðir hann til að lifa lífinu „bak-
sviðs“ í bókstaflegri merkingu og bera grímu. Ljósið í
hinu ljóta lífi hans er ung sópransöngkona í leikhúsinu,
Christine Daaé, sem endurgeldur þó ekki ást hans, því
til sögunnar kemur ungur og hetjulegur karlmaður, Ra-
oul, sem leggur allt í sölurnar fyrir hana.
Óperudraugurinn var sumsé frumfluttur í London ár-
ið 1986 en fór svo vestur um haf þar sem söngleikurinn
var frumsýndur tveimur árum síðar. Árið 2006 urðu
kaflaskil á Broadway í New York, þá tók Óperudraug-
urinn við af Cats sem sú sýning sem lengst hefur gengið
þar í borg. Miðar hafa verið seldir á söngleikinn um allan
heim fyrir ríflega 600 milljarða króna, sem er met. Upp-
færslan í New York er sú sem best hefur gengið fjárhags-
lega í sögu Broadway.
Í London þá var Michael Crawford í tiltilhlutverkinu,
Sarah Brightman lék Christine og Steve Barton var í
hlutverki Raouls. Sýningin er enn í gangi í Her Majesty’s
Theatre og var nokkuð um dýrðir á 10.000 sýningunni
þann 23. október 2010 en til dæmis voru bæði Lloyd
Webber og Crawford viðstaddir sýninguna. Aðeins eins
sýning hefur verið lengur á fjölunum í West End, söng-
leikurinn Les Misérables.
Sérstök 25 ára afmælissýning var haldin í London 1. og
2. október í Royal Albert Hall. Leikarar og tónlistarfólk
voru yfir 200 talsins í þessari viðhafnarsýningu og kom
Lloyd Webber fram auk leikara úr upphaflegu uppfærsl-
unni, þar á meðal voru Crawford og Brightman.
Hvað sem veldur heillar þessi óvenjulega ástarsaga og
tónlist Lloyd Webber enn fólk um heim allan og heldur
sigurganga söngleiksins áfram.
ingarun@mbl.is
Óperu-
draugurinn
frumfluttur
Árið 2006 tók Óperudraugurinn við af Cats sem sú sýning
sem hefur verið lengst á fjölunum á Broadway.
Reuters
’
Óperudraugurinn hefur unnið
til fjölda verðlauna. Söngleik-
urinn hefur verið settur upp í
149 borgum í 25 löndum fyrir yfir
hundrað milljón áhorfendur.
Gríman er einkennismerki Óperudraugsins.
Á þessum degi
9. október 1986
Höfundur söngleiksins, Sir Andrew Lloyd Webber.
Reuters