SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 38
38 9. október 2011
N
ýr maður tók við starfi forstjóra Eimskipafélags Íslands
síðsumars 1979. Óttarr Möller sem staðið hafði í brúnni
um langt árabil steig til hliðar og Hörður Sigurgestsson
tók við stjórn félagsins, sem hann sinnti allt fram undir
aldamót. Var sem forstjóri einn helsti áhrifamaður íslensks við-
skiptalífs og raunar í þjóðfélaginu öllu, þar sem hann veitti forstöðu
fyrirtæki í fremstu röð enda tóku áherslur í starfsemi þess mið af því
sem gerist í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi
„Við vinnum nú að stefnumótun til næstu ára. Ég geri ráð fyrir að
þar verði megináherslan lögð á aukna gámaflutninga og endurnýjun
skipakostsins. Þar hefur Eimskip verið brautryðjandi, en nú ber
nauðsyn til að eldri skipin verði endurnýjuð og hagkvæmari skip
fengin í þeirra stað,“ sagði Hörður í viðtali við Frjálsa verslun haustið
1979 um það leyti sem hann tók við starfinu. Sagði hann sömuleiðis
að endurskoða þyrfti skiparekstur félagsins – en á þessum tíma var
félagið með 24 skip í útgerð sem árið 1978 sinntu 55% almennra
farmflutninga til og frá landinu. Forstjóraskipti hjá Eimskip 1979. Hörður Sigurgestsson tók við af Óttari Möller. Nýr maður og nýir tímar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Myndasafnið 1979
Eimskip er
óskabarnið
L
eikarinn Ashton Kutcher er aldeilis búinn
að vera í sviðsljósinu að undanförnu en orð-
rómur um að hann hafi haldið framhjá eig-
inkonunni, leikkonunni Demi Moore, hafa tröll-
riðið öllu í slúðurmiðlunum.
Leikarinn Christopher Ashton Kutcher fæddist hinn 7.
febrúar árið 1978 og er því 33 ára. Nokkur aldursmunur er því
á honum og eiginkonunni en hún er 48 ára gömul. Þau gengu í
hjónaband árið 2005. Moore var áður gift harðjaxlinum Bruce
Willis og eiga þau þrjú börn saman, svo Kutcher er stjúpfaðir.
Meint framhjáhald Kutcher er sagt hafa farið fram á hótelsvítu í
San Diego með hinni 23 ára Söru Leal. Hann er sagður hafa skemmt
sér með fjórum ungum stúlkum í heitum potti á svölum svítunnar og
eftir það sængaði hann hjá Leal. Því er ekki að furða að tal um skilnað
fari hátt.
Starfaði sem fyrirsæta
Kutcher starfaði í nokkurn tíma sem fyrirsæta áður en hann varð þekktur í
sjónvarpi. Hann lenti í öðru sæti í alþjóðlegri fyrirsætukeppni árið 1997 en
sigurvegari keppninnar er líka orðinn þekktur í Hollywood, Josh Duhamel.
Eftir það sat hann fyrir hjá m.a. Calvin Klein. Hann er hinsvegar þekktastur
fyrir hlutverk sitt sem Michael Kelso í hinum vinsælu þáttum That ’70s
Show. Hann naut líka mikilla vinsælda í sjónvarpshrekkjaþættinum Punk’d
þar sem hann spann flókna blekkingarvefi á kostnað hrekklausra Holly-
wood-búa.
Grínarinn Kutcher hefur nú tekið við mögulega stærsta hlutverki sínu
hingað til en hann tók við af vandræðagemsanum Charlie Sheen í hinum of-
urvinsæla gamanþætti Two and a Half Men. Þátturinn hefur aldrei verið
Leikarinn Ashton
Kutcher er í sviðsljós-
inu um þessar mundir
en fréttir af meintu
framhjáhaldi fara hátt.
Svo var hann líka að taka
við af Charlie Sheen í hin-
um vinsælu gamanþáttum
Two and a Half Men.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Leikarinn er vinsæll hjá
unglingunum en hérna
tekur hann við verð-
launum á Teen Choice-
verðlaunahátíðinni í
Kaliforníu í ágúst.
Reuters
Gamanið
kárnar hjá
Kutcher
Frægð og furður