Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Víkverji var á ferð í Þýskalandi íliðinni viku. Alltaf gaman að sækja þá ágætu þjóð heim. Þegar hann brunaði með lest gegnum hina sögufrægu borg Nürnberg í Bæjara- landi kom hann auga á gríðarmikinn grunn í borginni miðri sem verið var að taka fyrir væntanlegu stórhýsi, að því er Víkverji hélt. Annað kom á daginn. Þegar þýskur blaðamaður, sem var með Víkverja í för, veitti því athygli að Íslendingurinn starði nið- ur í hyldýpið gall í honum: „Hér er verið að taka fjöldagröf fyrir ís- lenska bankamenn.“ Ummælunum fylgdi hann eftir með strákslegu glotti. Þýskir blaða- menn eru greinilega jafnkaldhæðnir og kollegar þeirra hér uppi á Íslandi. x x x Annars var ekki annað að heyraen Þjóðverjar hugsuðu hlýlega til okkar á þessum viðsjárverðu tím- um og vonuðust til þess að fjár- málakreppan liði sem fyrst hjá. Sú auma kerling kreppan hefur líka lit- ið við í Þýskalandi og niðurskurður og aðhald ekki framandi hugtök þar um slóðir þessa mánuðina. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir á Íslandi en þið getið alltént huggað ykkur við það að þið þurfið ekki að greiða skuldir Grikkja,“ sagði skeleggur München- búi við Víkverja. Hann hafði afar takmarkaðan húmor fyrir þeim gjörningi og óttaðist að reikning- urinn væri ekki að fullu kominn upp á borðið. x x x Veðrið var ekkert sérstakt þessadaga sem Víkverji var í Þýska- landi. 10 til 12 stiga hiti, þungbúið og rigning með köflum. Skömmuðust heimamenn sín fyrir þetta og báðust þráfaldlega afsökunar á veðrinu. Það hafði verið sólbaðsveður alla vikuna á undan. Þegar Víkverji hafði á orði að þetta væri bara hefðbundið sumarveður í Reykjavík féll þeim hins vegar allur ketill í eld. Úr svip þeirra mátti lesa að efnahagshrunið væri ef til vill bara hjóm í saman- burði við eineltið sem veðurguðirnir hafa lagt íslensku þjóðina í gegnum aldirnar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kaupstaður, 8 líffæri, 9 rusl, 10 fita, 11 fleina, 13 hæðin, 15 fer- líkis, 18 lævísa, 21 litla tunnu, 22 éta, 23 púkinn, 24 kartaflan. Lóðrétt | 2 grasgeiri, 3 níska, 4 augabragð, 5 Asíubúi, 6 öðlast, 7 kven- mannsnafn, 12 eykta- mark, 14 andi, 15 hindr- un, 16 klöguðu, 17 brotsjór, 18 rændu, 19 lífstímann, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 nepja, 4 skort, 7 totta, 8 ótrúr, 9 náð, 11 rönd, 13 grær, 14 ýsuna, 15 flær, 17 töng, 20 hal, 22 gutla, 23 ævina, 24 rámum, 25 trana. Lóðrétt: 1 nýtur, 2 pútan, 3 aðan, 4 slóð, 5 orrar, 6 tórir, 10 ámuna, 12 dýr, 13 gat, 15 fögur, 16 æstum, 18 örina, 19 glata, 20 harm, 21 læst. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þótt freistandi sé skaltu láta hlut sem þig langar í lönd og leið. Reyndu að koma á sáttum milli þeirra sem deila. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ekki reyna að breyta maka þínum og ekki leyfa neinum að reyna að breyta þér. Ef þú þarft að láta í minni pokann á annað borð skaltu umfram allt gera það með reisn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Einhver ber til þín hlýjan hug. Aðrir eru fegnir að vita að þú veist hvað þú ert að gera – eða virðist vita það. Reyndu að komast hjá hvers konar ábyrgð, þú hefur nóg á þinni könnu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú lætur fólk fara í taugarnar á þér. Mundu samt að það er þitt val. Mundu líka að öllum orðum fylgir ábyrgð. Hvað með líkamsræktina? Situr hún á hakanum? