SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 39
9. október 2011 39 Ó HHHH MÆ GOOOD! JESÚS! Þessar upphrópnir eru af einhverjum ástæðum meðal þeirra algengustu sem hrökkva út um munninn þegar fólk springur í nægjunni, þessari sem er til fulls. Sjálfsagt tekur fólk upp á því að kalla á Sússa og pabba hans af því að því líður eins og það hafi komist í snertingu við almættið þegar fullnægingarblossinn feykir meðvitundinni langt inn í aðrar víddir. Eða getur verið að sú tilfinning að losna nánast úr líkamanum þegar hámarkið hríslast út í hverja taug, sé skyld þeirri trúar- legu upplifun sem fólk verður fyrir þegar það segist hafa fengið yfir sig heilagan anda. Alsæla kallast það hvort tveggja. Eða er heilagur andi svona fjandi hreint þrunginn kynþokka? Í það minnsta dreymir margar konur um að taka prest í fullum skrúða, helst upp við altari, og sennilega liggur þar að baki þessi sama þrá um að komast í nánd við guðdóm- inn. Ef þessi trúarlega tenging er sammannleg, þá geri ég ráð fyrir að múslímar kalli á sinn Allah við holdsins samruna, sem er reyndar heppilegt nafn á guði í þessu samhengi, því þá þarf bara að læða tveimur ell-um inn í hið klassíska AHHHH. Gera má ráð fyrir að kaþólikkar ákalli þá hreinu meyjuna Maríu þegar matar í hvítuna í augunum á þeim þar sem þeir hníga hver að annars sveittu brjóstum. Ekki veit ég hvað Maju og Gussa finnst um þessi frygðaráköll í tíma og ótíma en þó finnst mér ekki ólíklegt að þau himnabú- arnir séu frekar kát með að fólk leggi sig fram við að fjölga sér, það er jú tilgangurinn með þessu brölti. Kannski kinka þau kolli góðlátlega til þeirra dauðlegu þegar þau heyra köllin frá þeim þar sem þeir engjast sundur og saman í samræðisfýsn. Blikka kankvíslega öðru auga og hvísla: Jú, þakka ykkur fyrir að viðhalda mannkyninu. Ekki slæm staða að vera alsjáandi ef örlar á gægjuþörf. Hvort sem óhljóðunum fylgir nafnakall eða ekki (flestir láta YES! og JÁ! duga eða bara AHHHH! án allra ell-a), þá er vert að velta fyrir sér hvers vegna við mannfólkið veinum eins og stunginn grís þegar sprengikrafturinn flæðir um sál og líkama. Þessi skaðræðishljóð minna frekar á að verið sé að murka lífið úr viðkomandi en að fullsælu hafi verið náð. Hvaðan koma þessi dýrslegu hljóð? Ekki frá dýrunum, því þau fá það mörg hver algerlega hljóðlaust (þó vissulega séu undantekningar frá því). Hrútarnir láta til dæmis duga að rymja lítillega, sumir gefa vart frá sér minnstu stunu. Æ, greyin, að vera úthlutað svo lítilfjörlegri fullnægingu að þeir geti yfirhöfuð haldið sér saman. Hljóðlaus nægja er bara hálf ánægja. Skrímslahljóðið sem brýst úr barkanum er svo stór og ómissandi partur af útrásinni. Djúpt úr iðrum jarðar koma hljóðin dásamlegu. Gól þá fljóð- ið ógurlega ’ Þessi skað- ræðishljóð minna frekar á að verið sé að murka lífið úr viðkomandi en að fullsælu hafi verið náð. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Fór líka svo á næstu árum að skipunum var fækkað mikið og gáma- flutningar urðu ráðandi. Eimskip styrki sömuleiðis stöðu sína sem leið- andi fyrirtæki í atvinnulífinu. Í eðli flutningarekstrar býr að hann er al- þjóðlegur og í viðtali við Morgunblaðið árið 1989 þegar haldið var upp á 75 ára afmæli Eimskips talaði Hörður Sigurgestsson fyrir útrás íslenskra fyr- irtækja. „Við hjá Eimskip þurfum að vera tilbúnir til að aðlaga okkur þeim breytingum sem verða á íslenskum mörkuðum. Mér finnst ekki ótrúlegt að Eimskip megi búast við aukinni samkeppni í flutningum í framtíðinni og álít rétt að bregðast við því eftir föngum. Ég tel að íslensk fyrirtæki verði að íhuga vel hvaða möguleika þau eigi á erlendum mörkuðum. Við eigum að freista þess að vera markvissari og djarfari í þessum efnum og ekki að hika of mikið við að taka áhættu … Hitt er svo jafnan mikilvægt að hafa í huga að það má aldrei gerast innan neins fyrirtækis að taki fyrir þróun, það verður alltaf að halda áfram að skoða vinnubrögðin,“ sagði Hörður í nefndu viðtali. Fyrirtæki breytast og þurfa að taka mið af veruleika dagsins og jafn- framt því sem starfsfólk og stjórnendur leggja