Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 28
Hljómsveitirnar Króna, Báru-
járn og Miri fagna sumrinu og vax-
andi frjósemi með sérstöku hófi á
Sódómu Reykjavík annað kvöld og
ber teiti þessi yfirskriftina Upp-
stinningar-partí.
Í tilkynningu segir að þessar
sveitir eigi frjósama mánuði í
vændum, breiðskífur væntanlegar
frá öllum þremur.
Eftir tónleikana mun DJ Biggi
Maus þeyta skífum af miklum eld-
móði og hyggst ekki láta af þeim
þeytingi fyrr en síðasti gesturinn
dansar sig rænulausan.
Húsið er opnað kl. 21 og kostar
þúsundkall inn.
Frjósemi fagnað með
upp-stinningar-partíi
Hljómsveitin er skírð í höfuðið á
Þórði kakala Sighvatssyni sem
var höfðingi af ætt Sturlunga á
13. öld. Hann tók þátt í einu sjó-
orrustu Íslandssögunnar, Flóa-
bardaga, og mannskæðasta
bardaganum, Hauganesbar-
daga. „Við vorum með lag sem
hét Kakali. Lagið var ekki merki-
legt en við ákváðum að nota
nafnið,“ segir Káki. Hvers
vegna? „Hann var svo mikill
töffari,“ svarar hann og hlær.
Kakali
HVAÐAN KEMUR NAFNIÐ?
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Færeyski söngfuglinn og Ís-
landsvinurinn Eivör Pálsdóttir hef-
ur blásið til aukatónleika í Íslensku
óperunni föstudaginn 28. maí.
Miðasala á fyrri tónleika það kvöld
hófst föstudaginn sl. og var orðið
uppselt á þá tónleika í gær. Því var
brugðið á það ráð að halda aðra
tónleika sama kvöld, kl. 19. Tón-
leikarnir sem seldist upp á verða
hins vegar haldnir kl. 22 og því
aukatónleikarnir fyrri tónleikar
kvöldsins. Eivör mun fagna útgáfu
nýrrar plötu á tónleikunum, Larva.
Miðasala á tónleikana fer fram á
Miði.is og öllum sölustöðum Miði.is.
Aðeins 400 miðar eru í boði og ein-
göngu er selt í númerið sæti.
Eivör heldur auka-
tónleika í Óperunni
Fólk
Evróvisjónnetútvarpsstöðin Eurorásin fór í loftið,
eða netið, laugardaginn þarsíðasta. Evró-
visjónáhugamaðurinn Gunnar Ásgeirsson gerir út
rásina og það á eigin kostnað, greiðir stefgjöld og
annað sem þarf að greiða í slíkum rekstri. Fyrir jól
rak hann útvarpsstöðina Jólastjörnuna með félögum
sínum en á henni voru eingöngu jólalög leikin. En
hvað kom til að hann setti á laggirnar Eurorásina?
„Í janúar sl. langaði mig að fara að bralla eitt-
hvað, ég hef mikinn áhuga á útvarpi og sagði við fé-
laga minn að við ættum að skella okkur í að gera
Eurovision-útvarpsstöð,“ segir Gunnar. Félaginn
hafði hins vegar öðrum hnöppum að hneppa og því
varð úr að Gunnar sá um að koma stöðinni á kopp-
inn. Söngkonan Íris Hólm hafði svo samband við
Gunnar og vildi taka þátt í verkefninu, en hún er
með kvöldþátt á stöðinni. Auk þess að leika Evr-
óvisjónlög færa Gunnar og Íris hlustendum margs
konar Evróvisjónfróðleik. Gunnar segist ætla að
reka stöðina út maí, líklega ekki lengur, þar sem
hann þarf að standa straum af kostnaði. „Ég
nenni ekki að finna auglýsingar á þetta og þetta
kostar náttúrlega stefgjöld,“ segir Gunnar, hann
sé að gera þetta sér til gamans. „Íris er í þessu í
sjálfboðavinnu og ég líka.“ Á Eurorásinni eru
leikin öll helstu Evróvisjónlögin frá upphafi
keppninnar, íslensk sem erlend. Gunnar segir lík-
legt að hann endurtaki leikinn á næsta ári.
helgisnaer@mbl.is
Gerir út netútvarpsstöð á eigin kostnað
ABBA Söng „Waterloo“ í Evróvisjón 1974.
www.eurorasin.is
Ísdrottningin Ásdís Rán Gunn-
arsdóttir segist hafa fengið fjölda
tilboða eftir að fyrsta popplag
hennar, „Feel My Body“, komst á
öldur ljósvakans. „Ég bjóst svo sem
alveg við að lagið mitt mundi vekja
mikla athygli en þetta er framar
öllum björtustu vonum,“ segir hún
á Pressunni. „Ég er búin að fá
hundruð e-maila frá aðdáendum
lagsins og hinir ýmsu þekktu aðilar
hafa slegið á þráðinn til mín með
hamingjuóskir,“ segir hún og að
það sé „slatti af tilboðum á borð-
inu“. Þá fari lagið í dreifingu er-
lendis í lok maí með „eldheitu
vídeói, auðvitað Ásdís Rán style“.
