Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 22
Kvikmynd Mínar uppáhalds- kvikmyndir eru eiginlega íþróttaheimildarmyndir. Ég er nánast búinn að horfa á alla ESPN 30 for 30 mynda- seríuna og get mælt með langflestum þeirra, nema kannski hafna- boltamyndunum. Þær eru jafn leiðinlegar og íþróttin sjálf. Þáttur Curb Your Enth- usiasm er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Enda fyndnasti þáttur allra tíma. Ég stend með Larry David í einu og svona nánast öllu. Bók Síðasta bók sem ég las var Decoded eftir Jay-Z, sem er bæði eins konar sjálfsævisaga hans og textabók. Bókin er fróðleg og góð – skyldueign á öllum sönnum menningarheimilum. Plata Platan Pólýfónía með Apparat er meira og minna búin að vera í spilaranum síðan ég keypti hana fyrir jól. Óhætt að mæla með henni. Vefsíða Ég hef verið á Twitter í rúmt ár, en ekki verið mjög virkur þar nema síðustu mánuðina, síðan Íslendingar fóru að hrannast inn á vefinn. Twitter er stórfurðu- legt fyrirbæri, en þar er nóg af íþróttamönnum og íþróttafréttamönnum sem hentar áköfum íþrótta- áhugamönnum eins og sjálfum mér ágætlega. Staður KR-völl- urinn í Frosta- skjóli er fallegasti staður landsins. Og hann verður bara fallegri þegar Íslandsmeistaratitillinn fer á loft þar í haust. 22 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 fílófaxið föstudag20maí Síðast en ekki síst » Gísli Baldur Gíslason, fjölmiðlamaður, fílar: Plötusnúðurinn DJ Equal kemur frá New York um helgina og þeytir skífum á Vegamótum. Hinn bandaríski Elliot spilar vikulega á helstu klúbbunum í New York og hefur meðal annars komið fram með stórstjörnum á borð við Jay-Z og Beyoncé. Hann segist spenntur fyrir komunni til landsins og hreifst mjög af landinu þegar hann kom hingað fyrst árið 2005. „Allir elska að dansa á Íslandi sem er frábært,“ segir hinn eitursvali Elliot sem stoppar þó stutt í þetta skiptið. „Ég flýg heim strax daginn eftir að ég spila á Vegamótum svo ég kemst því miður ekki að skoða neitt,“ útskýrir hann. Elliot segist spenntur fyrir að spila á Vegamótum og býst við að hip-hop og r&b tónlist verði aðallega spiluð um helgina. „Ég spila alls konar tónlist og takmarka mig ekki við neina tónlistarstefnu en ætli hip-hop og r&b fari ekki best í fólk um helgina,“ segir plötusnúðurinn frægi sem vonast til að enginn biðji um óskalag. „Ef plötusnúðnum gengur vel þarf enginn að biðja um óskalag.“ Frítt er inn á gleðina og Dj Equal til halds og trausts verða þeir Benni B-Ruff og Jónas Jay-O. Íslendingar elska að dansa DJ EQUAL Vegamót Föstudagur kl. 23 GRILLVEISLA X-977 Bar 11 19:00 Tuborg og Kjarnafæði kynnafyrstu grillveislu X-ins 977 í sumar þar sem heppnir hlustendur útvarps- stöðvarinnar næra líkama og sál. Hægt er að tryggja sér miða með því að hlusta á X-ið. Hljómsveitin Endless Dark treður upp eftir matinn. PRÓFLOKADJAMM X-977 Sódóma 22:00 Tuborg kynnir Prófloka-djamm X-977 sem stendur yfir um helgina á Sódómu. Á fyrra kvöldinu koma fram hljómsveitirnar Morning After Youth, Postartica, Who Knew, Cliff Clavin og Swive. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. DÓMSDAGSDANSLEIKUR Nasa 23:00 Hljómsveitirnar FMBelfast og Prins Póló efna til dansleiks í tilefni af dómsdagsspám þann 21. maí. Forsala miða fer fram á Midi.is og er miðaverðið þar 1.000 krónur. Aðgangseyrir er svo 1.500 krónur. fimmtud19maí SÖGUSTUND MEÐ BJARTMARI Sódóma 21:00 Goðsögnin BjartmarGuðlaugsson kemur fram vopnaður kassagítar og munnhörpu til að flytja vinsælustu lög sín fyrir tónleikagesti. Bjartmar mun einnig fara yfir sögur af 30 ára löngum ferli sínum. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. sunnuda22maí FLÓAMARKAÐUR Bakkus 14:00 Föt, tónlist og ódýrarveigar verða á boðstólnum á flóamarkaðnum á Bakkusi. Þeir sem vilja selja flíkur geta haft samband við Bakkus. bar@gmail.com. CARIBOU Nasa 19:00 Tónleikar Caribou þykjamikið augna- og eyrnakon- fekt enda hefur hróður sveitarinnar aukist mikið á undanförnu ári. Sin Fang hitar upp og miðaverð er 3.800 krónur. Miðasala fer fram á Midi.is. laugarda21maí PRÓFLOKADJAMM X-977 Sódóma 22:00 Tuborg kynnir Prófloka-djamm X-977 sem stendur yfir um helgina á Sódómu. Á seinna kvöldinu koma fram hljómsveitirnar Vigri, Vicky, Endless Dark og Ultra Mega Technobandið Stefán. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.