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Njóttu félagsskapar vina þinna sem kostur er. Kannski finnst þér þú skuld- bundin/n en gerðu viðkomandi greiða ef þú finnur þig knúna/knúinn til þess. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Reyndu að finna einhvern sem kann að deila með þér reynslu þinni. Sjálfstraust þitt tekur kipp upp á við. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hagstætt umhverfi og fólk dregst að þér í dag. Auðveldasta leiðin til að þagga niður í fólki er að samsinna því. Einhver er með leiðindi á vinnustað. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Fjárhagsstaðan þín núna er beintengd ákvörðunum sem þú tókst fyrir tveimur árum. Notaðu þá kollinn vel en komdu svo með uppástungur beint frá hjartanu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekki tala á almennum og óljós- um nótum. Þótt gaman sé að nýjum vin- um skaltu fara þér hægt í að velja þá og enn hægar í að hleypa þeim að þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er nauðsynlegt að geta bæði gefið og þegið. Þú eirir ekki við neitt þessa dagana. Kapp er best með forsjá. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er auðvelt að vera sjálfs- gagnrýnin/n, en allir gera mistök svo hættu þessu væli. Leyfðu öðrum að njóta lífsins með þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Sparsemi og aðgætni eru kjörorð dagsins. Varaðu þig samt á fólki sem hef- ur skoðanir sem eiga að koma þeim ofar öllum öðrum. Stjörnuspá 11. maí 1911 Knattspyrnufélagið Valur var stofnað í Reykjavík. Stofn- endur voru fjórtán strákar úr KFUM. 11. maí 1921 Vökulögin voru samþykkt á Alþingi. Samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum,“ en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólarhringa. Hvíldartíminn var lengdur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955. 11. maí 1952 Tómstundaþáttur barna og unglinga í umsjá Jóns Páls- sonar hóf göngu sína í Útvarp- inu. Hann var á dagskrá í meira en áratug, yfirleitt síð- degis á laugardögum, og var mjög vinsæll. 11. maí 1955 Kópavogur fékk kaupstað- arréttindi en Kópavogs- hreppur hafði verið skilinn frá Seltjarnarneshreppi sjö árum áður. Nú búa rúmlega 30.000 manns í Kópavogi en íbúar voru um 3.300 árið 1955. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Knattspyrnumaðurinn Björgólfur Takefusa, mið- herji KR og markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, er þrítugur í dag. Hann segist ekki vera mikið afmælisbarn í sér og hafi síðast haldið upp á afmælið fyrir fjórum eða fimm árum, þegar hann keypti tvær 30 tommu pítsur og bauð stórfjöl- skyldunni upp á pítsu. KR tekur á móti nýliðum Hauka í 1. umferð Ís- landsmótsins í kvöld. Björgólfur segir að þetta sé í fyrsta sinn sem afmælið ber upp á leikdag í Ís- landsmótinu. „Vonandi sigrum við og nái ég að skora verður það mjög skemmtilegur bónus,“ seg- ir hann. KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum og Haukum falli. Björg- ólfur segir að ekkert sé gefið í boltanum og fyrsti leikur sé alltaf erf- iður. Haukar hafi ekki leikið í efstu deild í áratugi „og þeir koma svo sannarlega til þess að berjast og verjast“. Björgólfur bætir við að eng- inn geri meiri kröfur til sín en hann sjálfur. Hann hafi mikla trú á KR- liðinu og gaman sé að sjá að margir aðrir séu á sama máli. „Ég vona að það gefi liðinu meira sjálfstraust og hjálpi okkur í sumar,“ segir hann. „Erfiðasti andstæðingurinn er við sjálfir og svo eru önnur 11 góð lið í deildinni.