Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 07.04.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd Thin Red Line er ein svakalegasta mynd sem ég hef séð. Þetta er ekki stríðsmynd, þetta er mögnuð hugleiðing um mannlega tilvist, tilgang lífsins o.s.frv. Besta mynd sem ég hafði séð þar til ég sá Brokeback Mountain. Sjónvarpsþáttur Var að klára Mad Men og mæli hiklaust með þessum þáttum. Ótrúlega flott sett og skemmtilegar pælingar um samfélagsgerð Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. Annars er það bara Twin Peaks, bestu sjón- varpsþættir sem gerðir hafa verið. Plata Var að hugsa um Songs of Love, tónleikaplötu Mark Eitzel, leiðtoga American Music Club fyrir stuttu. Hann er einn með gítarinn og flutningurinn er svo einlægur, ástríðufullur og alvöru að maður hreinlega kemst við þegar maður hlustar. Bók Var að garfa í ævisögu Ozzy Osbourne nú fyrir stuttu. Það er ekki sama hvernig svona bækur eru gerðar, sumar geta verið ansi litlausar en kallinn er helvíti góður, bráðfyndinn en einlægur líka. Hann er greinilega með mjög góðan draugapenna með sér! Vefsíða Var í New York fyrir stuttu og var mikið að prufa alls kyns sælgætisstangir sem eru ófáanlegar hérlend- is. Rakst í kjölfarið inn á Candyblog.net þar sem er farið mjög svo nákvæmlega í alls kyns nammi með djúpum og löngum pistlum. Magnað “sjitt”. 22 Monitor FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 fílófaxið MIÐ-ÍSLAND OG PÉTUR JÓHANN Þjóðleikhúskjallarinn 20:30 Vegna mikillar eftirspurnarverður þessi aukasýning haldin á uppistandskvöldi Mið-Íslands. Sérstakir gestir verða Pétur Jóhann Sigfússon og nýkjörinn fyndnasti Verzlingurinn Margét Björnsdóttir. Miðaverð er 2.000 krónur. FIST FOKKERS Bakkus 21:00 Útgáfutónleikar til að fagnaútkomu fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar Fist Fokkers, Emilio Esta- vez. Brasstríóið Baunirnar hitar upp og ásamt Fist Fokkers koma fram sveitirnar Muck og White Boys With Attitude. Frítt inn. RAFMAGNSLAUST Á NORÐURPÓLNUM Norðurpóllinn 21:00 Hljómsveitin Valdimar ogLára Rúnars koma saman í tónleikaröðinni rafmagnslausu. Á tónleikun- um flytja þau sameiginlegt verk. Miðaverð er 1.500 krónur. URMULL Sódóma 22:00 Ísfirska hljómsveitin Urmullsló í gegn með plötunni Ull árið 1994 og kom aftur saman á Aldrei fór ég suður í fyrra við frábærar undirtektir. Þeir hafa ákveðið að slá upp tónleikum á mölinni og fá Hafnfirðingana í The Vintage Caravan til að hita upp. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. NO TO SELF / GANON Dillon 22:00 Ókeypis skemmtun á Dillonþar sem hljómsveitirnar No To Self og Ganon halda uppi fjörinu. fimmtud7apríl HJÁLMAR Faktorý 22:00 Reggísveitin Hjálmar leikurfyrir tónleikagesti. Húsið opnar kl. 22 en tónleikarnir hefjast kl. 23. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. föstudag8apríl SKVÍSUFATAMARKAÐUR Prikið 14:00 Þórunn Antonía, HildurSelma og Anna Kristín selja föt, skart og skó á góðu verði. Einnig verður til sölu fatnaður frá Starstruck design. GLYMSKRATTINN – VAGG- ANDI OG VELTANDI Sódóma 22:00 Fram koma The 59‘s, TheJohnny Cash Kid, El Camino og DJ Gísli Veltan & Smutty Smiff. Hárvörurn- ar frá Smutty Smiff verða til sölu á staðnum ásamt fötum frá Wildcat Vintage. Gestir eru hvattir til að mæta á rockin‘ skónum með pónlagað hárið til að dansa tryllt í nafni guðföður rokksins. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. ÁRSTÍÐIR Café Rósenberg 22:00 Hljómsveitin Árstíðir snýraftur á Rósenberg eftir nokk- urt hlé. Meðlimir eru um þessar mundir að máta ný lög á næstu breiðskífu sveitarinnar og lofa góðu gamni. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. laugarda9apríl Síðast en ekki síst » Arnar Eggert, tónlistargúrú, fílar: LOKAPRÓFIÐ | 7. apríl 2011 | skólinn Hljómsveitin Amiina heldur sína síðustu tónleika í nokkurn tíma á Faktorý í kvöld. „Við munum spila nýtt og gamalt efni í bland,“ segir Magnús Tryggvason Eliasson, trommuleikari hljómsveitarinnar. „Þetta verða samt aðallega lög af nýju plötunni,“ útskýrir hann en nýjasta plata sveitarinnar, Puzzle, kemur út á vínyl um helgina. Það er búið að vera mikið um að vera hjá Amiina í vetur en nú ætla þau að taka sér smá pásu. „Það eru barneignir, skólaannir og allskonar svoleiðis rugl í gangi,“ segir Magnús en bendir þó á nokkra tónleika sem eru bókaðir á árinu. „Við förum til Singapúr í maí að spila og svo til Þýskalands að spila á festivali þar í júlí,“ segir hann og virðist sem það sé alltaf brjálað að gera hjá hljómsveitinni. „Svo erum við líka að vinna nokkur remix af gömlum lögum og munum flytja tvö þeirra á tónleikunum,“ segir hann spenntur fyrir síðasta gigginu fyrir pásu. „Hinn goðsagnakenndi Borko mun hita upp svo þetta verða flottir tónleikar.“ Aðgangseyrir er 1.000 krónur og hægt verður að nálgast nýjustu plötu Amiina, Puzzle, á tilboðsverði á tónleikunum. Síðustu tónleikar fyrir pásu TÓNLEIKAR AMIINA + BORKO Faktorý Fimmtudagur kl. 21.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.