SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 42
42 9. október 2011
F
östudaginn 9. september flutti
áhrifamesti málfræðingur okkar
tíma, Noam Chomsky, fyr-
irlestur í boði Hugvísindasviðs
Háskóla Íslands. Þar sagði Chomsky frá
róttækum hugmyndum sínum um upp-
runa mannlegs máls, sem hafa breytt því
hvernig málfræði er stunduð í háskólum
um allan heim. Seinna sama dag fjallaði
hann um heimsmálin í anda þeirrar rót-
tækni sem við þekkjum úr villta
vinstrinu – án þess þó að ganga Stalín eða
Maó á hönd. Íslenskir fjölmiðlar sýndu
hinum róttæka fyrirlestri mikinn áhuga
(Morgunblaðið taldi hann að vísu enn eitt
dæmið um tök vinstri manna á HÍ) en
skautuðu hratt eða ekki yfir framlag
Chomskys til heimsmenningarinnar:
málfræðikenningar hans.
Í viðbrögðum fjölmiðla (nema hug-
ras.is sem sagði vel frá Chomsky og
heimsókn hans) birtist einhver mennta-
og vísindafælni sem ætti að vera algjör
óþarfi því málfræðifyrirlesturinn var
fjölsóttur, skemmtilegur og auðskilj-
anlegur. Hann fjallaði að sjálfsögðu ekki
um tæknilegar útfærslur og hríslumyndir
einstakra tungumála heldur um grunn-
hugsunina að baki: Hvernig það megi
vera að öll börn læri tungumál á fyrstu
árum ævi sinnar. Áhugi á þessari spurn-
ingu og svörum við henni er nánast jafn
útbreiddur og mannlegt mál.
Hugmynd Chomskys er að öll tungu-
mál lúti sömu grundvallarreglum þó að
hinar töluðu birtingarmyndir séu óend-
anlega ólíkar á yfirborðinu. Málstöðvar
heilans í öllum mönnum virðist m.ö.o.
vera gæddar sama hugbúnaði frá fram-
leiðanda. Þessi hugmynd hefur m.a.
mótað tungumálakennslu, málpólitík,
þróun máltækni í tölvum og skilning á
táknmáli, máltöku barna, málstoli heila-
bilaðra og lesblindu.
Í fyrirlestrinum greindi Chomsky frá
tilraunum þar sem fylgst var með við-
brögðum heilans við hljóðum sem líktu
annars vegar eftir hljóðum sem gætu ver-
ið tungumál og hins vegar við hljóðum úr
raunverulegu en algjörlega framandi
tungumáli. Hljóðin úr raunverulegu
tungumáli reyndust örva málstöðvar
heilans en eftirlíkingarnar ekki. Manns-
hugurinn greini því hljóð tungumála frá
öðrum hljóðum, og geti raðað þeim í
kerfi sem geri börnum kleift að læra mál-
ið.
Chomsky reyndi síðan að taka hug-
myndina alla leið og fara inn í heilabúið á
okkur með því að segja að einhvern tím-
ann fyrir meira en 50 þúsund árum, þeg-
ar yngsti sameiginlegi forfaðir mann-
kynsins gekk um jörðina, hefði orðið
stökkbreyting sem skilaði sér í hæfileik-
anum til mannlegs máls. Og sá hæfileiki
hefði ekki breyst eða þróast síðan. Eðli
málsins samkvæmt hefði stökkbreyt-
ingin orðið hjá einum manni fyrst. Sá
hefði því búið yfir hæfileikanum til að
finna merkingu án hljóðs á skrafi við
sjálfan sig. Tungumálið væri þannig ekki
hljóð með merkingu, eins og Aristóteles
sagði, heldur merking sem væri tjáð með
hljóðum eða táknum af einhverju tagi.
Heilinn byggi yfir hæfileikanum til að
hugsa merkingarbærar hugsanir og miðla
þeim með tungumálum – sem byggðust á
einni algildismálfræði.
