SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 44

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 44
44 9. október 2011 Lee Child - The Affair bbbmn Það verður ekki af Jack Reacher tekið, hann er konungur töffaranna, fljótastur, sterkastur og myndarlegastur sem hann hefur og sannað í hverri bókinni af annarri, nú síðast í The Affair sem kom út í vikunni. Hann hljóta það að bía þau örlög sem aðrir harðhausar hafa þurft að þola; það er ekki nema takmakað sem hægt er að láta töffara gera; þó að óþokkar séu óg verði ótreljandi, þá hljóta lesendur að þreytast á því að lesa um slagmál á slagsmál ofan, eða hvað? Ekki er annað að sjá af þessari nýjustu bók um Reacher, þeirri sautjándi, er uppbygg- ingin nokkuð önnur en við eigum að venjast, sagan hefst á atriði sem er í nálæg enda bókarinnar, og smám saman kemur í ljós að bókin segir frá síðustu dögum Reacher í hernum. Líkt og í fyrri bókum er hann eitursnjall, sér það sem aðrir ekki sjá, og heyri það sem ekki er sagt. Hioonum er falið að rannsaka morð í smábæ skammt frá herstöð og síðan að takas þátt í að þagga málið niður svo ekki falli skuggi á tiltekinn þingmann og háttasettan son hans í hernum. Reacher er þó þeirrar gerða að gera frekar það sem honum þykir rétt en það sem honum er sagt að gera og fljótlega sverfur til stáls milli hans og afla í hernum. Líkt og í fyrri bókum skirrist hann ekki við aðbeita ofbeldi sýnist honum svo og í bókinni er nóg af slíku. Semsé: Dæmigerð Reacher-bók og reyndar með betri slíkum, ekki síst fyrir það hvernig hún fyllir inn í söguna og skýrir til að hvað varð til þess að hann hætti í hernum og svo líka hvers vegna hann lagðist í flakk. Eini galli á bókinn er óþarflega bersöglar sam- farasenur; kannski hefur Lee Child búið of lengi vestan hafs. Mark Billingham - Good as Dead bbbnn Mark Billingham er frægur fyrir bækur sínar um lögregluforingjann Tom Thorne og Good as Dead er tíunda bókin þar sem hann er í aðalhlutverki. Það er reyndar ekki nógu nákvæmt að segja að hann sé í aðal- hlutverki því hann deilir bókinni með lögreglu- manni, Helen Weeks, sem er sérfræðingur í að semja við gíslatökumenn. Samningatækni henn- ar kemur þó að litlum notum þegar hún verður fyrir þvi að sjoppueigandi af asískum uppruna í hverfi hennar tekur hana og annan viðskiptavin í gíslingu. Það veldur öllum heilabrotum að sjoppueigandinn vill ekki við neinn tala nema Tom Thorne, en síðar kemur í ljós að viðkomandi vill að Thorne komist á snoðir um hvernig á því stóð að sonur sjoppueigandans var fangelsaður fyrir engar sakir og af hverju hann lést síðan í fangelsinu. Sjónarhornið færsit síðan á milli Weeks og Thorne fram eftir bókinni þar til segja má að Thorne steli senunni, enda eðlilega meira að gerast í kringum hann en lögreglukonu sem hlekkjuð er við ofn, ekki sist eftir að fleiri falla í valinn. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Game of Thrones - George R. R. Martin 2. Only Time Will Tell - Jeff- rey Archer 3. Chasing the night - Iris Johansen 4. Silent Voices - Ann Clee- ves 5. Amazonia - James Rollins 6. Clash of King’s - George R. R. Martin 7. A Feast For Crows - George R. R. Martin 8. Storm of Swords - George R. R. Martin 9. One day - David Nicholls 10. Shadow Zone - Iris Joh- ansen New York Times 1. The Help - Kathryn Stoc- kett 2. Lethal - Sandra Brown 3. The Mill River Recluse - Darcie Chan 4. Heat Rises - Richard Castle 5. Son of Stone - Stuart Woods 6. The Abbey - Chris Culver 7. Listen to Your Heart - Fern Michaels 8. Kill Me If You Can - James Patterson & Marshall Karp 9. The Night Circus - Erin Mor- genstern 10. New York to Dallas - J. D. Robb Waterstone’s 1. Inheritance - Christopher Paolini 2. The Affair - Lee Child 3. Death of Kings - Bernard Cornwell 4. The Name of the Star - Mau- reen Johnson 5. Tinker Tailor Soldier Spy - John le Carre 6. The Son of Neptune - Rick Riordan 7. Last Breath - Rachel Caine 8. One Day - David Nicholls 9. Tinker Tailor Soldier Spy - John le Carre 10. The Dukan Diet Recipe Bo- ok - Pierre Dukan Bóksölulisti Lesbókbækur Í dag kemur út á íslensku bókin Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska rit- höfundinn Ota Pavel í þýðingu Gyrðis Elí- assonar, en á frummálinu heitir