Monitor - 07.04.2011, Síða 12

Monitor - 07.04.2011, Síða 12
12 Aldrei Hleðsl Arnar Grant og Ívar Guðmundsson er milli þess sem þeir gera styk Monitor FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson og líkamsræktarmógúllinn Arnar Grant hafa snúið bökum saman og náð góðum árangri með sölu á alíslenskum próteinvörum, þeim fyrstu sinnar tegundar. Nú skemmta þeir landanum á sjónvarpsskjánum en þáttur þeirra Arnar og Ívar á ferð og flugi er heldur betur farinn á flug. Þetta topp-tvíeyki var ekki feimið við að leyfa Monitor að spyrja sig spjörunum úr ... bókstaflega. Hvernig þekkist þið? A Þekkjumst við? Nei, við þekkjumst ekkert (hlær). Í Þetta er nú ekki löng saga. Við kynntumst árið 2001 í gegnum sameiginlegt áhugamál sem voru fitness-keppnir. Við virtumst hugsa á svipaðan hátt og okkur langaði að gera eitthvað meira en að standa bara á sviði. Við höfum báðir áhuga á vöruþróun og framleiðslu og öllu því sem tengist heilsu. Hvernig datt ykkur í hug að fara að framleiða próteindrykki og súkkulaði? Í Við vorum að flytja inn erlenda vöru í þessum geira og þá kviknaði þessi hugmynd: „Hey, af hverju getum við ekki alveg eins búið þetta til hérna heima?“ Það er búið að flytja þessar vörur inn í mörg ár, bæði próteindrykki og próteinstykki. Við töluðum við sælgætisgerðina Freyju og spurðum hvort áhugi væri fyrir því að framleiða próteinstykki eftir okkar höfði. Það var tekið vel á móti okkur og í kjölfarið tók við mikil þróunarvinna. Við vorum mjög harðir á því að innihaldið væri nákvæmlega eins og við vildum hafa það. A Þetta varð að vera eitthvað sem við sjálfir gætum notað til að skera okkur niður fyrir keppnir. Í Fyrsta stykkið kom um páskana 2007 og þá vorum við byrjaðir að þróa próteindrykkinn með Vífilfelli. Það sem við erum montnastir af er það að þetta eru í raun fyrstu íslensku próteindrykkirnir og próteinstykkin. Eruð þið orðnir ríkir á þessu? Í Ef við værum búsettir í Ameríku og með svipaða markaðshlutdeild þá hugsa ég að við værum orðnir alveg moldríkir. En við erum nú ekki að þessu fyrir peninginn þó það sé að sjálfsögðu voða gott að fá smá pening í hverjum mánuði. Hámarkið er bragðgott en það bragðast ekki ósvipað kaldri kakósúpu. Í (hlær) Við fórum eiginlega að kalla þetta holla kókómjólk. Þarna ertu með engin aukaefni, enga fitu og bara með léttmjólk í grunninn. Þetta er holl kókómjólk í sinni einföldustu mynd. A Kókómjólkin kom á markaðinn árið 1970 en nú er árið 2011 og það er búið að uppfæra þetta svolítið. Það var nú líka flott að reykja á þessum tíma. Í Kókómjólk og smókur er orðið að Hámarki og reykleysi. Hvor ykkar er sterkari? A Ívar er sterkari í sumu og ég í öðru. Í En þegar upp er staðið er Arnar meiri „winner“. Hann er búinn að vinna allar keppnir sem hann hefur komist í og ég hef eiginlega alltaf lent í öðru sæti, þannig að ætli hann sé ekki sterkari þegar upp er staðið. Er hann Simon og þú Garfunkel? Í Það mætti orða það þannig (hlær). Klæðið þið ykkur viljandi í þrengri föt til þess að það sjáist hvað þið eruð fitt? A Það er ekki hægt að neita því. Í Þú kaupir aðsniðin föt vegna þess að þau passa þér mjög vel. Ef við værum eilítið þéttari og þykkari yfir magann þá yrðu fötin sjálfkrafa svolítið víð yfir Texti: Haukur Viðar Alfreðsson haukurv@monitor.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.