Eins og nærri má geta eru þessar hug-
myndir umdeildar. Margir málfræðingar
halda sig frá hinum arfgenga alheims-
málhæfileika, benda á menningarmót-
andi áhrif tungumála og hugsa fremur
um tungur heims sem afsprengi þróunar
og samspils manna við ólíkar aðstæður.
Að hugmynd sem leiði okkur til að gera
ráð fyrir stökkbreytingu í einum manni
fyrir liðlega 50 þúsund árum sé óraun-
hæf. Gegn þróunarhugmyndinni teflir
Chomsky því að allir menn hafi nú sama
málhæfileikann og hann sé ekki breyti-
legur eftir þjóðflokkum og menning-
arsvæðum.
Eftir stendur að fólk hefur áhuga á því
hvernig megi skýra hæfileikann sem
börn búa yfir við fæðingu. Þau læra sín
ólíku móðurmál eftir sömu grundvall-
arreglunum og mynstrunum sem mál-
fræðingar um allan heim keppast við að
greina til þess að hrekja eða renna stoð-
um undir hina alltumlykjandi kenningu
Chomskys – sem er ástæðulaust að halda
frá íslenskum almenningi með því að tala
bara um stjórnmál við málfræðinginn
Noam Chomsky.
Málfræði og upp-
lýstur almenningur
’
Hugmynd Chomskys
er að öll tungumál
lúti sömu grundvall-
arreglum þó að hinar töl-
uðu birtingarmyndir séu
óendanlega ólíkar á yf-
irborðinu.
Fjölmiðlar einblína á stjórnmálaskoðanir Bandaríkjamannsins Noams Chomskys, en gleyma
því að hann er áhrifamesti málfræðingur okkar tíma.
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Lesbók
Á
rið 1964 kom út fyrra bindi
stórvirkis Björns Th. Björns-
sonar listfræðings, Íslenzk
myndlist á 19. og 20. öld, og
síðara bindið árið 1973. Þetta eru merki-
legar bækur, vel skrifaðar og upplýsandi,
enda sannkallað frumherjaverk. En það
var kominn tími á nýtt og viðameira yf-
irlit yfir íslenska myndlist, þar sem verk-
in væru prentuð vel í lit, fleiri raddir og
skoðanir fengju að njóta sín og ný við-
horf. Full þörf er á að bæta þekkingu
fólks á stefnum og straumum í sjón-
listum, og vonandi mun þessi nýja og
glæsilega listasaga aðstoða við það.
Fjórtán ár eru síðan byrjað var að und-
irbúa aðkomu Listasafns Íslands að ritun
sögunnar. Nú er verkið komið út, glæsi-
lega myndskreytt fimm bindi í öskju, í
ritstjórn Ólafs Kvaran.
Árið 2005 var samþykkt á Alþingi fjár-
veiting sem gerði Listasafninu kleift að
hefja undirbúning ritunar listasögunnar
og árið eftir var gerður útgáfusamningur
við Eddu útgáfu. Ári síðan tók Forlagið
við samningnum og samið var við fjórtán
höfunda um ritun tiltekinna kafla.
Markmiðið með verkinu er að „gefa út
rit um íslenska myndlist sem er ætlað ís-
lenskum almenningi,“ skrifar Ólafur í
formála og leggur áherslu á að þetta sé
yfirlitsrit en sú skilgreining mótar bæði
fræðileg efnistök og framsetningu.
„Í þessu verki er meðal annars reynt að
svara spurningum eins og hvað það sé
sem einkennir íslenska myndlist á hverju
tímaskeiði, hvert sé samband hennar við
alþjóðlega listasögu og hver séu tengsl
hennar við íslenskt samfélag og menn-
ingu,“ skrifar Ólafur en gefur síðan í
skyn að ekki sé víst að lesendur verði
sammála túlkun höfunda, enda séu
„áherslur þeirra að sjálfsögðu ólíkar.“
Kaflaskipti sögunnar
Tveir til fjórir höfundar rita hvert bindi.
