Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Sigurjón Kjartansson er flestum landsmönnum kunnug- ur fyrir fíflalæti, handritaskrif og rokk. Hann er fjölhæfur maður sem hefur leikið í vinsælustu grínþáttum lands- ins, án þess að líta á sig sem leikara, og verið höfuðpaur einnar flottustu þungarokksveitar landsins, án þess að líta á sig sem þungarokkara. Sigurjón og hljómsveit hans, HAM, halda útgáfutónleika í kvöld á Nasa en löngu er uppselt á þessa rokkveislu. Þú vaktir fyrst athygli fyrir að vera höfuðpaur rokk- sveitarinnar HAM. Var æskudraumurinn að verða rokkstjarna? Nei, æskudraumurinn var að eiga steypustöð og ferða- skrifstofu en ég hef ekkert gert til að elta þá drauma. Það að stofna hljómsveit var alls ekki sprottið af því að það hafi verið einhvers konar draumur, það var eiginlega frekar af nauðsyn. Við stofnuðum hljómsveitina sem svona hækju, af því við vorum með ákveðnar áætlanir um að verða kvikmyndagerðarmenn en það reyndist bara miklu erfiðara. Það að stofna hljómsveit lá beinna við, það var auðveldara en að gera kvikmynd. Þú samdir einmitt mestalla tónlistina í hinni goð- sagnakenndu kvikmynd Sódóma Reykjavík og lékst jafnframt í myndinni. Hvernig kom það til? Við Óskar Jónasson kynntumst í kringum Smekkleysu og Sykurmolana, hann var sumsé að deita stelpu sem heitir Björk og var í Sykurmolunum. Hann var dálítið að fylgjast með HAM, við vorum stundum að hita upp fyrir Sykurmolana, og hann var með okkur úti í Bretlandi og var meðal annars bílstjóri okkar á leið milli London og Preston. Við vorum að spila þar og það var honum að kenna að við urðum seinir á tónleika þar og urðum því miður frá að hverfa, það var allt honum að kenna. Hann var nýskriðinn úr kvikmyndaskóla þarna í London og einhverra hluta vegna vildi hann að HAM yrði með í þessari bíómynd. Mér skilst að grunninnblásturinn að þessari mynd hafi kviknað á tónleikum með okkur. Mesta athygli hefur þú sennilega vakið fyrir að vera hluti af Tvíhöfða, gríntvíeykinu með Jóni Gnarr. Hvers vegna hefur samstarf ykkar verið svona gæfuríkt? Ég veit það ekki, við höfum bara báðir að ég held þokkalega frumlega nálgun á tilveruna þannig að okkur tókst að búa til einhvern heim í sameiningu sem var einhvern veginn ekki eins og annarra heimur. Það er ekkert hægt að lýsa því neitt frekar. Hefur ykkur alltaf gengið vel að vinna saman? Nei, nei, við vorum stundum dálítið eins og gamlar kerlingar eða gömul hjón sem tuða sífellt hvort í öðru. Sumum fannst það sætt, ég man að Helga Braga hafði orð á því hvað það væri fallegt hvað við ættum gamalt samband og værum eins og gömul hjón (hlær). Okkur hefur þó engu að síður oftast fundist frekar auðvelt að vinna saman þótt við höfum stundum verið að kýtast. Í dag er hann orðinn borgarstjóri. Hefur samband ykkar breyst? Já, eðlilega á vissan hátt, við erum dálítið eins og gamlar vinkonur sem kjafta saman í síma um helgar. Jón er reyndar eini karlmaðurinn sem ég þekki sem hringir stundum í mann án nokkurs erindis. Við vinnum ekkert saman sem heitið getur í dag og erum báðir mjög uppteknir hvor í sínu. Við sjáumst sjaldnar. Saman hélduð þið úti skemmtiþætti í útvarpi í mörg ár sem um tíma var vinsælasti morgunþáttur landsins. Hvernig var að rífa sig alltaf eldsnemma á fætur til að skemmta fólki á leið í vinnuna? Það var skemmtilegt en líka bölvað vesen. Þetta er ekki beint fjölskylduvænn tími til að vinna auk þess að á meðan maður var að gera þetta þá var voðalega erfitt að gera eitthvað annað. Þetta