Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Golli (golli@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Stórborgin New York hefur verið helsti áhrifavaldur Brynju Péturs í dansinum. Sigurjón Kjartans hefur aldrei litið á sig sem skemmti- kraft né þungarokkara. Meðlimir hljóm- sveitarinnar 1860 voru teknir í svaka spurninga- keppni. 12 Vanilla Ice átti kengúru að nafni Bucky sem gæludýr og er græn- metisæta. 18 Monitor tók út dauðdagana í Hollywood sem hafa orðið ódauðlegir. 16 Ætli hinir íslensku Bieber-tvíburar láti sjá sig í göngunni á laugardaginn? Efst í huga Monitor 4 Í SPILARANN Íslandsvinirnir úr hljómsveitinni Bombay Bicycle Club sendu nýverið frá sér nýja plötu, A Different Kind of Fix, sem er jafnframt þeirra þriðja plata. Óhætt er að segja að platan sé einstaklega góður gripur sem á heima í safni allra smekk- manna. Í GLASIÐ Þegar mann langar einfaldlega að gera vel við bragðlaukana er fátt betra en að hella upp í sig svellköldum safa frá Berry Company. Safarnir fást í öllum helstu matvöruverslunum og er rauða útgáfan þar fremst á meðal jafningja. UM HÁLSINN þegar sumarlegu sólskinsdagarnir eru farnir að syngja sitt síðasta og nöpru haustvindarnir farnir að láta á sér kræla er afar mikilvægt að vefja góðum trefli utan um hálsinn til að halda kvefi og hálsbólgu í skefjum. Monitor mælir með fyrst&fremst Leðurblakan í stað planksins? Eins og við vitum flest að þá gangahér yfir einhvers konar æði með reglulegu millibili. Monitor gerði einmitt úttekt á því fyrir einhverjum vikum og rifjaði upp Poxið, NBA myndirnar, Yo-yo æðið og fleira. Það hefur ekki farið framhjá neinum að plankið hefur riðið feitum hesti á þessu ári og fólk á öllum aldri er tilbúið að leggjast á flatan magann í tíma og ótíma. Monitor hugleiddi einmitt að gera úttekt á því á sínum tíma en vegna ágreinings blaða- manns og framleiðslustjóra varð ekkert úr því. Það sem er þó efst í huga blaða-manns um þessar mundir er að koma af stað nýju æði hér á landi; leðurblökunni. Hugmyndin er alls ekki ósvipuð plankinu því hér þarf að koma sér í ákveðna stöðu og taka mynd af herlegheitunum. Eins og sést á meðfylgjandi mynd , sem tekin var á æfingu þann 25. ágúst, þá getur leðurblakan þó verið ansi hættuleg sérstaklega ef einhverjir ofurhugar ætla að framkvæma þetta í hæstu hæðum. Bleikt.is birti í vikunni myndbandaf strákum ytra sem stunduðu svokallað Batmanning. Þar eru fæturnir alveg beinir en leðurblak- an er ekki eins krefjandi því þar má beygja fæturna yfir hlutinn sem kemur til með að halda viðkom- andi á lofti. Ristjóri er þó alfarið hættur sjálfur að taka leðurblök- una en hvetur þó lesendur til að láta á það reyna. Annars óskar Monitor ykkur alls hins besta. jrj Simmi Vill Stundum oska eg tess ad eg se jafn gafadur og sumir halda ad teir seu! 5. september kl. 15:38 Bubbi Mort- hens Haustið er æska vetrarins. 6. september kl. 22:01 Vikan á... Berndsen & The Young Boys Bubbi verður með okk- ur á Airwaves í Úlfapels, þetta verður one time thing. Fæ ég like á það eða hvað!!!! 7. september kl. 12:49 „Við höfðum séð frá eins göngum í Noregi og Danmörku sem krakkar þar hafa haldið og sem sagt tekið upp svipmyndir frá þeim á myndband og tekið ljósmyndir sem þeir klipptu svo flott myndband úr. Myndbandið sendu þau síðan til Justin Bieber á Twitter og hann sá það þar og okkur skilst að hann hafi síðan komið til þessara landa eftir að hann sá þessi myndbönd,“ segir Aníta Rós sem er ein af stelpuhópnum sem stendur fyrir Bieber Parade á Íslandi sem fram fer á laugardaginn. Þær hyggjast leika sama leik og krakkarnir í Skandinavíu, en hvernig varð þessi hópur sem stendur fyrir göngunni til? „Ein af stelpunum er vinkona mín frá fyrri tíð en þessi hópur varð til þegar ein stelpan stofnaði hóp á Facebook fyrir Bieber-aðdáendur og í kjölfarið kynntumst við allar stelpurnar í hópnum.“ Hún segist hafa fylgst með uppáhaldinu í þónokkurn tíma. „Ég og vinkona mín fundum Justin Bieber á YouTube áður en hann varð frægur en við byrjuð- um að fylgjast meira með honum einmitt þegar hann byrjaði að vera svona rosalega frægur.“ Bieber í Höllina, herinn burt! Byrjað var að auglýsa gönguna fyrir þónokkru síðan og þegar þetta er ritað hafa um 3.300 manns gefið til kynna að þeir hyggist mæta. „Gangan fer þannig fram að við ætlum að byrja á Hlemmi og labba þaðan niður á Ingólfstorg. Allir eru hvattir til að mæta í einhverju fjólubláu, af því að það er uppáhaldsliturinn hans Justin, eða í einhverjum öðrum Justin Bieber-fatnaði, og helst með skilti eins og í kröfugöngum. Að sama skapi hvetjum við alla til að koma með myndavélar til að auðvelda okkur að búa til myndbandið sem verður sent til Justin,“ segir hún og bætir við að stemningin fyrir göngunni sé góð. „Við vonum bara að sem flestir mæti. Það eru náttúrlega margir búnir að segjast ætla að mæta á Facebook en eru bara að grínast með þetta. Við þekkjum samt alveg mikið af stelpum sem ætla að koma, reyndar stráka líka, og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.“ En ef Justin Bieber kæmi loks til landsins og tæki kærustu sína með, hana Selena Gomez, myndu þær sem standa fyrir göngunni taka henni opnum örmum? „Já, hún er samt svolítið umdeild, bæði innan hópsins og almennt á meðal Bieber-aðdáenda. Það eru flestir sáttir við hana, því Justin er hamingjusamur með henni, en það eru nokkrir sem gjörsamlega þola hana ekki.“ Hópur ungra stelpna stendur fyrir göngu um helgina niðri í miðbæ í því skyni að hvetja Justin Bieber til að koma til landsins og halda tónleika á Íslandi. Aníta Rós Þorsteinsdóttir sagði Monitor nánar frá þessari hressu kröfugöngu. Ganga alla leið EINA BIEBER-VARNINGINN SEM ÞÆR VANTAR ERU MIÐAR Á TÓNLEIKA Vala Grand Wow hvad kennarinn minn er fallegur gam- an ad fylgjast med hann uppá töplu skrifa eitthvad (nice background) ahahahahahaha 7. september kl. 10:53 6 Gengið verður af stað kl. 16:00 á laugardaginn. fyrir Bieber Mynd/Ernir LOVÍSA, ANÍTA, ÞÓRA OG AUÐUR, Á MYNDINA VANTAR GUÐRÚNU Björn Bragi Arnarsson Ísland er með 100% sigur- hlutfall og hefur ekki fengið á sig mark með Hannes Þór Halldórsson á milli stanganna. Alltof flottur í kvöld. He ain’t heavy, he’s my brother! 6. september kl. 20:53

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.