“ steinthor@mbl.is Björgólfur Takefusa 30 ára Bónus að skora Sudoku Frumstig 1 6 7 5 6 2 3 2 1 8 5 2 5 7 8 4 6 4 3 3 7 4 5 2 6 7 1 9 6 2 4 2 4 8 1 6 5 7 8 4 4 9 8 5 7 1 6 9 7 9 4 1 8 1 9 6 2 8 1 7 3 7 4 8 2 7 9 6 7 3 5 4 4 1 9 2 5 3 4 1 6 9 8 7 7 9 1 8 5 3 2 6 4 4 8 6 2 7 9 3 1 5 1 2 4 9 3 7 6 5 8 3 7 8 6 4 5 1 2 9 5 6 9 1 8 2 7 4 3 6 4 7 5 9 1 8 3 2 8 3 2 7 6 4 5 9 1 9 1 5 3 2 8 4 7 6 4 2 6 1 9 3 8 7 5 1 3 7 8 5 4 6 2 9 8 9 5 7 6 2 3 1 4 7 6 2 5 3 9 1 4 8 9 1 8 4 7 6 2 5 3 5 4 3 2 8 1 7 9 6 6 5 9 3 2 7 4 8 1 3 7 1 9 4 8 5 6 2 2 8 4 6 1 5 9 3 7 4 6 1 8 9 2 3 7 5 3 5 2 6 7 4 9 8 1 9 7 8 1 5 3 4 2 6 8 1 5 4 2 7 6 3 9 2 3 4 9 6 8 5 1 7 6 9 7 3 1 5 2 4 8 1 2 9 7 3 6 8 5 4 5 4 6 2 8 1 7 9 3 7 8 3 5 4 9 1 6 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 11. maí, 131. dag- ur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. c4 c6 5. Be2 Dc7 6. O-O Rd7 7. Rc3 Rgf6 8. Dc2 O-O 9. Be3 e5 10. d5 h6 11. h3 a6 12. a4 He8 13. b4 cxd5 14. cxd5 Staðan kom upp á Skákmóti öð- linga sem fer senn að ljúka í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur. Páll G. Jónsson (1710) hafði svart gegn Halldóri Víkingssyni. 14… Rxe4! 15. Dxe4 Dxc3 16. Hfc1 Db2 17. Hab1?? Dxe2 18. Hc2 Rf6 19. Dxg6 Dxf3 20. Dxg7+ Kxg7 21. gxf3 Bf5 og hvítur gafst upp. Heimsmeistaraeinvígi Vishy Anands og Veselins Topalovs fer senn að ljúka í Sofíu í Búlgaríu en m.a. er hægt að fylgjast með gangi mála á www.skak.is. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Grand við bæði borð Norður ♠ÁKG75 ♥K7 ♦K85 ♣ÁG9 Vestur Austur ♠D1093 ♠8 ♥963 ♥8542 ♦1096 ♦G743 ♣763 ♣KD105 Suður ♠642 ♥ÁDG10 ♦ÁD2 ♣842 Eitt af bridsmetunum, sem Grikkinn Nikos Sarantakos hefur skráð, er frá EM árið 1963 úr leik Íslands og Finn- lands. Þar spilaði íslenska liðið grand- samning við bæði borð, 1Gr við annað borðið, 6Gr við hitt. Hjalti Elíasson og Ásmundur Páls- son renndu sér í 6Gr í NS eftir að vest- ur passaði í upphafi. Vestur gat fellt slemmuna með því að spila út laufi en þegar hann spilaði út tígultíu fríaði Ás- mundur spaðann og vann spilið. Við hitt borðið sátu Símon Sím- onarson og Þorgeir Sigurðsson í AV. Símon sá í hendi sér að NS ættu geim eða slemmu í spilinu og opnaði því á 1♠. Norður ákvað að bíða átekta og passaði og Þorgeir svaraði með 1Gr. Það var passað til norðurs sem gafst upp og passaði. 1Gr fór 5 niður. Ásmundur og Símon spila enn keppnisbrids, 47 árum síðar. Viktoría Sól Reynisdóttir, Sigrún Valdís Kristjánsdóttir og Guðrún Inga Marinósdóttir gengu í hús söfnuðu til hjálpar fólki á Haítí. Þær söfnuðu 5.767 kr. sem þær færðu Rauða krossi Íslands. Söfnun Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Akranes Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir og Ólafur Lárus Gylfason eignuðust dreng 6. maí kl. 13.16. Hann vó 3.615 g og var 50,5 cm langur. Reykjavík. Ísleifur Gunn- ar fæddist 2. janúar kl. 3.38. Hann vó 13 merkur og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Hrefna Lind Lárusdóttir og Ey- steinn Orri Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.