Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 8
VINSÆLAST Latex leggins með blúndu. Þær eru í raun eins og stuttbuxur að ofan. Þessar buxur eru búnar að vera lang vinsælastar hjá mér hér heim og úti í Noregi. 8 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 stíllinn Edda Bóasdóttir hefur hannað föt síðan hún var tólf ára en þá saumaði hún föt á vinkonur sínar fyrir skólaböllin. Síðan þá hefur verið mik- ið með puttana í hönnun og fatagerð og vann meðal annars í London fyrir hið þekkta fatamerki DKNY. Fyrir einu og hálfu ári flutti hún til Noregs og hefur verið að vinna að nýju fatalínunni sinni síðan þá. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Mitt á milli rokks & glamúrs Hvar sækir þú innblásturinn fyrir þína hönn- un? Innblásturinn kemur ótrúlega mikið heima hjá mér og í hausnum á mér. Ég er kannski að hanna eina flík og þá fæðast hugmyndir að fleiri flíkum. Hversu mörg skópör átt þú? Ég held ég muni aldrei leggja í það að telja þá. Ég á einhverja tugi af skóm enda er þetta einhvers konar árátta hjá mér. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Sjampó og hárnæring er eitthvað sem ég get ekki verið án. Það þarf ekkert að vera neitt sérstakt merki en það þarf að lykta vel. Ef þú yrðir að fá þér tattú í dag, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég er komin með nokkuð mörg en ætli ég myndi ekki klára bakið á mér. Ef þú myndir fá 3 milljónir fyrir að búa til leðurbuxur en þyrftir sjálf að drepa krókódíl til að útvega efni í flíka myndir þú gera það? Nei, ég væri nefnilega ekki tilbúin að fórna krókód- ílnum. Edda Bóasdóttir er þrítugur hönnuður sem er búsett í Osló. Hún mun sýna nýju línuna sína á Iceland Fashion Week í kvöld. Stíllinn fékk að kíkja á nokkrar glænýjar flíkur. fatahönnuðurinn SKVÍSUBOLUR Þetta er svartur kjóll úr glans-teyju- efni með hlébarðaborða í miðju. Algjör skvísubolur. Ekki tilbúin að fórna krókódíl PÆJUKJÓLL Þetta er vængjakjóll með glansefni og gegnsæju snákaefni. Smá rokk og ról. JAKKINN Þessi stutti jakki er úr loðefni og á honum er smá glansefni. Hann er fjólublár og hægt er að setja þumla í gat á erminni. Hann hentar við mörg tilefni. Á KÖGUR STUNDU Hér er síður hálfgegnsær bolur með kögri í hálsmáli. Hann passar mjög vel við leggingsbuxurnar í nýju línunni minni. MYNDALEGGINGS Leggingsbuxur úr glansefni með myndum á af Mono Lisu og fleiru. Þær eru úr svörtu Jersey efni. VÆNGIRNIR Þetta eru ermavængir með pallíettum. Þessar ermar eru tilvaldar yfir kjóla. SNÁKA- LEGGINGS Leggingsbuxur úr latexi og gegnsæu snákaefni. Þessar eru flottar við stutta boli eða kjóla. Myndir/Golli

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.