Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor LÍKLEGASTIR TIL SLÁTRUNAR Sumir Hollywood-leikarar hafa oftar dáið í kvikmyndum en aðrir. Hér eru nokkrir sem eru líklegir til að leika persónur sem láta lífið. John Travolta (6 sinnum) Bruce Willis (5 sinnum) Gary Oldman (5 sinnum) Sean Bean (5 sinnum) Christopher Lee (4 sinnum) Boromir (Sean Bean) Kvikmynd: The Fellowship Of The Ring (2001) Dauðdagi: Þrjár örvar Forystuorki hitti Boromir með ör sinni í bringuna en það dugði ekki til. Boromir lét fyrstu örina ekki á sig fá og drap nokkra orka í viðbót áður en annarri ör var skotið í brjóst hans. Í þetta skiptið féll hann á kné en ákvað þó að berjast áfram. Þriðja örin gerði svo útslagið og Boromir lést í örmum Aragorn sem hann viður- kenndi loks að væri hinn sanni kon- ungur í einum dramatískasta dauðdaga kvikmyndasög- unnar. ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER Tony Montana (Al Pacino) Kvikmynd: Scarface (1983) Dauðdagi: Skotinn í spað Glæpaforinginn Tony Montana bjóst svo sem við að útsendarar Alejandro Sosa væru á leiðinni en ákvað þó að fá sér vel af vafasöm- um efnum fyrir komu þeirra. Þar af leiðandi var hann í ruglinu þegar morðingjarnir mættu á svæðið og hagaði sér eins og óður maður er hann fékk hverja byssukúluna á fætur annarri í sig. Múfasa (James Earl Jones) Kvikmynd: Lion King (1994). Dauðdagi: Troðinn undir Það eina sem Skari þráir er að verða konungur og hann er tilbúinn að gera allt til að ná því markmiði sínu, meira að segja drepa sinn eigin bróður. Atriðið þar sem Skari svíkur Múfasa og lætur hann falla niður í hjörðina situr í öllum sem hafa séð það, bæði börnum og fullorðnum. Lawrence (Antonio David Lyons) Kvikmynd: American History X (1998) Dauðdagi: Gangstéttarbrún Eitt hrottalegasta morð kvik- myndasögunnar er án efa þegar nýnasistinn Derek Vinyard ákveður að refsa þjófinum Lawrence, lætur hann bíta í gangstéttarbrún og sparkar því næst í höfuð hans. Ekki er við hæfi að lýsa þessum ógeð- fellda dauðdaga nánar og verða forvitnir lesendur því að horfa á myndina ef þeir treysta sér til. Bill (David Carradine) Kvikmynd: Kill Bill: Volume 2 (2004) Dauðdagi: Fimm punkta hjartsprengjandi lófatækni Huldupersónan Bill birtist loks í seinni myndinni um hefndaræði Kiddo og hún ætlar sér að sjálf- sögðu að myrða hann. Kiddo notar sérstaka tækni sem hún lærði hjá sameiginlegum sensei hennar og Bill til að lífláta hann. Skrefin fimm að dauðanum eru dramatísk og dauðdagi Bill því með þeim frumlegri. BILL: „ÞÚ KOMST VIÐ HJARTAÐ Í MÉR“ KÓKAÍNÆVINTÝRI TONY HLAUT AÐ ENDA ILLA BRÆÐUR MUNU BERJAST ÞESSI MYND ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.