SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 33

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 33
9. október 2011 33 T ónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson er löngu orðinn landsþekktur en hann fagnaði sextugs- afmæli sínu í vor. Hann er kvæntur Sigríði Kol- brúnu Oddsdóttur flugfreyju og eiga þau þrjú börn, Davíð Vigni, Margréti Gauju og Odd Snæ. Barna- börnin eru orðin fjögur talsins. Magnús verður gestur Jóns Ólafssonar í tónlistar- skemmtidagskránni Af fingrum fram í Salnum í Kópavogi næstkomandi miðvikudag, 12. október. Magnús hefur samið ótal dægurlagaperlur og munu þeir Jón taka lagið saman á tvo flygla auk þess sem þeir eiga örugglega eftir að grínast eitthvað. Magnús er ennfremur að setja upp söng- skemmtun á Broadway á Hótel Íslandi ásamt vinum sínum sem byggð er á ferli hans sem upptökustjóri, hljóðfæraleik- ari, útsetjari og sönglagahöfundur. Stefnt er að frumsýn- ingu í októberlok. Þegar Sunnudagsmogginn ræddi við Magnús undir lok vikunnar var hann á leiðinni til Kaup- mannahafnar með Flugfreyjukór Icelandair á kóramót en Magnús vinnur með og stjórnar einum fjórum kórum. ingarun@mbl.is Magnús með systkinum sínum og móður í fjörunni í Fuglavík. Með Bjögga og Bjössa Thor í Rússlandi forðum daga. Með frúnni í Toronto. Með konunni Sirrý og syninum Oddi Snæ á Ingólfshöfða. Í stuði á tón- leikum í Sovíet. Myndaalbúmið Hinn landsþekkti tónlistarmaður Magnús Kjartansson fagnaði sextugsafmæli sínu í sumar. Með konunni, dóttur og dótturdóttur á sólardegi. Með Davíð syni sínum sem er búsettur í Toronto í Kanada. Ari Magg tók portrett af Magnúsi í tilefni af sextugsafmælinu. Magnús er hér í hlutverki fararstjóra með ferðafólk á fjöllum. Með Jóa mági sínum á 60 ára afmæli hans. Ferðalög og fjör

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.