Þá kveðst hún vera að undirbúa sig
fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes.
Tilboð á borðinu og
myndband á leiðinni
Tónlistarmennirnir Halldór Braga-
son og Davíð Þór Jónsson verða
fararstjórar í sérstakri blúsferð
sem haldið verður í 5. október nk.
og stendur til 13. október.
Förinni er heitið til Memphis,
Clarksdale í Mississippi og Helena í
Arkansas og tónleikar sóttir þar
með heimskunnum blúsurum og
hljómsveitum: BB King, Dr. John &
the Lower 911, Taj Mahal og Pine-
top Perkins m.a.
Þeir Halldór og Davíð Þór ætla
ekki að sitja kyrrir meðal áhorf-
enda í ferðinni heldur grípa í hljóð-
færin þegar færi gefst og blúsa með
eins og þeim einum er lagið. Blús-
áhugamenn geta bókað sig í ferðina
með því að senda tölvupóst á
blues@blues.is merkt „blúsferð“ og
þarf sendandi að taka fram nafn og
símanúmer.
Meðlimir í Blúsfélaginu munu
hafa sýnt því mikinn áhuga að fara
í ferð af þessu tagi og er þegar far-
ið að bóka í hana. Gestgjafar blús-
ferðamanna eru Íslandsvinurinn
Pinetop Perkins, Blues Foundation,
blúsfólkið í Clarksdale MS, Helenu
og svo Blúsfélag Reykjavíkur. BB King Blúsar fyrir blúsþyrsta blúsáhugamenn.
Halldór og Davíð
fararstjórar
Blúsferð um Bandaríkin í október
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Þetta er rétt tímasetning fyrir plöt-
una. Hún er búin að vera lengi á leið-
inni, lögin á henni eru búin að vera í
gangi í langan tíma,“ segir Kristján
Árni Kristjánsson, eða Káki eins og
hann er kallaður, söngvari og gít-
arleikari Kakala, um frumburð sveit-
arinnar, The Cave, sem kom út í síð-
asta mánuði. Kakali var stofnuð árið
2003 af Káka og tvíburabræðrunum
Daða og Árna Guðjónssonum en þeir
spila á hljómborð, trommur og gítar.
Sveitin spilar indírokk að sögn Káka.
Hann segir þá þrjá vera aðallagahöf-
unda sveitarinnar en nýlega bættust
tveir nýir meðlimir í hópinn, Þor-
steinn Hermannsson bassaleikari og
Guðmundur Stefán Þorvaldsson gít-
arleikari. Hann segir áhrifavalda
meðlima Kakala vera marga og mis-
munandi en Pink Floyd sé ákveðinn
samnefnari þeirra.
Tekin upp í bílskúr í
Vesturbæ
Káki segir hljómsveitina ekkert
hafa spilað að ráði fyrr en núna þar
sem meðlimir hennar hafi skipst á að
búa erlendis síðustu ár. „Um hver jól
höfum við sagt að núna ætlum við að
taka upp plötu. Það var fyrst nú í
október sem við gerðum það loksins.
Að vissu leyti erum við fegnir að
platan kom ekki út fyrr en núna. Við
erum búnir að þróast meira síðustu
ár og safna lögum í sarpinn,“ segir
hann.
Strákarnir tóku plötuna að
mestu leyti sjálfir upp í bílskúr í
Vesturbænum en hlutar voru teknir
upp meðal annars í Seattle í Banda-
ríkjunum og hjá trommuleikaranum
Gulla Briem.
Sveitin hefur spilað á nokkrum
tónleikum undanfarið, meðal annars
á Dillon og Sódómu. Að sögn Káka
hyggjast þeir halda útgáfutónleika á
Sódómu hinn 3. júní þegar geisla-
diskurinn verður tilbúinn en hingað
til hefur aðeins verið hægt að nálg-
ast plötuna á netinu, til dæmis á
Gogoyoko.com. Káki segir reyndar
að hann og gítarleikarinn Árni muni
búa í Noregi á næstunni. „Við mun-
um samt koma reglulega til að spila.
Það er lítið mál. Núorðið er að búa í
Osló eins og að búa úti á landi.“
Morgunblaðið/Ómar
Hljómsveitin Kakali Tvíburabræðurnir Daði og Árni Guðjónssynir og Kristján Árni Kristjánsson skipa hljómsveitina Kakala.
Gott að platan kom ekki fyrr
Kakali gefur út sína fyrstu plötu Útgáfutónleikar haldnir á Sódómu 3. júní