Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor tók saman nokkra eftirminnilega dauðdaga úr smiðju Hollywood. Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi en hér eru nokkur atriði úr kvikmyndasögunni sem allir ættu að kannast við. ÓDAUÐLEGIR DAUÐDAGAR Marion Crane (Janet Leigh) Kvikmynd: Psycho (1960) Dauðdagi: Hnífstungur Eitt af þekktustu atriðum kvik- myndasögunnar og eitt af minn- isstæðustu morðum Hollywood er sturtuatriðið í spennumynd- inni Psycho. Marion ákvað að gista á sóðalegu móteli á flótta sínum undan lögreglunni og skellir sér í sturtu við komuna. Mömmustrákurinn Norman læðist upp að henni í sturtunni og stingur hana nokkrum sinnum. Dr. Malcolm Crowe (Bruce Willis) Kvikmynd: The Sixth Sense (1999) Dauðdagi: Skotinn í kviðinn Fyrrum sjúklingur barnasál- fræðingsins Malcolm brýst inn á heimili hans, klæðir sig úr fötunum og bíður inni á bað- herbergi eftir honum. Virkilega óhugnanlegt atriði þar sem sjúklingurinn ásakar Malcolm um ófullnægjandi greiningu og skýtur hann loks í kviðinn. Phil Connors (Bill Murray) Kvikmynd: The Groundhog Day (1993) Dauðdagi: Ótalmargir Dauðdagar veðurfréttamanns- ins Phil Connors eru mismun- andi eins og þeir eru margir. Phil lenti í óheppilegu tímarugli og festist í sama deginum um nokkra stund. Hann reynir oft að enda líf sitt til að komast út úr tímaleysinu eins og til dæmis þegar hann keyrir fram af kletti, fer með brauðrist í baðið og gengur fyrir flutningabíl. Eduard Delacroix (Michael Jeter) Kvikmynd: The Green Mile (1999) Dauðdagi: Þurr svampur og rafmagnsstóll Óumdeilanlega einn sá hryllilegasti dauðdagi sem getur hugsast. Fanginn Del var steiktur í rafmagnsstólnum án þess að höfuðsvamp- urinn hafi verið bleyttur sem leiddi til mikilla kvala er hann brann til dauða. LYKTIN HEFUR VAFALAUST VERIÐ VIÐURSTYGGILEG ÞÚ MYNDIR EKKI VILJA HAFA ÞENNAN INNI Á BAÐI BROSANDI MEÐ BRAUÐRIST Í BAÐI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.