Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 22
„Þetta verður „mega-show“, þarna verðum við Erpur með Páli Óskari, Steinda og öllum þeim. Það má búast við þéttu og hrikalega hressu dæmi,“ segir Friðrik Dór um komandi átök á Nasa. „Ætli við Erpur tökum ekki megnið af okkar plötum og svo koma gestirnir með sín innslög. Þetta verður veisla.“ Miðaverð 1500 kr. og með hverjum seldum miða fylgir eintak af KópaCapana eða Allt sem þú átt. Þétt og hresst dæmi 22 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 8. september 2011 | fílófaxið fimmtud8sept KREPPUKVÖLD – WICKED STRANGERS Bar 11 21:00 Kreppukvöldin á Bar 11 hafanotið ágætra vinsælda og að þessu sinni er komið að hljómsveitinni Wicked Strangers að stíga á stokk á slíku kvöldi. Hljómsveitin lenti í 3. sæti á Músík- tilraunum í vor og sendi nýverið frá sér lagið Irresistable. Frítt inn. PORQUESÍ Dillon Rock Bar 21:00 Ísl-enska rokksveitinPORQUESÍ heldur tónleika í einu helsta rokkhýsi Laugavegarins. Bandið vinnur þessa dagana að sinni annarri plötu sem er væntanleg fyrir lok árs. Frítt er inn á tónleikana en gera má ráð fyrir að bandið stígi á stokk um kl. 23:00. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR HAM Nasa 22:00 Hljómsveitina HAM þarfekki að kynna fyrir neinum. Hægt er að lesa heilan helling um þessa goðsagnakenndu hljómsveit í forsíðuviðtali þessa tölublaðs en hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar plötu í kvöld á Nasa. Búast má við húsfylli og brjálaðri stemningu. Miðaverð er 2.500 kr. og aldurstakmark eru 20 ár. föstudag9sept BJÚDDARINN 2011 Faktorý 21:00 Íþróttaliðið KF Mjöðmstendur fyrir skemmtikvöldi þar sem fram koma tónlistarmenn á borð við Berndsen, Fallega menn og Benna Hemm Hemm ásamt fleirum. Einnig fer fram tísku- sýning, Guinness-þambkeppni ásamt fleiri hressum og jafnvel óvæntum uppákomum. Aðgangseyrir eru 1.500 kr. laugarda10sept BIEBER PARADE Hlemmur 16:00 Aðdáendur Justin Bieber hérá landi ætla að sameinast á Hlemmi og þramma niður á Ingólfstorg í von um að það lokki ungstirnið til Íslands. Sjá nánar á bls. 3. RVK SOUNDSYSTEM Hemmi og Valdi 22:00 Reggíhljómsveitin RvkSoundsystem heldur mánaðarlega tónleika sína á Hemma og Valda. Frítt inn. Kvikmynd: Ég er mjög mikill Lord of the Rings-aðdáandi. Viggo Mortensen var víst í frumsýningarpartíinu hjá Týndu kynslóðinni. Það hefði verið gaman að detta í smá spjall við hann. Sjónvarpsþáttur: Ég er að horfa á Breaking Bad og Game of Thrones en svo er ég líka að fylgjast með Jersey Shore, það er bara of gott. Mike „The Situation” endaði í sjúkrabíl í síðasta þætti, rosa fínt. Bók: Ég kláraði að lesa The Hobbit um daginn. Ákvað að lesa hana eftir að ég frétti að það á að gera kvikmynd eftir bókinni sem er mjög spennandi. Plata: Það sem er í gangi hjá mér er Kópa- cabana með Blaz annars var ég að fara yfir plötuna Mennesker með danska rapparanum Marwan, mjög fín plata, mæli með henni. Vefsíða: Ég les helstu fréttamiðl- ana á hverjum degi en annars eyði ég mestum tíma inni á Facebook og Fótbolti.net Staður: Tapas barinn er í miklu uppá- haldi en það er alltaf gaman að fara á Prikið að fá sér. Síðast en ekki síst » Lúlli, Rottweiler-hundur og dagskrárgerðarmaður, fílar: BLAZ ROCA OG FRIÐRIK DÓR ÁSAMT GESTUM Laugardagur 10. september Nasa kl. 23:30 Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð- hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution. Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því. Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án áhættu! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution. REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi // ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 LYFJAVER, Suðurlandsbraut 22 // APÓTEK GARÐABÆJAR, Litlatúni 3 APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.