Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Þú varst að vinna á Fabrikkunni. Ertu hætt þar? Ég er lærður þjónn og vann sem slík frá því ég var 17 ára svo það var fínt að breyta aðeins til. Mér finnst gott að vinna á daginn í World Class með fyrirsætustörfunum. Hvenær byrjaðir þú í fyrirsætustörfum? Ég byrjaði sem fyrirsæta þegar ég var 12 ára en mín fyrsta tískusýning var þegar ég var 13 ára þegar ég sýndi fermingartískuna fyrir Gallerí Sautján í Kringlunni. Hefur þú fengið mörg verkefni síðan þá? Já, ég hef verið heppin með það að ég hef fengið ýmis skemmtileg störf í hendurnar. Ég fór til dæmis til Karabíska hafsins í fyrra og vann þar í heilan mánuð við fyrirsætustörf hjá þekktum hönnuði. Svo er þetta annað árið í röð sem ég tek þátt í Iceland Fashion Week. Hvernig var upplifunin þegar þú tókst þátt í fyrra? Vá, þetta var svo skemmtilegt. Ég var að sýna fyrir Steinunni Ketilsdóttur á fyrstu sýningunni og hópurinn var svo góður. Við vorum allar brosandi og stemningin var geðveik. Annan daginn var ég svo að sýna flíkur frá Pola frá Mexíkó eða „Mehíkó“. Á þriðja kvöldinu sýndum við svo fyrir Catalin Botazatu frá Rúmeníu en hún er einmitt að koma aftur í ár. Hvert stefnir þú? Draumurinn er að fara út á næsta ári og reyna fyrir mér hjá stóru merkjunum í Mílanó á Ítalíu, Armani, Dolce&Gabbana og öllum þeim. Eitthvað að lokum? Ég er mjög spennt fyrir Iceland Fashion Week og við ætlum að toppa síðasta ár. ICELAND FASHION WEEK CLEOPETRA Fyrstu sex: 181289 Nafn: Tinna Cleopetra Jónsdóttir Starf: World Class og fyrirsætustörf SANDRA Fyrstu sex: 160486 Nafn: Sandra Sigurjónsdóttir Starf: Hárgreiðslunemi Iceland Fashion Week verður haldin um helgina. Meðal þeirra sem verða í eldlínunni eru þær Sandra Sigurjónsdóttir og Tinna Cleopetra Jónsdóttir þegar þær taka þátt í tískusýningu á Spot í kvöld. Ætlum að toppa síðasta ár Hvað er að gerast um helgina? Á morgun hefst Iceland Fashion Week. Ég er að fara að taka þátt í tískusýningu sem fer fram á Spot í Kópavogi. Þar munum við sýna föt sem Edda Bóasdóttir hefur hannað. Ég er mjög spennt. Eru ekki erlendar fyrirsætur á leiðinni? Jú, 14 rúmenskar fyrirsætur eru að koma til landsins. Þær eru að taka þátt í Rumanian Next Top Model-þáttunum úti. Það verður gaman að fá að sýna með þeim. Ætlar þú að reyna að eignast rúmenska pennavinkonu? Já, það er mín heitasta ósk. Ertu mikið í fyrirsætustörfum? Já, það koma verkefni af og til. Ég reyni að taka þátt í því sem mér finnst spennandi. Ég hef mjög gaman af þessu. Er ekki toppurinn að fá að taka þátt í Iceland Fashion Week? Þetta er rosalega flott og það er liggur við rifist um að fá að taka þátt í þessu. Fyrir íslenska tískumarkaðinn þá er þetta mjög stór viðburður. Hvernig líkar þér í hárgreiðslunni? Mér líkar rosalega vel. Ég er að útskrifast um jólin. Þetta er búið að vera langt nám en skemmtilegt. Mig langar einmitt að reyna að vera að greiða stelpunum á Iceland Fashion Week á næsta ári. Hvað er skemmtilegast í hárinu? Er það strípur eða permanent? Það er skemmtilegast að greiða fyrir sýningar og myndatökur. Það er svo mikil vinna að setja permanent, mikil þolinmæðisvinna. Það getur verið þreytandi að setja allar þessar litlu rúllur í hárið svo maður þarf að vera mjög þolinmóður. Ertu búin að æfa einhverja „pósu“ sem þú ætlar að nota á tísku- pallinum? Ætli ég reyni ekki bara að detta með stæl (hlær). Á pallinn með rúmenskum ofurfyrirsætum M yn di r/ G ol li

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.