bókin Jak jsem potkal ryby. Bókin geymir safn tengdra frásagna sem byggja á bernskuminningum Pa- vels, einskonar skáldsaga gerð úr smásögum, og lýsir lífinu í í sveitahéruðum Tékkóslóvakíu allt fram til þess að landið var hernumið af Þjóð- verjum. Faðir Pavels var ryksugusölumaður og framúrskarandi sölumaður, eins og því er lýst í bókinni, en helst af öllu vildi hann veiða og var sífellt að veiða, einn eða með frænda sínum, nú eða með strákunum sínum og þá helst Ota litla, sem var yngstur þeirra. Sögurnar eru því flestar veiðisögur og um leið sögur um sakleysi liðins tíma, ljúfsár lýsing á lífinu í litlum bæ langt frá heimsins glaumi og um leið dæmisögur um lífið. Barn á Electrolux-ryksugu Ota Pavel var gyðingur, fæddur 1930. Til er mynd af honum sem barni þar sem hann situr á Electrolux-ryksugu, en faðir hans starfaði ein- mitt fyrir Electrolux og var ekki bara besti Electrolux-sölumaður Tékkóslóvakíu, heldur besti sölumaður heims, svo magnaður að hann gat selt fólki ryksugur sem var ekki einu sinni með rafmagn í húsum sínum. Sölustarfið varð til þess að fjölskyldan var mikið á ferðinni, en þegar Þjóðverja hernámi Tékkóslóvakíu neyddust þau til að flytja frá Prag til Buštehrad, sem er í sveitinni skammt vestan við Prag. Bræður Ota, Hugo og Jiri voru síðar sendir í fangabúðirnar í Terezin og síðar var faðir þeirra sendu sömu leið, en Ota var heima hjá móður sinni, sem var ekki gyðingur. Feðgarnir komust lífs af í búðunum og gátu snúið aftur heim til fjölskyldunnar eftir stríð, en þá tóku þau upp nýtt ættarnafn, Pavel í stað Popper. Ota var mikill áhugamaður um íþróttir, keppti í fótbolta fyrir Buštehrad og íshokkí með Sparta Prag, en veikindi urðu til þess að hann varð að leggja skautana á hilluna. Hann tók þá til við þjálfun, en gerðist síðar íþrótta- fréttamaður hjá tékkneska ríkisútvarpinu. Hann skrifaði síðar um íþróttir fyrir tímarit og þar birtust fyrstu smásögur hans sem flestar sögðu frá íþróttamönnum. Tvíhverf geðhvarfasýki Á vetrarólympíuleikunum í Innsbruck í Aut- urríki 1964, fékk Ota Pavel áfall sem leiddi til þess að hann var greindur með tvíhverfa geð- hvarfasýki. Eins og sagan er rakin á vefsetri tékkneska ríkisútvarpsins varð tékkneska ís- hokkíliðið dæmt niður í þriðja sæti fyrir ótil- greint klúður. Þegar Pavel kom í búningsklefa leikmanna og lét þau orð falla að það væri frá- bær átrangur að komast í þriðja sætið hrópaði einhver leikmanna að honum: Komdu þér í gas- klefann gyðingur. Þetta hafði kom Pavel í slíkt ójafnvægi að hann tók að sjá nasistafól í hverju horni og endaði með því að brjótast í hlöðu í útjaðri borgarinnar, frelsa öll dýrin og kveikja síðan í hlöðunni. Hann var handsamaður við verknaðinn og lokaðu inni á geðsjúkrahúsi. Á næstu níu árum var hann lagður inn nítján sinnum vegna geðsjúkdóms síns, en á þeim ár- um skrifaði hann líka siðar helstu bækur. Síðust í röðinni var Hvernig ég kynntist fiskunum sem gefin var út 1974, ári eftir andlát Ota Pavels. Í eftirmála að bókinni fjallar Pavel um það er hann „missti vitið“, eins og hann orðar það. Hann segir og að eitt af því sem varð honum til bjargar eftir fimm ára veikindi þar sem hann beið eftir kraftaverki, hafi verið veiðin: „Þegar mér tók að líða betur, reyndi ég að minnast þess sem hafði verið fagurt í líf mínu. Ég hugs- aði ekki um ástina eða hvernig ég hefði ferðast um allan hnöttinn. Ég hugsaði ekki um öll næt- urflugin yfir höfin, eða hvernig ég lék íshokkí í Prag. Ég minntist þess þegar ég var á gangi meðfram lækjum, ám tjörnum og stíflum til að veiða fisk. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta var það fegursta sem ég hefði upplifað á ævi minni.“ Tékkneski rithöfundurinnOta Pavel, höfundur Hvern- ig ég kynntist fiskunum. Enginn sér í rauninni ána Í bókinni Hvernig ég kynntist fiskunum rekur tékkneski rithöfundurinn Ota Pavel æskuminingar sínar sem tengjast fiskveiðum í vötnum og ám í sveitarsælu. Sá fulkomni heimur sem hann lýsir hverfur á einni nóttu þegar nasistar hernema landið en fegurð veiðinnar gleymist ekki: „Maður getur séð himininn. Maður getur starað inn í skóginn, en enginn sér í rauninni ána. Aðeins með veiðistöng getur maður horft á hana.“ Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.