Lagt hefur verið upp með að í hverju
þeirra sé tekið mið af nokkuð greini-
legum kaflaskiptum í íslenskri listasögu.
Í fyrsta bindinu, sem kallast Landslag,
rómantík og symbólismi, er fjallað um
tímabil sem nær frá seinni hluta 19. aldar
fram til um 1930. Þar koma við sögu
brautryðjendurnir, Einar Jónsson mynd-
höggvari og málararnir Þórarinn B. Þor-
láksson og Ásgrímur Jónsson. Upphaf
ferils Jóns Stefánssonar og Jóhannesar
Kjarvals er skoðað, auk listsköpunar
Muggs. Í lok bindisins er fjallað um það
hvernig myndlist fór fyrst að koma fyrir
augu almennings hér á landi.
Annað bindi, Þjóðerni, náttúra og
raunveruleiki, hefst á sumrinu 1930, en
þá er áhrifa Kjarvals farið að gæta og
listamenn farnir að vinna með íslenska
náttúru. Hér kemur Kjarval áfram við
sögu og fjallað er um það hvernig mód-
ernískar hræringar í Evrópu höfðu áhrif á
íslenska listamenn. Hér eykst skriðþungi
textans og listamönnum fjölgar. Seinni
hluti ferils Ásgríms og Jóns Stefánssonar
er skoðaður, sem og verk fyrstu íslensku
myndlistarkvennanna sem kveður að,
lesendur fræðast um málara sem urðu
fyrir áhrifum frá Frakklandi og um aðra
sem leituðu að myndefni á öræfum.
Þarna koma inn ný viðhorf, með ex-
pressjónískri túlkun í málverki, og svo er
farið ítarlega í fyrri hluta ferils mynd-
höggvaranna Ásmundar Sveinssonar og
Sigurjóns Ólafssonar.
Þriðja bindið, Abstraktlist, er helgað
þeim merku formbyltingartímum, en þá
er miðað við þá merku stund er Svavar
Guðnason snéri heim frá Kaupmanna-
höfn árið 1945. Þarna er þróunin rakin,
með viðkomu í verkum margra lista-
manna, í strangflatarlist og ljóðrænni
geómetríu, í tvívíðu formi sem þrívíðu, í
málverki, höggmyndum og vefnaði. Þeg-
ar hér er komið sögu þarf að fara yfir
mikið efni en það tekst vel að gefa heild-
stætt og vandað yfirlit yfir sköpunina
sem og átök sem fylgdu myndlist þessa
tíma.
Í fjórða bindinu er tekið að nálgast
samtíma okkar en það kallast Popplist,
raunsæi og hugmyndalist. Bókin hefst
með umfjöllun um Erró og verk hans
dúkka aftur upp í kafla þar sem fjallað er
Viðamikil
og glæsileg
listasaga
BÆKUR
Íslensk listasaga –
frá síðari hluta 19. aldar til upp-
hafs 21. aldar.
bbbbb
Listasaga í fimm bindum. Ritstjóri: Ólafur Kvar-
an. Höfundar efnis: Júlíana Gottskálksdóttir,
Æsa Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Schram, Gunn-
ar J. Árnason. Jón Proppé, Hanna Guðlaug Guð-
mundsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Laufey Helga-
dóttir, Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson,
Gunnar B. Kvaran, Harpa Þórsdóttir og Eva Heis-
ler. Útlitshönnun: Margrét E. Laxness og Anna
Cynthia Leplar. Aðalljósmyndari: Guðmundur
Ingólfsson. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi.
Listasafn Íslands & Forlagið, 2011.
Íslensk listasaga er í fimm bindum, í nokk-
uð stóru broti og í öskju úr stífum spjöldum.