Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor með Adam Sandler í aðalhlutverki sem Ice fer með aukahlutverk í en hann þreytir einnig frumraun sína í leikhúsi þegar hann mun fara með hlutverk Kapteins Króks í uppsetningu á Pétri Pan í London. Vanilla komst síðast í fjölmiðla þegar hann spáði Justin Bieber stjörnuhrapi á næstu árum og að það yrði áhugavert að fylgjast með því þegar vinsældir hans hyrfu. Síðan þá hefur reyndar rapparinn haldið því fram að þessi ummæli hafi alls ekki komið frá honum heldur hafi æsifréttamiðlar skáldað viðtalið og áréttaði að hann væri ágætisfélagi Bieber. elg FÉKK BASSALÍNU „LÁNAÐA“ FRÁ QUEEN Lagið Ice Ice Baby er langfrægasta lag Vanilla Ice. Eins og kunnugt er var bassalína lagsins fengin að láni úr lagi Queen og David Bowie, Under Pressure. Þegar lagið sló í gegn sagði Vanilla Ice sjálfur að bassalínurnar væru ekki eins þar eð hann hafði bætt einni nótu við. Í seinni tíð sagði hann þessi orð hafa verið grín. Sagan segir að Brian May, gítarleikari Queen, hafi heyrt lagið í fyrsta sinn á diskóteki í Þýskalandi. Þegar hann spurði plötusnúðinn út í lagið var honum sagt að lagið væri í fyrsta sæti allra helstu vinsæld- arlistanna í Ameríku. Jim Carrey gerði fræga grínútgáfu af laginu með tilheyrandi myndbandi sem sjá má á YouTube sem nefnist White White Baby. ÞAÐ ER SPURNING HVAÐ FÁNANEFND USA HEFUR ÞÓTT UM ÞENNAN GALLA Skannaðu strikamerkið til að sækja „appið“ í símann http://www.islandsbanki.is/farsiminn/ Sæktu „appið“ í snjallsímann þinn á m.isb.is. Hafðu bankann með þér ROBERT MATTHEW VAN WINKLE Fæðingardagur: 31. október 1967. Eitruð tilvitnun: „Ég rappa um það sem ég þekki, stelpur og þannig. Það er það sem er í gangi í hausnum á mér.“ Staðreyndir um Vanilla Ice: - Er sagður vera fyrsti rapparinn til að troða upp í Kína. - Er grænmetisæta. - Var handtekinn í júní árið 1991 fyrir að hafa hótað heimilislausum manni með skammbyssu eftir að maðurinn hafði reynt að selja honum silfurkeðju. - Var sektaður árið 2004 eftir að gæludýrin hans, kengúran Bucky og geitin Pancho, sluppu burt af heimili hans í Flórída. Skepnurnar vöppuðu lausar um hverfið í rúma viku áður en það náðist að handsama þær. - Fred Durst, söngvari Limp Bizkit, sagði eitt sinn í viðtali á hápunkti sinnar frægðar: „Ef það væri ekki fyrir Vanilla Ice, þá væri enginn okkar hvítu strákanna hérna í dag.“ - Á tvær dætur, þær Dusti Rain (fædd 1998) og KeeLee Breeze (fædd 2000).

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.