Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 700 eintök af plötunni okkar sem við vorum vanir að selja. Við spiluðum á nokkrum stöðum þarna í New York og það var gaman en svo kom einmitt enn eitt gengishrunið þetta sumar sem við vorum þarna svo það neyddi okkur til að koma heim að minnsta kosti tveimur mánuðum fyrr en við áætluðum. Við þökkum því krónunni kærlega fyrir velgengni okkar og í leiðinni er ég afskaplega þakklátur fyrir það að hafa borið gæfu til að verða ekki tónlistarmaður. Það hefði ekki fullnægt mér. Lengi vel var því haldið fram að hljómsveitin myndi aldrei snúa aftur en árið 2001 kom síðan Rammstein til landsins og HAM steig á svið á ný til að hita upp. Hvað kom til? Það er bara eins og öll bönd sem hætta, menn sjá ekki endilega fyrir sér að koma aftur. Þá var hins vegar svo gríðarlega mikið þrýst á okkur og svo vorum við akkúrat þá bara á þeim stað að okkur þótti skemmtileg tilhugsun að koma aftur. Það var fínt að hita upp fyrir Rammstein og það kveikti alveg í okkur um að gera meira. Á milli 2001 og 2006 fórum við síðan að laumast einstaka sinnum til að hittast í kyrrþey og spila en það var ekki fyrr en 2006 að við fórum að gera eitthvað alvöru úr því og spila opinberlega. Þá var lagður grunnurinn að því sem nú heitir Svik, harmur og dauði, nýju plötunni. Það er stundum talað um að í kringum hljómsveitina HAM sé ákveðið költ. Verður þú var við það? Jú, það eru sannarlega til heitir aðdáendur sem koma á flest- alla tónleika. Það eru venjulega þungarokkarar, þeir hafa tekið ástfóstri við hljómsveitina. Það er kannski hægt að kalla þetta költ en það er ekki þar með sagt að við lítum á okkur sem einhverja æðstu presta. Þrátt fyrir að vera mikill rokkari hefur þú samið og gefið út fjöld- ann allan af popplögum og jafnvel rapplögum undir formerkjum Fóstbræðra og Tvíhöfða. Ert þú mjúkur poppari inn við beinið? Ég er ekki þungarokkari og hef aldrei hlustað á þungarokk að neinu ráði, ekki nema bara fyrir einhverja skyldurækni. Ég kaupi mér ekki nýjustu plötuna með (hikar) – ég get ekki einu sinni nefnt neina hljómsveit. Ef við tökum til dæmis HAM, í dag er hún í raun bara innblásin af HAM. Ef við erum að hittast, æfa og semja, þá fæ ég innblástur til að gera HAM-lag sem er bara sprottinn af sjálfu sér. Þegar við vorum að byrja vorum við hins vegar kannski mest undir áhrifum frá hljómsveitum eins og Swans og Laibach frá Júgóslavíu. Þetta eru ekki frægar hljómsveitir í dag en reyndar hafa Rammstein talað um að þeir hafi orðið fyrir áhrifum frá Laibach, það er kannski samnefnarinn sem skýrir hvers vegna menn vildu gjarnan vera að spyrna okkur saman við Rammstein. Sjálfur hlusta ég á Cat Stevens, ef út í það er farið en svo sem líka Iggy Pop. Grínlögin eru meira bara eins og sketsaskrif, þau eru bara samin til að þjóna sketsinum. Nýja plata HAM sem ber nafnið Svik, harmur og dauði kom út í síðustu viku. Þú framleiðir sjónvarpsþætti í massavís, en pródúseraðir þú plötuna? Nei, hún er pródúseruð af manni sem heitir Aron Arnarsson sem er mikill snillingur. Hann hefur væntanlega stúderað hljómsveitina dálítið og talaði alveg sama tungumál og við. Áður höfðum við nú farið í gegnum nokkra pródúsenta og þar á meðal Roli Mosimann sem er svona þokkalega þekkt nafn í bransanum. Hann hafði verið meðlimur í hljómsveitinni Swans þegar þeir voru og hétu og þótti mikill spámaður í hávaðaheiminum. Hann kom meðal annars hingað til lands, er mikill gleðimaður og ágætisvinur okkar í dag. Ég man hins vegar að síðast þegar ég hitti hann í New York árið 1993, þá var hann á leið til Flórída að vinna með einhverjum sem kallaðist Marilyn Manson. Við vissum nú ekkert hver hann var, þetta átti að vera hans fyrsta plata. Síðan heyrði ég ekkert af þessu samstarfi þar til ég las ævisögu Manson og þar kom fram að hann hefði unnið með „einhverjum gaur sem hét Roli Mosimann“ og hann bar honum mjög illa söguna og kvartaði yfir því að hann burstaði ekki í sér tennurnar og væri ógurlega drykkfelldur og hann sem sagt rak Mosimann. Hvernig var stemningin í stúdíóinu núna sam- anborið við þegar þið voruð að gera ykkar fyrstu plötur? Það má bera þetta saman við ferlið þegar við vorum að gera plötuna Hold, við tókum þær upp á mjög svipaðan hátt. Við komum okkur fyrir í stórum sal hvar er hátt til lofts og vítt til veggja, sem við og gerðum þegar við vorum að gera Hold, og spiluðum alla plötuna inn saman – hún var tekin upp „live“ og við vorum bara þrjá daga að taka upp plötuna, þó svo að við höfum verið lengur að hljóðblanda hana og þess háttar. Fyrir hljómsveit eins og okkur, sem er þétt og vel spilandi, þá er þetta réttasta leiðin. Hefur þú einhvern tímann „stage dive-að“ á tónleikum? Nei, það hef ég aldrei gert enda myndi ég ekki þora því með gítarinn. Á sviði er ég bara mættur til að spila og syngja með og er voðalega lítið í svoleiðis ævintýr- um, ég læt aðra um það. Ég man nú ekki hvort Óttarr hefur gert eitthvað álíka, hann hefur einhvern tímann hálfpartinn dottið af sviðinu og enginn var til staðar til að grípa hann. Þú hefur verið höfuðpaur rokksveitar sem spilar frumlega tónlist auk þess sem þú hefur verið frumkvöðull í skemmti- efnagerð í útvarpi og sjónvarpi. Þegar þú gefur út ævisögu þína, mun hún þá bera nafnið „Brautryðjandinn“? Þetta er skemmtileg spurning en það verður þá ævisaga sem verður ekki með mínu samþykki, það er voðalega flott. Það yrði einhver annar að kalla hana þessu nafni. ÞETTA EÐA HITT Sjónvarp eða útvarp? Ég kýs sjónvarp fram yfir útvarp. Rokkstjarna eða handritshöfundur? Bæði. Fóstbræður eða Tvíhöfði? Erfitt en ég held reyndar Tvíhöfði. Það er svona kjarninn, stendur mér nærri. Jón Gnarr eða Óttarr Proppé? Það er ómögulegt að gera upp á milli þessara tveggja manna. Hvort myndir þú frekar vinna sem borg- arstjóri í fjögur ár eða ljónatemjari í eitt ár? Ljónatemjari í eitt ár, takk fyrir. Það væri nú hættulegt djobb og ég er lítið fyrir hættu, en ég tæki það frekar. Sumum fannst það sætt, ég man að Helga Braga hafði orð á því hvað það væri fallegt hvað við ættum gamalt samband og værum eins og gömul hjón.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.