Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Verð á bensíni lækkaði í gær og eftir lækkunina var algengt verð á 95 okt- ana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá N1 209,90 kr, hafði lækkað um 2,90 kr. N1 lækkaði verð á dísilolíu um 2,60 kr. á lítrann og algengt verð í sjálfs- afgreiðslu var 207,90. Skeljungur lækkaði eldsneytis- verð fyrst um tvær krónur á lítrann í gær. Algengasta verð á bensíni var um tíma 210,80 krónur á lítrann og 208,50 á dísillítrann. Í gærkvöldi var það hins vegar orðið nákvæmlega sama verð á bæði 95 oktana bensín og díselolíu, eins og hjá N1. Bensín- og dísilverð var hins vegar lægst í gærdag hjá Orkunni í Hraunbæ, 206 krónur lítrinn af bensíni og 203,70 krónur lítrinn af dísil. Seint í gær- kvöldi hafði verð lækkað enn meira á nokkrum stöðvum Orkunnar á höf- uðborgarsvæðinu, niður í 205 krónur bensínlítrann og 203 krónur dísel- lítrann. Verð var almennt lægst hjá Orkunni, yfirleitt sléttar 208 krónur á lítrann af 95 oktana bensíni og sléttar 206 krónur á lítrann af dísel. Magnús Ásgeirsson hjá N1 sagði að ástæða lækkunarinnar væri fyrst og fremst styrking krónunnar gagn- vart dollar. Hann var á 130 krónur á föstudag en var kominn í um 126 krónur í gærmorgun. Einnig hefði verð lækkað á heimsmarkaði. Magnús sagði að undanfarið hefði margt gerst sem hefði haft áhrif á heimsmarkaðsverð og erfitt væri að spá um framhaldið. Hann sagðist þó frekar gera ráð fyrir að verð héldist stöðugt fram í byrjun júlí, en gæti þá lækkað. „Meira að segja eldgosið í Eyja- fjallajökli hafði áhrif á heimsmark- aðsverð á bensíni,“ sagði Magnús. „Þegar stóra truflunin varð í flug- samgöngum í Evrópu vegna eldgoss- ins lækkaði verð á þotueldsneyti og það leiddi síðan út í aðrar tegundir og hafði áhrif til lækkunar.“ Gosið lækkaði bensínverðið  Styrking krónunnar helsta ástæða lækkunar á verði eldsneytis hér á landi  Ekki þykir ólíklegt að heimsmarkaðsverð lækki að nýju í næsta mánuði Algengasta verð í sjálfsafgreiðslu 95 okt. Dísil Olís 209,90 207,90 N1 209,90 207,90 Skeljungur 209,90 207,90 ÓB 208,10 206,10 Orkan 208,00 206,00 Atlantsolía 208,20 206,20 Verð þotueldsneytis lækkaði eftir truflun á samgöngum og síðar verð annars eldsneytis. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Innköllun fiskveiðiheimilda á 20 ár- um leiðir til gjaldþrots sjávarútvegs- fyrirtækja sem ráða yfir 40-50 pró- sentum af aflaheimildum og samsvarandi hlutfalli af tekjum sjáv- arútvegsgreinarinnar á Íslandi. Þessi félög eru í dag í erfiðri stöðu en eiga sæmilega möguleika á að standa undir núverandi skuldum. Staða þeirra verður hins vegar von- laus strax og innköllunarleiðin er farin. Þetta segir í niðurstöðum skýrslu sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir starfshóp sem vinnur að endurskoðun á fyrirkomulagi fisk- veiðistjórnunar. Morgunblaðið hefur skýrsluna undir höndum. Þessi gjaldþrot kæmu til við- bótar þeim 8-12 prósentum útgerð- arfyrirtækja sem skýrsluhöfund- arnir telja þegar í óviðráðanlegri stöðu og munu fara í þrot óháð því hvaða leið verður farin með fisk- veiðistjórnunarkerfið. Þola 20 krónur á þorskígildið Í samtali við Morgunblaðið á föstudag sagði Guðbjartur Hannes- son, formaður starfshópsins, að skýrslan svaraði því ekki afdráttar- laust hvort hægt væri að innkalla veiðiheimildir og endurúthluta þeim gegn gjaldi. Fyrirtæki sem ráða yfir 38-45% aflaheimilda þola þessa 20 ára inn- köllun veiðiheimilda, samkvæmt skýrsluhöfundunum. Þar segir enn- fremur að íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki þoli það almennt ef innköll- unarleiðin er útfærð þannig að innkallaður kvóti verði seldur á 20 kr. hvert þorskígildi til núverandi handhafa kvótans. Hins vegar þolir greinin illa ef þetta gjald er 50 kr. á hvert þorskígildi. Félög í erfiðri stöðu ráði yfirleitt ekki við svo hátt gjald og leiði það til gjaldþrots þeirra. Skýrsluhöfundar meta það svo að 8-12% aflaheimilda séu hjá fyrir- tækjum í óviðráðanlegri fjárhags- stöðu. 