Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Paul Rudd Hæð: 175 sentímetrar. Besta hlutverk: Peter Klaven í I Love You, Man. Staðreynd: Fjölskylda Paul var upprunalega frá Rússlandi og Póllandi og afi hans breytti eftir- nafninu Rudnitzky í Rudd. Eitruð tilvitnun: „Slappin’ da bass.“ 1969Fæðist 6. aprílí Passaic í New Jersey. Tíu ára flytur hann til Kansas og gengur þar í háskóla. 1995Leikur Josh íClueless. Þessi ærslafulli karakter nær vel til ungu kynslóðarinnar í Ameríku. 2001Landar hlutverkiAndy í Wet Hot American Summer. Eftir Clueless stefndi allt í að Rudd myndi verða B-mynda leikari í Hollywood en WHSA kom honum aftur á kortið sem gamanleikara. 2002Kemur fram í Fri-ends-þáttunum sem hinn ljúfi Mike Hannigan. Alls leikur hann í 18 þáttum og giftist Phoebe í þættinum „The one with Phoebe‘s Wedding“ í tíundu þáttaröðinni. 2003Giftist kærustusinni til fimm ára, Julie Yaeger. Þau eiga tvö börn. 2004Hefur farsæltsamstarf með Judd Apatow og félögum þegar hann leikur Brian Fantana í Anchorman. Ári síðar leikur hann svo David í 40 Year Old Virgin sem einnig er framleidd af Judd Apatow. 2007Leikur pirraðaeiginmanninn í Knocked Up. Sama ár leikur hann í, The Ten en sú mynd þótti mikil vonbrigði sem og myndin Over Her Dead Body þar sem Rudd lék á móti Evu Longoria. 2008Rudd fær fólktil að gleyma vonbrigðum ársins á undan þegar hann leikur hinn eitraða, Chuck, í Forgetting Sarah Marshall. 2009Leikur hinn vina-fáa Peter Klaven í I Love You, Man og leikur þar aftur á móti Jason Segel. Talar inn á Monsters vs. Aliens. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 „Loud noises!“ (Brick, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy) Algjör Sveppi og töfraskápurinn Flestir vita að í herberginu hans Sveppa er töfrum gæddur skápur þótt fáir viti í hverju töfrarnir felast. Dag einn lokast Ilmur, vinkona Sveppa, inni í skápnum og kemst ekki út. Nú er illt í efni og versnar til muna þegar í ljós kemur að illmenni í útlöndum ásælist skápinn og lætur ræna honum. Þar með hefst æsilegur eltingarleikur og ævintýri þar sem þeir Sveppi, Villi og Gói þurfa að elta bófana, svindla sér inn á Þjóðminja- safnið, hjóla um á þotuhjólum og læra á fljúgandi húsgögn svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn berst síðan um víða velli, út á sjó, upp í loft og meira að segja upp á jökul. Útsjónarsemi félaganna er sem fyrr með ólíkindum og þótt hætturnar leynist við hvert fótmál fer svo að lokum að sagan fær farsælan endi og sannar um leið hið fornkveðna að allt er gott sem endar vel. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á stór-myndina Algjör Sveppi, fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Aðalhlutverk: Sverrir Þór Sverr- isson, Vilhelm Anton Jónsson og Guðjón Davíð Karlsson. Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfa- bakka, Egilshöll og Kringlunni. K V I K M Y N D Góður leikur í þunnum þrettánda Myndin fjallar um ungan mann, Latif Yahia, sem er neyddur til að verða staðgengill Uday Hussein, eins af sonum Sadd- ams Husseins. En í því felst að koma fram og gera oftar en ekki hættulega hluti sem Uday Hussein vill ekki gera. Það sem stendur upp úr í þessari mynd er klárlega frammistaða Dominic Cooper en hann fer bæði með hlutverk Uday Hussein og Latif Yahia staðgengilsins. Hann rúllar þessu upp og það er virki- lega gaman að fylgjast með honum. Kvik- myndatakan og útfærslan á því þegar þeir eru að leika á móti hvor öðrum er einnig mjög góð sem gerir það að verkum að maður kaupir frammistöðu Coopers enn betur. En þrátt fyrir þessa snilld er myndin sjálf ekki upp á alltof marga fiska. Það eru vissulega alveg nokkur góð og grípandi atriði í henni en hún nær sér aldrei almennilega á flug. Það er þó gaman og áhugavert að fá innsýn inn í það hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þessum tímum og að skyggnast inn í heim stað- gengla. Það síðarnefnda vekur mann til umhugsunar um það hvort þetta sé jafnvel mikið stundað í dag. Eitt af því sem dregur myndina talsvert niður er karakter Ludivine Sagnier en hún leikur ástkonu Uday Hussein. Hún var bara ekki alveg nógu góð. Hún gerði ef til vill sitt besta en manni var bara alveg sama um hana. Allt sem tengdist hennar karakter var mjög fyrirsjáanlegt, illa skrifað og illa leikið. Þrátt fyrir þetta þá er myndin aldrei leiðinleg og er fínasta af- þreying. Alveg þess virði að sjá Cooper gera sínum hlutverkum góð skil. Hún lúkkar líka vel og er sannsöguleg þannig að hún hefur visst fræðslugildi líka. Margir munu þó eflaust verða fyrir nokkrum vonbrigðum og þeir sem eru að búast við einhverjum Scarface- tryllingi eins og einhver orðaði það ættu jafnvel bara að halda sig heima og halda áfram að horfa á trailerinn. DEVIL’S DOUBLE Kristján Sturla Bjarnason Aðrar frumsýningar: Melancholia - Knuckle - Another Earth - Our Idiot Brother - Fright Night - Colombiana - Rabbit Hole - Casino Jack FRUMSÝND 9. SEPTEMBER Monitor hoppaði aftur um tíu ár og tók út kvik- myndaárið 2001 í Hollywood. Tom svo lélegur að það var algjört Green TÍU TEKJUHÆSTU MYNDIR HOLLYWOOD 1. HARRY POTTER AND THE PHILOSOPHER‘S STONE 2. LORD OF THE RINGS: THE FELLOWSHIP OF THE RING 3. MONSTERS INC. 4. SHREK 5. OCEAN‘S ELEVEN 6. PEARL HARBOR 7. THE MUMMY RETURNS 8. JURASSIC PARK III 9. PLANET OF THE APES 10. HANNIBAL ÓSKARSVERÐLAUNIN BESTA MYNDIN: A BEAUTIFUL MIND. BESTI LEIKSTJÓRINN: RON HOWARD FYRIR A BEAUTIFUL MIND. BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI: DENZEL WASHINGTON FYRIR TRAINING DAY. BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI: HALLE BERRY FYRIR MONSTER‘S BALL. HINDBERJAVERÐLA UNIN VERSTA MYNDIN: FREDDY GOT FINGE RED. VERSTI LEIKSTJÓR INN: TOM GREEN FYRIR FREDDY GOT FINGERED. VERSTI LEIKARINN : TOM GREEN FYRIR FREDDY GOT FINGERED. VERSTA LEIKKONA N: MARIAH CAREY FY RIR GLITTER.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.