SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 35
9. október 2011 35
M
atur-inn sýningin var í fimmta skipti í Íþróttahöllinni á Ak-
ureyri um sl. helgi. Um er að ræða einskonar uppskeruhátíð
norðlenskra matvælaframleiðenda sem haldin er af félaginu
Matur úr Eyjafirði. Það er alveg ljóst að hún er komin til að
vera ef marka má fjöldann af fólki sem kom á sýninguna og tók þátt í henni
á einn eða annan hátt.
Við hjónin getum ekki annað en verið stolt af að sjá hversu stór sýningin
var og vel heppnuð, en við mættum að sjálfsögðu norður yfir heiðar til að
vera með, margir nefndu við okkur að sýningin væri á góðri leið með að
verða það sem við töluðum um þegar við héldum hana fyrst árið 2003. Þá sá
ég fyrir mér viðburð sem væri áberandi um allan bæ, með þátttöku veitinga-
manna, matvælaframleiðenda, verslana og bæjarbúa allra. Ég verð að við-
urkenna að ég hafði smááhyggjur af að sýningin yrði að engu eftir að við
fjölskyldan fluttum á höfuðborgarsvæðið.
Á sýningunni í ár var til dæmis grenvískur harðfiskur og hákarl, saltfiskur
og saltfiskafurðir frá Hauganesi, bakkelsi, kaffi og ýmsar kjötvörur frá Ak-
ureyri, margvíslegar mjólkurafurðir, grænmeti úr Fnjóskadal, birkisafar og
síróp úr Hallormsstaðarskógi og ýmiss konar sultur og góðgæti úr Svarf-
aðardal eins ótrúlegt og það nú hljómar, en þaðan eru einmitt Bakkabræður
og Júlli fiskidagur, bjór frá Árskógssandi og nýr bjór úr Skagafirði. Eins og
oft áður mættu þátttakendur í Matarkistu Skagafjarðar með ýmislegt góð-
gæti, sem og vinir okkar úr Þingeyska matarbúrinu, samtökin Beint frá býli
voru með bás þar sem meðal annars var lífrænt ræktað bygg og aðrar vörur
austan af Héraði, þar voru einnig mömmulegar sultur og hlaup úr íslenskum
berjum og rabarbara og reyktur ostur sem ég féll alveg fyrir. Nautsskrokkur
var grillaður í einn sólarhring sem vakti mikla lukku hjá gestum sýning-
arinnar.
Á sýningunni voru einnig húðvörur unnar úr íslenskum jurtum og text-
ílvörur með laufabrauðsþema. Einnig voru matreiðslukeppnir sem hefð var
komin fyrir á sínum stað þar sem til dæmis þjóðþekktir einstaklingar, mat-
reiðslumenn, bakarar og mataráhugamenn tóku þátt. Veitingastaðir í bænum
voru með sérstakan matseðil í tilefni af hátíðinni þar sem þeir leituðust við
að matreiða hráefni af svæðinu.
Mig langar að hrósa þeim sem að sýningunni standa og tóku þátt fyrir frá-
bært verk og hvetja þá áfram til dáða að gera enn betur eftir tvö ár. Að lok-
um langar mig að vitna í bæjarstjórann á Akureyri sem sagði í opnunarræðu
sýningarinnar að matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta væri mjög mikilvæg
fyrir samfélagið og atvinnulífið á svæðinu, bæjarstjórinn væri til í að leggja
mikið á sig til að styðja við þessar greinar, vil ég þá ljúka þessum pistli með
að benda honum og bæjarstjórninni á að þau ættu kannski að styðja betur
við þessa sýningu og félagið Matur úr Eyjafirði.
Uppskeruhátíð
í Eyjafirði
Matur
Friðrik V
Arnrún Magnúsdóttir og Friðrik V á bás Norðlenska. Til hægri er Þórarinn Ingi Pét-
ursson bóndi á Grýtubakka 1, áður í Laufási.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
bótar með örfáar ær. Þrír eru með holda-
naut, einhverjir með hænur, nokkrir
með hesta og einn með geitur. Að jafnaði
sækja um 40 manns atvinnu út fyrir
sveitarfélagið. Um 700 sumarhús eru í
sveitarfélaginu. Félagsstarf stendur í
blóma í Kjósinni og þar er starfandi fjöldi
félaga eins og veiðifélag, kvenfélag, bún-
aðarfélag, hestamannafélag og sauð-
fjárræktarfélag, svo nokkur séu nefnd. Í
nýuppgerðu aðsetri sveitarstjórnar í Ás-
garði er bókasafn hreppsins og fundaað-
staða og þar hefur Kjósarstofa aðsetur.
Kjósarhreppur veitti stofnframlag til
Kjósarstofu sem er tilraunaverkefni en
Ólafur segir starfsemina hafa fallið í frjó-
an jarðveg. Haldin var vegleg opn-
unarhátíð í Ásgarði og Ólaskógi þann 25.
júní sem tókst vel og var sótt af um 70
manns. Oddviti Kjósarhrepps, Guð-
mundur Davíðsson, flutti ávarp og opn-
aði Kjósarstofu formlega. Opnuð var
sölubúð með handverki og bókum í um-
boðssölu og sýning um SÓL í Hvalfirði
ásamt borða með þjónustuupplýsingum
aðila í Kjós, líkt og eru í bæklingunum
Kjósin heill heimur og Kátt í Kjósinni.
Stríðsminjar úr Samansafninu eru einnig
á sýningunni til að minna á hernámssög-
una. Meðal viðburða sem standa fyrir
dyrum eru jólamarkaður á aðventunni og
ljósmyndasýning sem sprottin er upp úr
námskeiði sem Ragnar Th. Sigurðsson
stóð fyrir í sumar.
„Það hefur mikill tími farið í kynningu
á stofunni en vel hefur tekist til með
námskeið og bókakynningar, svo sem í
sambandi við 25 gönguleiðir á Hvalfjarð-
arsvæðinu. Við hugsum starfsemina bæði
inn og út á við og leggjum áherslu á að
vera í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu.
Impra hefur lagt okkur lið og þegar er
orðinn til vísir að klasasamstarfi, þar sem
þróa á matvæli og/eða handverk sem er
eyrnamerkt Kjósinni,“ segir Ólafur.
Með tilkomu Hvalfjarðarganganna
dróst umferð um Kjósina saman en á
móti kemur að ferðaþjónustunni hefur
vaxið fiskur um hrygg. „Fólk sér fram á
alls konar tækifæri, svo sem vinnustaða-
ferðir og þjónustu við sumarbústaða-
eigendur en sumarbústöðum fjölgar jafnt
og þétt í sveitinni. Sóknarfærin eru ótví-
ræð hér í Kjósinni.“
Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli með forrétt kvöldsins, „nautnabitann“.
Morgunblaðið/Kristinn
Lisa Sascha Boije af Gennaes og Þórarinn Jónsson í versluninni Matarbúrinu á Hálsi.
Grjótkrabbi, nýjasti „landneminn“ í Kjós.