45-50% séu hjá félögum í erf- iðri stöðu, 30-35% hjá félögum í góðri stöðu og 8-12% hjá skuldlaus- um félögum. Félög með helm- ing kvótans í þrot vegna fyrningar  38-47% veiðiheimildanna eru hjá fyr- irtækjum í góðri eða mjög góðri stöðu Morgunblaðið/Kristinn Trillur Skuldastaða útgerðarinn- ar hefur snarversnað síðustu árin. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Arkitektinn Óli Jóhann Ásmundsson varð sjötugur ekki alls fyrir löngu og í kjölfarið opnaði hann gallerí ÓJÁ við Laugaveg í Reykjavík, þar sem hann selur eigin hönnun. „Það er bara fyrir fullþroska fólk að stofna fyr- irtæki,“ segir hann og bætir við að hann hafi þurft að finna sér eitthvað að gera eftir að kreppan skall á. „Þegar maður er sjötugur stendur maður frammi fyrir tvennum dyrum. Fyrir ofan aðrar stendur biðsalur dauðans en ekkert fyrir ofan hinar. Valið er þitt, örygg- ið eða óvissan og ég valdi óvissuna.“ Óli Jóhann segir að í 40 ár hafi hann unnið fyrir sér sem arkitekt, en hönnunin hafi alltaf blundað í sér og 55 ára gamall hafi hann tekið upp á því að hanna húsgögn. Hann hafi haldið tvær sýningar eftir að Delta-stóll sinn og borð í stíl hafi verið á heimssýningunni í Hannover árið 2000 og fengið góða umfjöllun í þýska hönnunar- og húsgagnatímaritinu Möbel Interior Design. „Frægð- in kemur að utan,“ segir hann. Fellihúsgögn og einfaldleiki Óli Jóhann hannar svokölluð fellihúsgögn, sem auð- velt er að setja saman og taka í sundur. Þar má nefna stóla, borð, bókahillur og blaðagrind, en svo er hann líka með lampa og stiga. „Ég er einhvers staðar á milli húsgagnamarkaðarins og listamarkaðarins,“ segir hann um hönnun sína. Hann bendir á að ljóðskáld skrifi ekki ljóð vegna þess að þeim finnist það svo gaman heldur vegna þess að þeim finnist að þau verði að skrifa þau. Hann beri ámóta tilfinningu í brjósti. „Ég fæ hug- myndir og allt sem ég geri byggist á hugmynd. Sumar yfirgefa mig ekki og ég verð að koma þeim í fram- kvæmd.“ Hönnuðurinn segir að maðurinn hafi mikla þörf fyrir að breyta óhlutbundnu í hlutbundið ástand og per- sónugera hið hlutbundna. „Menn tala um að markaður- inn segi þetta og hitt en hver er það?“ Einfaldleiki er það sem Óli Jóhann byggir grunn- hugmynd sína á. Hann bendir á að lífið nú til dags sé allt of flókið og stjórnvöld þurfi að gera það einfaldara fyrir fólk. Allir séu að rukka fyrir hitt og þetta, telja þurfi fram til skatts, kunna á tölvu, lesa þykka bók til þess að geta sett nýja tækið í samband. „Sem hönnuður vil ég að vara sé svo vel hönnuð að við þurfum engan leiðarvísi,“ segir hann. Óli Jóhann segir þetta sér- staklega mikilvægt með eldra fólkið í huga. „Það er allt miklu auðveldara fyrir unga fólkið vegna þess að harði diskurinn hjá því er tómur en þegar þú ert kominn um sjötugt er harði diskurinn hjá þér eiginlega fullur. Þeg- ar harði diskurinn er fullur er allt svo þungt.“ Morgunblaðið/RAX Hönnun Auðvelt er að setja húsgögn Óla Jóhanns Ásmundssonar saman og taka þau í sundur. „Bara fyrir fullþroska fólk að stofna fyrirtæki“  Arkitekt opnar gallerí í Reykjavík og selur eigin hönnun  Hannar húsgögn með fullnýtingu efnisins í huga Delta-stóllinn kom Óla Jó- hanni Ásmundssyni á bragð- ið. Hönnun hans byggir á nýt- ingu efnis og rýmis og hann er í raun búinn til úr sjálfum sér. Annar stóll er eins og kross í laginu. Hönnuðurinn rifjar upp að í gamla daga hafi morðingjar og fleiri verið krossfestir en nú sé saka- mönnum boðið inn á hótel. Stóllinn sé enda þægilegur og í raun megi stilla hann þannig að gott sé að sofa í honum, öfugt við veruna á krossinum. Stigi með fótum og höndum er áberandi í gall- eríinu. „Þetta er metorðastiginn og það er bæði hægt að fara upp hann og niður,“ segir hönnuðurinn. Við hlið hans er lampi og annar smærri á borði. Óli Jóhann segist sjá hann fyrir sér sem frumkonuna í hellinum. Þegar lurkur falli úr eldinum grípi hún í óbrunna endann og átti sig þá á því að hún geti lýst veginn með honum. „Þetta er hugleiðing um hús- gagn, eins og sýningin mín kallaðist.“ Hugmyndir til alls fyrst UPP OG NIÐUR METORÐASTIGANN Hönnuðurinn í metorðastiganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.