SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 41

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 41
9. október 2011 41 LÁRÉTT 1. Alltaf lota fyrir fimm eldi á landi. (10) 4. Hafa leyfi fyrir gagnaeiningu. (8) 6. Metta radda ess aftur. (6) 8. Kúlulegur fara undir vatn hjá afskaplegum. (9) 10. Úr málvanda má gera erfitt úrlausnarefni. (8) 12. Umvafin fyrir það að maður sást. (8) 13. Ekki svipuð metir sem er flækt í vegalengd. (9) 14. Nörd brotnar niður með fimm hundruð og einum út af rómnum. (6) 15. Um það bil utan um. (7) 17. Kaupir ekki inn heldur þvert á móti. (7) 20. Frá Finnlandi flytja fimmtíu til þess sem uppgötv- ar. (8) 23. Næ með tveimur heilögum og hálfri kind í mikla. (8) 26. Klukkur tala saman um leysi og skort á lausnum. (11) 27. Fríaðist einhvern veginn þegar þú gerðir hart. (8) 28. Í maí samborgarinn er sagður vera ræðumað- urinn. (9) 29. Bullar sjaldan út af fatnaði. (9) 30. Líkingin er sögn eftir Hermann. (11) 31. Frjálsan og þýskan rekur í gegn með lokkun. (9) LÓÐRÉTT 1. Kljúfa fræg eskitré til að gera ríka. (9) 2. Starf hætti með kristilegum orðum að sögn launa- manna. (9) 3. Gera skepnu, sem finnst í Suður-Ameríku, mátt- lausa. (7) 4. Biluð kelling með feigt og stórt. (13) 5. Blaðsíða A nær að samþykkja. (6) 7. Óþokki fær D-hlutverk sem mannhrak. (10) 9. Læða hjá frú er fyrir mús eða sjávardýr. (9) 11. Hik og matargerð enda í bjórgerðarefni. (6) 16. Noregur og púlt gera sjúskaða. (12) 18. Afkimi telur fyrir þann sem þolir kúlur. (10) 19. Biskup, páfi og óþekktur með blandaðan drykk skapa tiltæki. (11) 21. Norðlensk iðn nær að sýna kvæði. (7) 22. Birtist eftir hanagal austurrískur og stjórnlaus. (7) 24. Bókstaflegt óp er komið á staðinn og er leitt. (8) 25. Fullorðinn að dragnast að einhverju leyti með fimmtíu miða. (8) 27. Drepur sálfræðinga. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 9. október rennur út á hádegi 14. október. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 16. október. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 2. október er Kári Sigfússon, Sæviðarsundi 70, Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Glæsi eftir Ármann Jakobsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Fyrri hluti Íslandsmóts tafl- félaga fer fram í Rimaskóla þessa helgina og dregur að sér mikinn fjölda skákáhugamanna hvaðanæva af landinu. Mótið hefur verið talsvert í fréttum undanfarið, ekki síst vegna þess að Taflfélag Reykjavíkur hefur skráð fjölmarga nafntogaðra stórmeistara í lið sitt og fara þar fremst í flokki skákdrottningin Judit Polgar og heimsmeist- arinn fyrrverandi, Anatolí Kar- pov en styrtaraðilar TR fengu þá ágætu hugmynd að bjóða hon- um hingað til lands. Hann er í reynd hættur að tefla en verður heiðursgestur við opnun Ís- landsmóts taflfélaga og hefur þegar sett mark sitt á keppni þar sem Bolvíkingum er spáð öruggum sigri. Bolvíkingar tefla fram A- og B-liði í efstu deild og af þeirri ástæðu einni er ekki nokkur leið til þess að keppnin geti farið fram á jafnréttisgrundvelli. Þó örlar ekki á vilja til breyta þessu fyrirkomulagi sem þekkist vart í öðrum flokkakeppnum. Í aðdraganda Íslandsmóts taflfélaga hefur mótsstjórn SÍ fengið mál til sín sem varðar skráningu einstakra skákmanna í lið en síðasti dagur skráningar var af hálfu SÍ upp gefinn 16. september sl. en samkvæmt túlkun mótsstjórnar gildir 17. september einnig sem skrán- ingardagur. Mál Alexei Dreev er mönnum enn í fersku minni en það snerist einnig um tímasetn- ingu skráningar. Hann var dæmdur ólöglegur í liði TV. Fjarri vangaveltum af þessu tagi héldu lið Bolvíkinga og Hellis á Evrópumót taflfélaga sem hófst hinn 25. september og lauk um síðustu helgi í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Margt er hægt að lesa út úr frammi- stöðu liðanna og einstakra liðs- manna. Bolvíkingar höfnuðu í 14. sæti af 62 liðum en Hellis- menn í 25. sæti. Bæði liðin áttu erfitt uppdráttar gegn sterkari liðunum, Bolar töpuð t.d. 0:6 í næstsíðustu umferð en átt svo góðan lokadag og unnu sterkt spænsk lið, Gros Xake Taldea, 4½ : 1½. Sigurbjörn Björnsson, bóksali og starfsmaður Actavis, sem tefldi á 4. borði fyrir Helli náði sínum fyrsta áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli og aðrir sem stóðu sig vel voru Stefán Kristjánsson, Guðmundur Gíslason og Bjarni Jens Krist- insson. Ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason teflir allra manna skemmtilegast þegar honum tekst upp og Evrópukeppni taflfélaga virðist eiga vel við hann sbr. eftirfarandi skák sem tefld var um miðbik mótsins: EM taflfélaga, 4. umferð: Domingues Metras – Guð- mundur Gíslason Grunfelds vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 Bg7 6. Db3 Rb6 7. Bf4 Be6 8. Dc2 Rc6 9. e3 0-0 10. a3? Hvítur hefur teflt byrjunina fremur ómarkvisst. Hér var mun betra að leika 10. Bb5. 10. … Hc8!? Upphafið að áætlun sem hvít- ur áttar sig ekki alveg á – fyrr en um seinan! 11. Bd3 Ra5 12. b4 Rb3! 13. Hb1 c5 Rífur upp stöðuna á drottn- ingarvæng. Nú er 14. Hxb3 svarað með 15. Bxb3 16. Dxb3 c4 o.s.frv. 14. bxc5 Rxc5 15. De2 Rxd3 16. Dxd3 Bc4 17. Dd2 Ba6 18. Re2 Rd5 19. Hb2 Ekki gekk 19. 0-0 vegna 19. … Bxe2 20. Dxe2 Rc3 og vinnur skiptamun. 19. … Bxe2! 20. Kxe2 Rc3+ 21. Kf1 Da5 22. g3 Dd5 23. Kg2 ( STÖÐUMYND ) 23. … g5! Vinnur mann. Hvítur taldi sig kominn í skjól með kónginn en þessi leikur gerir út um þær vonir, 24. Bxg5 er svarað með 24. … Re4. Hörfi drottningin kemur 25. … Rxg5. Metras gafst því upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Karpov á Íslandsmóti taflfélaga Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.