Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 19.05.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Monitor Skapandi og skemmtileg störf í tæknigreinum framtíðarinnar Kynntu þér nám í málmiðngreinum í fjölbrauta- og iðnskólum TÆKIFÆRI Í MÁLMTÆKNI Kíktu á framboðið www.idan.is/nam-og-storf Menntaðu þig til eftirsóttra tæknistarfa Prófaði kynlíf með karlmanni Steven Tyler gaf nýverið út end- urminningar sínar í bókinni Does The Noise In My Head Bother You? og hafa ótrúlegar sögur af lífi hans vakið ótrúlega mikla athygli. Atvik sem áttu sér stað á litríkum tónleika- ferðalögum Aerosmith hafa glatt lesendur bókarinnar mikið og fullyrðingar Tyler um að hann hafi hafnað því að vera aðalsöngvarinn í Led Zeppelin virðast næstum eins og hreinn skáldskapur en Tyler opnar sig um bókstaflega allt í bókinni. ABC fréttastofan sagði í vikunni frá kafla í bókinni þar sem Tyler segir frá kynlífsreynslu sinni með öðrum karlmanni. „Kynlíf með karlmönnum gerir ekkert fyrir mig,“ segir Tyler í bókinni vinsælu og heldur áfram með yfirlýsingarnar. „Ég prófaði það einu sinni á mínum yngri árum en ég fílaði það bara ekki.“ Skrautleg ævi Tyler virðist vera ótæmandi brunnur ævintýra en í henni viðurkennir hann einnig að hafa eytt rúmum 20 milljónum dala sem jafngilda rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna í eiturlyf um ævina. Gaf forsetan- um óvart gítar Kólumbíska söngkonan Shakira segir einn af sex gítörum sem hún áritaði á tónleikum í Venezúela fyrir stuttu hafa farið til forsetans Hugo Chavez. Hann sendi söngkon- unni þakkarbréf fyrir rauða gítar- inn um helgina en hann hélt að gítarinn væri sérstök gjöf frá henni. Shakira furðaði sig á bréfinu enda hafði hún áritað sex gítara í einu og hafði ekki hugmynd um að einn þeirra væri á leiðinni til sjálfs forseta Venezúela. Talsmenn söngkonunnar segja hana vona að gjöfin hafi hvatt til samstöðu milli íbúa Kólumbíu og Venezúela. Shak- ira er um þessar mundir á tónleika- ferðalagi milli þess sem hún knúsar kærastann Gerard Pique sem leikur með knattspyrnuliði Barcelona. Snoop Dogg vill öðruvísi X-Factor Rapparinn Snoop Dogg hefur aug- lýst eftir framleiðendum til að koma nýjum sjónvarpsþætti sínum á laggirnar. Snoop Dogg hyggst gera raunveru- leikaþátt í anda X-Factor nema þessi myndi vera „beint af götunum“ eins og hann orðar það. Rapparinn hélt blaðamannafund á strippstað í London í vikunni þar sem hann sagðist vilja gera svalari götuútgáfu af X-Factor þáttunum sem hafa náð geysimiklum vinsældum í Bretlandi. „X-Factor þættirnir eru frábærir en ég þarf að gera þátt sem kemur beint af götunum,“ sagði Snoop Dogg á fundinum. „Mig langar til að finna einhvern með hráa hæfileika sem hafa ekki verið fegraðir fyrir sjónvarp. Þeir framleiðendur sem hafa áhuga á hugmyndinni mega hringja í mig sem fyrst,“ óskaði rapparinn eftir á ráðstefnunni. Hann bætti einnig við að ef þátturinn yrði gerður myndu einungis fátækir og náttúrulega hæfileikaríkir keppend- ur fá að taka þátt í honum. Sjarmörinn Matthew Morrison hefur slegið í gegn að undanförnu í sjónvarpsþáttunum Glee þar sem hann syngur og dansar eins og enginn sé morgundagurinn. Hann hefur ákveðið að reyna fyrir sér sem tónlistar- maður og fær gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína í sumar. Morrison hefur nefnilega verið ráðinn til að koma fram með strákahljómsveitunum Backstreet Boys og New Kids On The Block á einu allsherjar tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Hljómsveitirnar tvær komu fyrst fram saman í júní í fyrra við mikinn fögnuð aðdáenda þeirra og nú hefur verið ákveðið að sykurbossinn Matthew Morrison muni einnig trylla óðar táningsstúlkur á tónleikum í sumar. „Þetta er tækifæri sem ég get ekki sleppt,“ sagði Morrison hæstánægður um ráðninguna. „Ég kann svo vel að meta aðdáendur mína og ég ætla ekki að bregðast þeim í sumar,“ sagði hann og bætti við að tónleikarnir yrðu heljarinnar sýning sem enginn alvöru aðdándi popptónlistar mætti missa af. Gengur til liðs við strákahljómsveitir MATTHEW MORRISON LEIKUR WILL SCHUESTER Í GLEE

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.