tók, allavega hjá okkur, svona alla okkar skapandi orku. Þó svo við værum kannski búnir í vinnunni klukkan tvö, þá var maður alveg búinn þá og gat ekki gert mikið meira eftir það. Þegar við hættum í þessu morgunstússi árið 2005, þá tók við dálítið nýtt líf hjá okkur sem ég er mjög sáttur við og við höfum báðir í sitt hvoru lagi ávaxtað vel sköpunarlega séð eftir það. Þá höfum við haft tíma til að gera hluti sem okkur dreymdi áður um að gera þegar við vorum fastir í þessum morgunkjallara. Hvað kom til að þú hættir að vera síðhærður rokkari og gerðist skemmtikraftur? Ég hef aldrei litið á mig sem skemmtikraft, í fyrsta lagi. HAM var búin að sigla sinn sjó árið 1994, við vorum búnir að fara til útlanda og prófa að búa í nokkra mánuði í New York og svona. Maður sá ekki mikinn flöt á því að verða tónlistarmaður að einhverri atvinnu. Einhvern veginn þá vissi ég að þetta lægi ágætlega fyrir, það var líka kominn tími á að við Jón færum að vinna saman. Við vissum báðir að það myndi gerast og það var farið að banka á dyrnar. Í kringum ’94 og ’95 þá small þetta allt. Það var samt ekki eins og ég hefði vaknað upp einn morguninn og hugsað: „Nú ætla ég að verða svona og segja bless við rokkið“, það var ekkert svoleiðis og síða hárið fauk löngu áður en HAM hætti. Síðar tóku Fóstbræður við hjá þér. Ykkur tókst að framleiða margar seríur af grínefni sem er ekki ýkja algengt í íslensku sjónvarpi. Hver er galdurinn við það að vera fyndinn? Það er svo margt ógert hér á landi, og það er kannski það fallega við Ísland, og þarna var tækifæri til að gera eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður – eða okkur fannst það allavega. Við vorum á svona „missjóni“ að breyta heiminum. Við gerðum dálítið út á kaldhæðnisleg- an húmor, húmorinn sem okkur fannst fyndinn, en það var ekkert flóknara en það. Hann hitti í mark en hann var líka umdeildur, það var mikið hringt og kvartað en það var bara hluti af vinnunni. Það gerast aldrei neinar breytingar nema það sé einhver sem vælir. Kemur fólk ennþá upp að þér og fer með einhverja brandara úr Fóstbræðrum? Já, það gerist nú nokkrum sinnum í mánuði. Það leggst ágætlega í mig, mér finnst alltaf gaman þegar fólk kann að meta það sem maður hefur verið að gera. Hver fannst þér fyndnasti karakterinn í Fóstbræðrum? Ég held að það hafi verið einn karakter sem Jón lék. Hann var aumkunarverður karl sem var alltaf að kvarta undan því að hann hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Hann var mjög fyndinn. Var einhver karakter sem þú skrifaðir en einhver annar lék svo þú hefur aldrei fengið „kredit“ fyrir? Já, ég átti meðal annars þátt í því að skrifa þennan karakter sem ég var að nefna. Ég átti þátt í að skrifa heil- an helling af þessu en mér er alveg sama um eitthvað „kredit“. Ég hef aldrei litið á mig sem einhvern sérstakan leikara og Jón, Þorsteinn og ég tala nú ekki um Helgu Brögu áttu miklu meira inni fyrir því að leika eftirminnilega karaktera heldur en ég. Ég hef aldrei haft neinn metnað fyrir leik og hefði helst viljað sleppa því að leika. Ert þú orðinn þreyttur á því að þú færð ennþá enda- laust af spurningum um Fóstbræður þegar þú mætir í viðtöl, tíu árum eftir að þátturinn leið undir lok? Nei, ég er í sjálfu sér ekki þreyttur á neinu svona. Ég verð upp með mér að mörgu leyti, að fólk sé ennþá að tala um Fóstbræður, það sýnir bara að þessir þættir hafa lifað, sem er ánægjulegt. Þú varst á meðal handritshöfunda Fóstbræðra, bjóst til Svínasúpuna og