af mörkum í þá deiglu sem þróun samfélagsins er. Eimskip þurfti að stokka spilin í efnahagshruninu og er nú að komast fyrir vind. Og hátt er stefnt. Nýlega var gengið frá samningum um smíði tveggja nýrra gámaskipa sem afhent verða eftir tvö ár og fara þá til siglinga á svonefndri Suðurleið en skip sem sigla þá rútu hafa viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum, Immingham í Bretlandi og Rotter- dam í Hollandi. Þeir viðkomustaðir hafa í tímans rás verið mikilvægir við- komustaðir í siglingakerfi Eimskips; óskabarns þjóðarinnar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Ég tel að íslensk fyrirtæki verði að íhuga vel hvaða mögu- leika þau eigi á erlendum mörk- uðum. vinsælli en fyrsti þáttur Kutcher en á hann horfðu 27,7 milljónir Bandaríkjamanna. Kutcher leikur netmilljónamæringinn Walden Schmidt, sem rek- ur í orðsins fyllstu merkingu á fjörur feðganna Al- ans og Jakes Harper. Schmidt þessi hefur gaman af því að spranga nakinn um húsið og slást því aðdá- endur þáttanna um að fá miða í sjónvarpssal. Fær hann Emmy-verðlaun? Leikur Kutcher hefur fengið ágæta dóma og veltir dagblaðið Los Angeles Times því fyrir sér hvort Kutcher geti nælt í fyrstu Emmy-verðlaun þátt- arins fyrir leik í aðalhlutverki. James Spader sem tók við af Dylan McDermott í The Practice fékk Emmy-verðlaunin fyrir hlutverkið árið 2004 og tvenn í viðbót þegar persóna hans í þáttunum fékk sér þátt, Boston Legal. Charlie Sheen hefur líka upplifað að vera ekki hent úr þætti heldur taka við af leikara sem hættir. Hann fékk Golden Globe- verðlaun fyrir leik sinn í Spin City eftir að hafa tek- ið við af Michael J. Fox. Hingað til hefur Kutcher ekki verið að raka inn verðlaununum, nema kannski Razzie-verðlaun- unum, sem eru skammarverðlaun en hann hefur oft verið tilnefndur. Hann hreppti meira að segja eitt í ár, sem versti leikarinn fyrir Valentine’s Day og Killers. Áhorfið á Two and a Half Men með Kutcher inn- anborðs hefur haldist hátt og verður það ábyggi- lega áfram á meðan umræðan um einkalíf hans heldur áhuganum gangandi. Svo er bara spurning um hvort hann standi undir þessu til frambúðar. Kutcher með samleikurum sínum úr Two and a Half Men, Jon Cryer og Angus T. Jones. Myndin er tekin við há- tíðlega athöfn, þegar stjarna Cryer var afhjúpuð á gangstétt Frægðarbrautarinnar í Hollywood í september. Reuters ’ Hingað til hefur Kutcher ekki verið að raka inn verðlaununum, nema kannski Razzie-verðlaununum, sem eru skammarverðlaun Lauren og David Blair eru ekkert að verða leið hvort á öðru en þau hafa end- urnýjað hjúskaparheit sín 99 sinnum frá því að þau giftu sig árið 1984 í Top- anga-gljúfri í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þau hafa heldur ekkert á móti því að ferðast saman en at- höfnin hefur aldrei verið haldin á sama stað en í síð- asta skipti varð Hard Rock Cafe í Honolulu á Hawaii fyrir valinu 2. október. Athafnirnar eru orðnar hundr- að talsins, sem hefur komið þeim í Heimsmetabók Guinnes. „Við vorum bæði áður í langtíma- samböndum, sem gengu ekki upp. Við vissum að þetta væri rétt og vildum halda áfram að finna þessa frábæru tilfinningu frá brúðkaupinu,“ sagði Lauren við Huffington Post. Hundrað brúðkaup Lauren og David Blair. Gott ráð fyrir glæpamenn sem ætla að halda áfram að brjóta af sér er að láta ekki húðflúra sig í framan eins og Albert Tejeda hér. Lögreglan í Pinal- sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur alltaf augun opin fyrir honum. „Hann hefur verið í vörslu okkar margoft,“ sagði talsmaður lögreglunnar Elias Johnson við dagblaðið Huffington Post. Lögreglumaður sá Tejeda á gangi með samúræjasverð, þekkti hann strax og vissi að hann hefði ekki leyfi til að bera vopn af neinu tagi en hann var dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumann árið 2006. Tejeda flúði þegar hann sá lögreglumanninn. „Hann veit að hann má ekki vera með sverð. Ég hugsa að það sé verðmætt, ég held ekki að hann hafi ætlað að hálshöggva neinn.“ Auðþekkjanlegur glæpamaður Albert Tejeda.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.