skrifaðir einnig handritið að Pressu og fleira sjónvarpsefni. Ert þú lærður í handritaskrifum? Það sem ég lærði í Fóstbræðrum var að mér fannst skemmtilegast að skrifa og horfa á þættina. Mér fannst gaman að eiga þátt í framleiðslunni en mér finnst aldrei gaman að standa í tökunum sjálfum. Ég hafði þess vegna metnað í að halda áfram að búa til sjónvarpsefni og kalla saman fólk, búa til svona konsept að sjónvarpsþáttum. Ég fékk gott tækifæri til að gera það með Svínasúpunni, síðan plottuðum við Óskar Jónasson Stelpurnar saman. Svo kom Pressan til sögunnar, það var bara sú hugmynd að búa til íslenskan sakamálaþátt. Undanfarin fimm, sex ár hefur það sem sagt verið mitt starf að skapa seríu- konsept og vinna áfram með þau. Ég hef ekki sótt mér neina beina menntun enda held ég að það sé ekki mikið um formlega menntun í þessu ef þú leitar úti í heimi. Þetta er óhefðbundin kvikmyndagerð, að halda utan um handritsteymi og allt í kringum það, en ég hef sankað að mér í reynslubankann í gegnum tíðina. Sagt er að þið í Tvíhöfða eigið einhvern heiður af velgengni Hugleiks Dagssonar. Hvað er til í því? Já, hann hefur nú sagt það opinberlega. Hugleikur varð „frægur“ við það að vera fastur innhringjandi í Tvíhöfða og var gjarnan að vinna kvikmyndagetraunir. Síðar þróaðist það út í að hann varð kvikmyndagagnrýnandinn okkar og kom mjög reglulega í þáttinn og svo teiknaði hann náttúrlega teiknimyndaþætti Tvíhöfða. Það sem hann hefur talað um er hins vegar að við höfum kennt honum ákveðnar vinnuaðferðir, það er að segja að það sem hann sá á okkur var að það væri hægt að lifa á fíflagangi. Ég er mjög stoltur af því að sjá hvað honum hefur gengið vel í því síðan. Hefur þú einhvern tímann hugleitt að safna aftur jafnsíðu faxi og þú varst með á upphafsárum HAM? Nei, veistu það að fyrir nokkrum dögum var ég kominn með óþægilega sítt hár og þá sá ég líka að maður er aldrei meira „fjörutíu og eitthvað“ en þegar maður er með svona sítt hár, mér leið dálítið eins og útbrunnum hippa. Það er alveg hræðilegt að sjá gamla menn með sítt hár þannig að ég reyni að halda þessu millisíðu. Eins og þú nefndir dvaldist HAM á sínum tíma og spilaði í New York. Hvernig var sú dvöl? Var planið að meika það? Já, já, það að „meika það“ er ofsalega mikið notað þegar menn ætla að reyna að stækka markaðinn fyrir litlu hljómsveitina sína á Íslandi en vissulega var það það sem við vorum að reyna að gera. Við vorum að reyna að afla okkur einhverra tekna þannig að við gætum lifað á tónlistinni því við gátum það ekki með því að spila einu sinni í mánuði á Hótel Borg og hvað þá af því að selja þessi Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 200968 Uppáhaldsmatur: Lifrarpylsa. Uppáhaldslag úr eigin smiðju: Trúboða- sleikjari. Uppáhaldsstaður í heiminum: Þetta er erfitt, Central Park. Helsti kostur: Ég er svo ótrúlega frábær náungi. Versti ávani: Ég byrja oft rosalega fljótt að leita að sökudólgum ef eitthvað bjátar á. Við vorum að reyna að afla okkur einhverra tekna þannig að við gætum lif- að á tónlistinni því við gátum það ekki með því að spila einu sinni í mánuði á Hótel Borg. Fóstbróðirinn og Tvíhöfðinn Sigurjón Kjartansson ætlaði að verða steypustöðvarstjóri í æsku en er í dag einn virkasti handritshöfundur í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Þessa dagana fer hann hamförum með rokkhljómsveit sinni, HAM, en hún gaf nýverið út splunkunýja plötu. Hlustar ekki á þungarokk

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.